Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 6
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
VESTMANNEYJAR Húkkaraballið
svokallaða verður haldið með
breyttu sniði í ár. Ballið verður í
fyrsta skipti utandyra og þá sem
Stuðlagaball Gillz.
Þetta staðfestir Egill Einarsson
sjálfur í samtali við Fréttablaðið.
Egill hefur haldið álíka kvöld
undanfarið á landsbyggðinni og
fullt hefur verið út úr dyrum.
Hann kallar sig MuscleBoy á
sviði.
„MuscleBoy hefur einungis
spilað á tveimur böllum. Að fá
svona risaball eftir einungis tvö
gigg er frábært enda er strax
farið að tala um mann sem einn
virtasta DJ landsins,“ segir Egill.
Einnig hefur verið tilkynnt að
Húkkaraballið verði í fyrsta sinn
haldið utandyra í ár. Ástæða þess
að bregða á út af vananum og halda
ballið úti er einföld segir Hörður
Orri Grettisson. Tími sé kominn til
þess að brjóta upp gamlar hefðir
og óviðeigandi hafi þótt að hafa
ballið á íþrótta svæðinu.
„Þetta hefur verið með sama
sniði í mörg ár og okkur langaði
að prófa eitthvað nýtt. Við ætlum
því að reyna að vera úti ef veður
leyfir,“ segir Hörður.
Sjálfur segist Egill spenntur að
fá að spila utandyra. „Mér líst líka
mjög vel á það hjá Þjóðhátíðar-
nefndinni að halda ballið úti núna.
Það væri rosalegt að sjá „glow-
stickin“ í smá rigningu í takt við
alvöru tónlist,“ segir Egill og tekur
fram að það sé mikill heiður fyrir
sig að fá að taka þátt í hátíðinni
með þessum hætti.
„Ég fór á mínu fyrstu Þjóðhátíð
tveggja ára og á mikið af frænd-
fólki í Eyjum. Ég sagði við Tinnu
Tomm frænku mína þegar ég var
sex ára að ég myndi einhvern
tíma spila á Þjóðhátíð. Hún grét
úr hlátri, en hver hlær í dag?“
spyr Egill kíminn.
maria@frettabladid.is
Þetta hefur verið
með sama sniði í mörg ár
og okkur langaði að prófa
eitthvað nýtt.
Hörður Orri Grettisson
í Þjóðhátíðarnefnd.
EGILL EINARSSON Hlakkar til að spila sem MuscleBoy á Húkkaraballinu í Eyjum um
verslunarmannahelgina.
MÖGULEGT ÚTLIT Fallið var frá því að
rífa Vallarstræti 4 og er viðbótarbygg-
ingarmagn á lóðinni minnkað í nýja
deiliskipulaginu fyrir Landsímareitinn.
MYND/REYKJAVÍKURBORG
SKIPULAGSMÁL Deiliskipulag á
Landsímareitnum við Austurvöll
var samþykkt í Skipulagsráði í
gær. Allir greiddu atkvæði með
því nema fulltrúi Vinstri grænna.
Í meginatriðum felur breytingar-
tillagan í sér að öll eldri húsin á
reitnum fái að standa. Nýbygg-
ingar eru byggðar í bilin á milli
húsanna. Aðrar breytingar núver-
andi húsa miða að því að gera á
þeim lítilsháttar breytingar.
Undanfarin ár hefur deiliskipu-
lag Landsímareitsins, eða Kvosar,
verið til endurskoðunar. Árin 2008
og 2009 voru auglýstar breytingar
á deiliskipulagi reitsins vegna
óska lóðarhafa um að nýta upp-
byggingarheimildir samkvæmt
gildandi deiliskipulagi og byggja
hótel við Vallarstræti. Vegna
fjölda athugasemda sem bárust,
meðal annars vegna tónleika-
staðarins Nasa, ákvað Skipulags-
ráð að efna til opinnar samkeppni
um framtíðarsýn svæðisins. Deili-
skipulagstillaga var unnin í fram-
haldi af niðurstöðu keppninnar,
sem ASK arkítektar unnu.
Meðal þeirra sem hafa and-
mælt skipulaginu er Alþingi. Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrr-
verandi forseti Alþingis, lýsti yfir
harðri andstöðu við byggingu nýs
hótels á reitnum. - ósk
M
YN
D
/Ó
SK
AR
P
. F
RI
Ð
RI
KS
SO
N
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/A
RN
ÞÓ
R
FENDT DIAMANT VIP 700 LUXUS hjólhýsi árg. 2007, með fortjaldi og sólpalli,
staðsett að Hellishólum í Fljótshlíð
- HJÓLHÝSIÐ er hlaðið aukabúnaði: 2 sjónvörp, 2 DVD, sér sturta 120X120, 2
vatnshitarar 2X14L, arinn leður og fl. –Hellulögn ca 30m2 er undir húsinu.
