Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 12
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 12
Ef íslenskir söngvarar ætla sér að
lifa af því að syngja er óhjákvæmi-
legt að vera með annan fótinn í
útlöndum,“ segir Hlín Pétursdóttir
Behrens sem starfaði sem óperu-
söngkona í Þýskalandi í tíu ár, en
flutti heim 2004. „Ég fékk heimþrá,
mér fannst ég vera stöðnuð og
alltaf vera að gera það sama. Svo
hittist þannig á að ég fékk vinnu
við kennslu á Íslandi og hafði
hugsað mér að vera heima í eitt ár.
Það vatt upp á sig, ég fór að syngja
meira hér heima og ég er ekkert á
leiðinni að flytja til útlanda en það
er alltaf gaman að fara út að syngja
og ég mun syngja á tónleikum í
Ósló í lok mánaðarins og í Þýska-
landi í desember.“
Ein aðalástæða þess að Hlín
flutti heim var þó hvorki tengd söng
né kennslu. Hún er mikil hestakona
og segist hafa saknað hestanna
mikið á árunum í Þýskalandi. „Ég
er nánast alin upp á hestbaki. Móðir
mín, Ragnheiður Sigurgrímsdóttir,
var einn fyrsti menntaði reiðkenn-
arinn á Íslandi og fyrsta íslenska
konan sem kom fram á Evrópu-
móti íslenska hestsins árið 1975.
Og pabbi, Pétur Behrens, er einn af
stofnendum Félags tamningamanna
og Eiðfaxa. Það þótti meira að segja
frekar skrítið til að byrja með að
ég skyldi ætla að verða söngkona
en ekki hestakona. Hestamennskan
var eitt af því sem dró mig sterkast
heim, enda er hestabakterían ekk-
ert grín. Maður losnar aldrei við
hana.“
Eiginmaður Hlínar, Einar
Jón Einarsson, deilir ekki hesta-
dellunni en er hins vegar ástríðu-
fullur stangveiðimaður og þau
hjónin hafa gert með sér samkomu-
lag. „Díllinn hjá okkur er sá að ef
ég kem honum á hestbak sér hann
mig fyrir sér úti í á að veiða. Ég
fékk meira að segja flugustöngina
í jólagjöf og er búin að rækta hinn
fullkomna hest handa honum, sem
er í tamningu núna. Þannig að það
styttist í þetta hjá okkur.“
Þú ætlar að syngja franska
söngva annað kvöld í tilefni
Bastilludagsins. Hefurðu verið
mikið í Frakklandi? „Nei, þetta
var nú eiginlega tilviljun. Ég fékk
úthlutað þessum degi og það vildi
svo skemmtilega til að ég hafði
ætlað mér að syngja lög eftir
frönsk tónskáld svo þetta passaði.
Ég hef auðvitað oft verið í París og
æfði þar um tíma með alþjóðlegum
hópi, en ég hef aldrei búið í Frakk-
landi.“
Undirleikari Hlínar á tónleik-
unum er Gerrit Schuil píanóleik-
ari, en þau hafa starfað saman af
og til árum saman. „Hann er einn
af þessum flottu píanistum sem
hafa sérhæft sig í að starfa með
söngvurum og það eru fáir sem
hafa jafnmikla reynslu og innsýn
í ljóðatónlist,“ segir Hlín. „Auk
frönsku tónlistarinnar munum
við líka flytja lög við ljóð Hall-
dórs Laxness. Þannig að fólk á von
á góðu á Gljúfrasteini á morgun.“
Hestarnir drógu mig heim
Hlín Pétursdóttir Behrens ætlar að fagna Bastilludeginum með stofutónleikum á Gljúfrasteini
á morgun. Hún hefur þó aldrei búið í Frakklandi en bjó lengi í Þýskalandi þar sem hún söng við
ýmis óperuhús þar til heimþráin og þráin eftir hestunum dró hana heim.
Í stofunni
heima
Gljúfrasteinn var
heimili og vinnustaður
Nóbelskáldsins Halldórs
Laxness og fj ölskyldu
hans í hálfa öld. Í stofuna
streymdu gestir og
þau Halldór og Auður
stóðu þar sjálf fyrir
tónleikahaldi og fl eiri
viðburðum.
Pétur Valmundarson,
útvarpsmaður á FM957
Fer norður í land
Ég ætla mér að leggja land
undir fót og flýja norður í
góða veðrið ef það verður
enn þá þar. Það er góð byrjun
á sumarfríinu.
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Jóna Kristín Hauksdóttir
knattspyrnukona
Búðarrölt og slökun
Á laugardaginn ætla ég að
skella mér á búðarrölt og um
kvöldið fæ ég svo nokkrar
skvísur í heimsókn. Á sunnu-
daginn ætla ég að slappa af
og grilla með fjölskyldunni
um kvöldið.
Óttar Norðfjörð
rithöfundur
Bíó með kærustunni
Á laugardaginn ætlum við
kærastan mín á sýningu
Söru Riel í Listasafni
Íslands, Memento Mori, og
á sunnudaginn stefnum við
á að sjá World War Z sem ég
geri miklar væntingar til.
Hildur Björk Yeoman fatahönnuður
Fjallganga og LungA
Ég er svo heppin að vera á Seyðisfirði í sumar og
ætla að byrja daginn á að fara í fjallgöngu. Um
kvöldið mun ég skella mér á Hótel Ölduna í hið
margrómaða geitaostasalat. Á sunnudaginn byrjar
LungA og þá eru tónleikar með Úlfi Hanssyni í
Bláu kirkjunni sem ég hlakka mikið til að sjá.
HELGIN
Ljósmyndir Páll Jökull Pétursson er
með ljósmyndasýningu í Café Flóru
í Laugardalnum. Myndir hans sýna
hið smáa og fagra sem mörgum er
hulið í plönturíkinu, enda hefur hann
áralanga þjálfun í töku plöntumynda
frá því hann gaf út blaðið Sumar-
húsið og garðurinn.
Sýningin stendur til 11. ágúst og
er opin daglega á opnunartíma Café
Flóru, kl. 10 til 22.
Sýning
Hið smáa, fagra
og hulda
Tónlist Harmonikuhátíð Reykja-
víkur verður haldin í Árbæjarsafni á
morgun, sunnudag, og hefst klukkan
13. Þar koma fram margir af bestu
harmonikuleikurum Íslands, bæði
sem einstaklingar og í hópum. Nefna
má Örvar Kristjánsson, Jónu Einars-
dóttur og Ólaf Kristjánsson, auk þess
sem Suðurnesjahópurinn, Léttsveit
Harmonikufélags Reykjavíkur,
Smárinn og Skæruliðarnir halda uppi
fjöri.
Geisladiskar og nótnahefti með
harmonikutónlist verða til sölu á
staðnum.
Árbæjarsafn
Harmonikuhátíð
HESTAR OG SÖNGUR
Hlín Pétursdóttir
segist hafa alist upp á
hestbaki og það hafi
þótt skrýtið þegar
hún ákvað að leggja
sönginn fyrir sig.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR