Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 4
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
KÍNA Móðir ungbarnsins sem var bjargað úr
skólpröri í fjölbýlishúsi í Jinhua á mánudag var
sú fyrsta sem kallaði eftir aðstoð og var við-
stödd á meðan björgunin fór fram. Móðirin
neitaði því í fyrstu að hafa fætt barnið en viður-
kenndi það svo þegar lögreglan gekk á hana.
Konan er 22 ára og leigir íbúð í fjölbýlishús-
inu. Hún sagðist ekki hafa haft efni á fóstur-
eyðingu og því hefði hún haldið því leyndu fyrir
nágrönnum sínum að hún væri barns hafandi.
Hún hefði því fætt barnið yfir klósettinu.
Móðirin sagðist hafa reynt að grípa barnið
en það hefði runnið úr greipum hennar og ofan
í pípuna. Þá hefði hún látið leigusala sinn vita
hvernig á stóð, eftir að hafa reynt árangurslaust
að ná því upp.
Barnið hefur verið kallað Barn 59 í fjöl-
miðlum erlendis vegna númersins sem það fékk
á spítalanum. Kínverskir fjölmiðlar segja að
þegar björgunarmenn hafi náð barninu hafi
hjartsláttur þess verið veikur en barnið þó að
mestu óskaddað. Naflastrengurinn var enn
tengdur við fylgjuna.
Lögreglan verst frekari fregna af málinu og
segir það enn vera í rannsókn. - bþh
Kínverska ungbarnið sem skolaðist niður salerni og var bjargað úr skólpröri er að mestu óskaddað:
Móðirin hafði ekki efni á fóstureyðingu
Í RÖRINU Barnið fannst fast í skólpröri á mánudag.
NORDICPHOTOS/AFP
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
VIÐ ÞEKKJUM
TILFINNINGUNA
SVONA ERUM VIÐ
1.458 gengu í hjónaband árið 2011
sem eru 4,6 vígslur á hverja 1.000
íbúa.
Það eru 222 fleiri hjónavígslur
en 1991 en 166 færri en 1971.
Heimild: Hagstofan.is
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Hæg breytileg átt víðast hvar.
NOKKUÐ BJART verður norðaustanlands næstu daga en annars staðar víða rigning
eða skúrir. Hlýjast verður í sólinni norðaustan til þar sem hitinn gæti náð 16 stigum í
dag en 13 stigum á morgun.
7°
7
m/s
7°
9
m/s
8°
10
m/s
8°
18
m/s
Á morgun
Fremur hægur vindur víðast hvar.
Gildistími korta er um hádegi
6°
6°
8°
8°
9°
Alicante
Aþena
Basel
22°
31°
21°
Berlín
Billund
Frankfurt
20°
20°
17°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
16°
21°
21°
Las Palmas
London
Mallorca
22°
16°
20°
New York
Orlando
Ósló
30°
30°
18°
París
San Francisco
Stokkhólmur
16°
18°
19°
7°
6
m/s
7°
4
m/s
13°
5
m/s
8°
5
m/s
13°
4
m/s
10°
7
m/s
4°
7
m/s
8°
7°
7°
11°
11°
Mynd Önnu Maríu Sigurjónsdóttur var endurbirt án vitundar höfundar í Frétta-
blaðinu síðastliðinn mánudag á síðu 13 og ekki gætt sæmdarréttar með merkingu
myndarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
HALDIÐ TIL HAGA
MYND/ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR
ÖRYGGISMÁL Þrjár aurskriður
féllu með fárra klukkutíma milli-
bili á síðasta sólarhring og beina
Almannavarnir því til fólks að
huga vel að aðstæðum.
Almannavarnir geta þess að
til fjalla á norðausturfjórðungi
landsins er víða enn grunnt niður
á frosna jörð. Á þessu svæði voru
og eru jafnvel enn mikil snjóa-
lög sem leysir nú hratt. Í ofaná-
lag hefur verið töluverð úrkoma
á þessu svæði síðustu daga. Við
slíkar aðstæður verður þunnt og
frostlaust jarðvegslag auðveld-
lega vatnsósa og getur skriðið af
stað undan eigin þunga.
Því telja Almannavarnir það
viðbúið að fleiri skriður geti fall-
ið næstu daga á svæðum þar sem
aðstæður eru með þessum hætti.
