Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 52
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
Úti á sjó - KK og Maggi Eiríks
Everything Everywhere All the Time - Bedroom Community
Modern Vampires of the City - Vampire Weekend
Í spilaranum
TÓNNINN
GEFINN
Kjartan Guðmundsson
Þegar ég var ungur var lífið einfaldara á flestan hátt, til dæmis þegar kom
að tónleikum erlendra listamanna hér á landi. Nánast frá því að ég byrjaði
að tala og labba (eða var það öfugt?) var reglan langt frá því flókin: Ef ein-
hver útlendingur hélt hér tónleika, burtséð frá því hver það var og hvort
ég fílaði viðkomandi eður ei, var ég mættur í biðröðina (í minningunni var
alltaf grenjandi rigning í þessum biðröðum, ef það myndaðist þá biðröð
yfir höfuð, en líklega er um að kenna
þeirri ósjálfráðu tilhneigingu heilans
að gera meira úr slíkum liðnum
atburðum en efni standa til) til að
kaupa miða. Hverjir einustu hljóm-
leikar voru heimssögulegur viðburður í
augum ungs tónlistarnörds, hvort sem
það voru A-Ha, Kiss, The Smithereens,
The Christians, Meat Loaf, Simply Red
eða The Men They Couldn‘t Hang, og
ég undirbjó mig vandlega fyrir þá alla.
Svo gerðist það upp úr miðjum
tíunda áratuginn að heimsins frægustu
bönd og tónlistarmenn (til þess að gera) hófu að streyma unnvörpum til
landsins til tónleikahalds og áhorfendur, þar á meðal ég, gátu leyft sér að
gerast vandlátir á framboðið. Þessi þróun ágerðist allt fram að efnahags-
hruni, en í kjölfar þess leiðindarugls reyndist það tónleikahöldurum
nánast ómögulegt að gera áætlanir um nokkurn skapaðan hlut því téð
plön fóru svo auðvitað beinustu leið út í bláinn þegar hin grútmáttlausa
íslenska króna hoppaði út og suður og norður og niður.
Í hönd fór afturhvarf til unglingsáranna og það var í raun ekki alslæmt
ástand. Eins skemmtilegt og það hafði verið að geta valið úr gæða-
tónleikum var líka dásamlega nostalgískt að verða pínulítið spenntur yfir
tónleikum með Whitesnake, John Fogerty og Jethro Tull, eingöngu vegna
vitneskjunnar um að fátt annað yrði í boði næstu vikur, mánuði eða ár (að
undanskildum hátíðum á borð við Iceland Airwaves sem einbeitir sér fyrst
og fremst að listamönnum sem eiga eftir að meika það almennilega).
En nú virðist enn og aftur vera að rofa til. Þótt flestir af þeim mörgu
listamönnum sem sækja landið heim í sumar séu í eldri kantinum fáum
við líka nokkra unga og ferska, til dæmis enska rapparann Tinie Tempah
og hinn sjóðheita Frank Ocean. Sá síðarnefndi var eflaust efstur á tón-
leika-óskalista mjög margra og ber að fagna komu hans sérstaklega, eins
og áhugi íslenskrar alþýðu sýnir. Sjálfur legg ég til að til að gæta jafnvægis
verði hinn Ocean-inn, eitíshetjan Billy, líka fluttur inn en allt er þetta auð-
vitað hið besta mál og verður vonandi framhald á. Að minnsta kosti fram
að næsta fjárhagslega áfalli þjóðarinnar.
Allt fram streymir…
...Like Clockwork er fyrsta plata
bandarísku gítarrokkaranna í
Queens of the Stone Age í sex ár,
eða síðan Era Vulgaris kom út.
Hún er jafnframt sú fyrsta með
bassaleikaranum Michael Shuman
og hljómborðs- og gítarleikaran-
um Dean Fertita, en þeir spiluðu
fyrst með sveitinni á tónleikaferð
til að fylgja Era Vulgaris eftir.