- FORTJALDIÐ er 3X7,5m og fylgir því nett polyrattan sófasett, 2 sófaborð, 2
gasofnar, 4 skápar undir allt sem þarf að nota og fl.
- SÓLPALLURINN er ca 100fm2 og fylgir útivaskur með vatnshitara þannig að
það er bæði heitt og kalt vatn. Vatnshitarinn skilar 60L af 70 stiga heitu vatni
per mín. sem nægir í heitan pott. Einnig fylgir geymsla fyrir verkfæri, geymsla
fyrir útihúsgögn og fl.
Drauma aðstaða fyrir fólk sem vill njóta þess besta, þarna er einn vinsælasti
og flottasti golfvöllur landsins, veitingahús með allri þjónustu og stutt í
fallegustu perlur landsins.
UPPLÝSINGAR Í SÍMA: 895-0967
TIL SÖLU
TIL SÖLU
NEW YORK „Þeir héldu að
byssukúlan myndi þagga
niður í okkur. En þeim tókst
það ekki,“ sagði pakistanska
stúlkan Malala Júsafsaí þegar
hún ávarpaði æskulýðsþing
Sameinuðu þjóðanna í gær, á
sextán ára afmælisdegi sínum.
„Hryðjuverkamennirnir
héldu að þeir myndu breyta
markmiðum mínum og stöðva
metnað minn. En ekkert
breyttist í lífi mínu nema
þetta: Veikleikinn, óttinn og
bjargarleysið hvarf. Styrkur,
hugrekki og kraftur fæddust.“
Malala var á leið heim
úr skólanum í þorpi sínu í
Swat-dalnum í Pakistan þann
9. október síðast liðinn þegar
maður réðst inn í skólabílinn og
skaut á hana og vinkonu hennar.
Hún var nokkru síðar flutt á
sjúkrahús í Bretlandi, þar sem
hún býr enn ásamt fjölskyldu
sinni og hefur náð heilsu.
Hún hafði vakið athygli
heimsins á unga aldri
fyrir dagbók sína á netinu
og ötula baráttu gegn
hryðjuverka mönnum tali bana-
hreyfingarinnar, sem gert höfðu
líf hennar og nágranna hennar
óbærilegt.
Hún ætlar að berjast áfram
fyrir menntun barna, einkum
stúlkna, og hvetur þjóðir heims
til að tryggja öllum börnum
ókeypis skólagöngu.
Afmælisdagur hennar, 12. júlí,
hefur verið lýstur alþjóðlegur
Malöludagur. - gb
Malala Júsafsaí staðráðin í að láta hryðjuverkamenn ekki þagga niður í sér:
Berst áfram fyrir menntun
ÁVARPAR ÆSKULÝÐSÞING SAMEIN-
UÐU ÞJÓÐANNA Malala Júsafsaí segist
tala fyrir alla sem ekki geta látið rödd
sína heyrast. NORDICPHOTOS/AFP
PERSÓNUVERND Af hálfu Persónu-
verndar er lagst gegn ákveðnum
ákvæðum frumvarps til breytinga
á lögum um almannatryggingar.
Í frumvarpinu er heimild Trygg-
ingastofnunar ríkisins til að afla
upplýsinga bótaumsækjendur
víkkuð út þannig að það verði
ekki lengur háð samþykki þeirra.
Persónuvernd segir þetta skerða
sjálfsákvörðunarréttur einstak-
linga. Í þessari þróun geti falist
alvarleg ógn við grunnréttinn til
friðhelgi einkalífs. - nej
Almannatryggingafrumvarp:
Talið fela í sér
brot á réttindum
Húkkaraballi breytt
í Stuðlagaball Gillz
Egill Einarsson mun stýra árlegu Húkkaraballi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum. Agli líst vel
á að ballið verði haldið utandyra. Tímabært er talið að brjóta upp gamlar hefðir.
Allir greiddu atkvæði með nýju deiliskipulagi nema fulltrúi Vinstri grænna:
Sátt náðist um Landsímareitinn
FRAKKLAND, AP Troðfull farþegalest fór út af sporinu og rakst á stöðvar-
byggingu í Bretigny-sur-Orge, skammt frá París, í gær. Að minnsta
kosti sex manns létu lífið og tugir særðust, þar af níu lífshættulega.
Þetta er mannskæðasta lestarslys sem orðið hefur í Frakklandi um
árabil. Orsök slyssins er óljós. Tveir vagnanna, sá þriðji og sá fjórði í
lestinni, fóru fyrst út af sporinu og drógu næstu vagna með sér út af
teinunum. - gb
Járnbrautarlest fór út af sporinu skammt frá París:
Sex létu lífið og tugir eru særðir
LESTARSLYS Í FRAKKLANDI Slysið varð í Bretigny-sur-Orge, skammt frá París.
NORDICPHOTOS/AFP