- shá
Þrjár skriður á stuttum tíma:
Varað sterklega
við aurskriðum
DÓMSMÁL Konu voru dæmdar
250.000 krónur í miskabætur í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær,
en hún var handjárnuð í tæpa
klukkustund á meðan húsleit
var gerð á heimili hennar. Leitin
tengdist henni aðeins óbeint, en
unnusti konunnar hafði tengsl
við bifhjólasamtökin Fáfni og
síðar Vítisengla.
Lögregla hafði húsleitar-
heimild vegna rannsóknar á
fjölda alvarlegra ofbeldisbrota
og var talið brýnt að framkvæma
leit á heimilum og dvalarstöðum
hinna grunuðu.
Í dómi segir að konan hafi að
ósekju verið svipt frelsi sínu og
því var fallist á að greiða henni
bætur, en hún hafði farið fram á
600.000 krónur.
- shá
Fékk 250.000 kall:
Saklaus í járn
og fékk bætur
HEILBRIGÐISMÁL Undanfarin ár
hefur það færst í vöxt að for-
eldrar taki það sjálfir að sér að
panta bólusetningu fyrir börnin
sín gegn hlaupabólu. Á hverju ári
veikist fjöldi barna hér á landi af
hlaupabólu og er talið að næstum
allir fái hana fyrir fullorðinsald-
ur. Það getur tekið allt að viku
til tíu daga fyrir sjúkdóminn að
ganga yfir og geta mikil óþægindi
fylgt honum. Talið er að árlega
leggist um nítján manns inn á
spítala vegna hlaupabólu. Lang-
flestir þeirra eru börn.
Síðastliðin tíu ár hefur sér-
stakt bóluefni verið fáanlegt gegn
hlaupabólu hér á landi. Börn eru
ekki bólusett sjálfkrafa í ung-
barnaeftirliti hjá heilsugæsl-
unum heldur þurfa foreldrarnir
að panta bólusetningu fyrir þau.
Bólu efnið heitir varilrix og kost-
ar skammturinn um 8.000 krónur.
Bólusetja þarf hvert barn tvisvar.
Talið er að í einhverjum til-
vikum greini heimilislæknar
foreldrum frá þessu úrræði í
bólusetningu, því vitanlega er
bannað að auglýsa lyf á Íslandi.
Þannig skrifi heimilislæknarnir
út lyfin, foreldrar sæki þau í apó-
tek og þurfa svo að koma aftur til
heimilis læknisins með bóluefnið
og láta bólusetja börnin. Einnig
eru dæmi þess að foreldrar stofni
spjallþræði á heimasíðum og ráð-
leggi öðrum foreldrum að bólu-
setja börnin sín.
Þar til fyrir þremur árum voru
yfirleitt seldir um 50 skammtar
af bóluefninu á ári en síðastliðin
þrjú ár hefur salan aukist. Þann-
ig seldust í fyrra 220 skammtar
af bóluefninu. Lyfið er hins vegar
ófáanlegt í dag og hefur verið um
nokkra hríð.
Þau börn sem fá bóluefnið eru
ekki líkleg til þess að fá hlaupa-
bólu og ef til þess kemur eru ein-
kennin oftast mjög væg.
Í samtali við fréttastofu
365 sagði Þórólfur Guðnason,
yfirlæknir hjá Landlæknis-
embættinu, það hafa verið
skoðað hvort hefja ætti almenna
bólusetningu við hlaupabólu hér
á landi. Samkvæmt rannsókn
sem unnin var við hagfræði-
deild HÍ og birt árið 2009
kostaði hlaupabóla samfélagið
290 milljónir árið 2009. Þar
skipti mestu vinnutap aðstand-
enda barna með hlaupabólu.
Kostnaður við að bólusetja
hvert barn tvisvar hefði verið
156 milljónir og því er ljóst að
þjóðhags legur sparnaður hlytist
af bólu setningunni.
olof@frettabladid.is
lvp@stod2.is
Ódýrara að hefja al-
menna bólusetningu
Foreldrar sjá sjálfir um að láta bólusetja börnin sín. Yfirlæknir hjá Landlæknis-
embætti telur þjóðhagslegan sparnað af því að hefja almenna bólusetningu við
hlaupabólu. Bólusetningarlyfið varilrix er ófáanlegt í apótekum í dag.
MEÐ HLAUPA-
BÓLUNA
Bóluefnið dregur
mjög úr líkunum
á að barn fái
hlaupabóluna. Ef
þau hins vegar
fá hana eru
einkennin mjög
væg.
ERLEND MYND ÚR SAFNI