Upptökur á … Like Clockwork,
sem kemur út í næstu viku, hóf-
ust í nóvember 2011. Upptökurnar
gengu ekki skammlaust fyrir sig
því trommarinn frá árinu 2002,
Joey Castillo, sagði skilið við
bandið og til að hlaupa í skarðið
var fenginn sjálfur Dave Grohl,
sem trommaði einmitt af mikl-
um þrótti á Songs for the Deaf,
þriðju plötu sveitarinnar. Grohl
er reyndar ekki eini trommar-
inn á plötunni því Castillo kemur
einnig við sögu, rétt eins og Jon
Theodore, sem mun spila með
Queens of the Stone Age á kom-
andi tónleikaferð.
Fyrir upptökurnar var hóað
í gamla vini, söngvarann Mark
Lanegan úr Screaming Trees
sem hefur áður starfað með
bandinu og fyrrverandi bassa-
leikarann Nick Oliveri. Óvæntur
gestur var Sir Elton John, sem
hringdi í Homme og spurði hvort
hann vildi ekki starfa með alvöru
drottningu. Auk þess lögðu Trent
Reznor, Alex Turner úr Arctic
Monkeys og Jake Shears úr Scis-
sor Sisters sitt af mörkum. „Fyrir
allt það sem gekk ekki upp gekk
eitthvað annað upp í staðinn,“
sagði forsprakkinn Josh Homme
um upptökurnar. „Einn daginn
ertu í partíi með trommaranum
þínum til tíu ára en þann næsta
mætir Elton John á svæðið.“
Queens of the Stone Age leyfði
aðdáendum sínum að hlusta á nýju
plötuna á iTunes fyrr í vikunni og
hafa undirtektirnar verið góðar.
Smáskífulaginu My God Is The
Sun hefur verið vel tekið og fór
það til að mynda beint á topp vin-
sældalista X-ins 977 skömmu eftir
útgáfu.
Fáir dómar hafa birst um plöt-
una en vefsíðan All Music er yfir
Gamlir og nýir vinir
lögðu sitt af mörkum
Fyrsta plata rokkaranna í Queens of the Stone Age í sex ár kemur út eft ir helgi.
Á TÓNLEIKUM
Josh Homme
á tónleikum
Queens of the
Stone Age í Los
Angeles fyrir
skömmu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Queens of the Stone Age var
stofnuð árið 1996 upp úr fyrri
hljómsveit Josh Homme, Kyuss.
Sveitin átti upphaflega að heita
Gamma Ray en varð að breyta
nafninu sínu vegna þess að þýsk
hljómsveit með sama nafni
hótaði málshöfðun.
➜ Átti að heita
Gamma Ray
Queens of
the Stone
Age spilaði í Egilshöll árið
2005 ásamt Foo Fighters.
2005
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
Sæti Flytjandi Lag
1 Daft Punk / Pharrell Get Lucky
2 Justin Timberlake Mirrors
3 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason
4 Robin Thicke Blurred Lines
5 Valdimar Beðið eftir skömminni
6 Emmelie de Forest Only Teardrops
7 Eyþór Ingi Ég á líf
8 Capital Cities Safe and Sound
9 Mammút Salt
10 Macklemore & Ryan Lewis Can’t Hold Us
Sæti Flytjandi Plata
1 Ýmsir Eurovision Song Contest 2013:
Malmö
2 Daft Punk Random Access Memories
3 KK & Maggi Eiríks Úti á sjó
4 Ýmsir Pottþétt 59
5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
6 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music
7 Bubbi Morthens Stormurinn
8 Of Monsters and Men My Head Is an Animal
9 Björk Gling gló
10 Ýmsir Tíminn flýgur áfram
23.5.2013 ➜ 29.5.2013
sig hrifin og gefur henni fjórar
og hálfa stjörnu af fimm mögu-
legum. Fram undan hjá hljóm-
sveitinni er spilamennska á hinum
ýmsu tónlistarhátíðum í sumar,
þar á meðal á Hróarskeldu í Dan-
mörku, Benicassim á Spáni og á
Lollapalooza í Chicago.
freyr@frettabladid.is