Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 13. júlí 2013 | SPORT | 37 GAR ÐIN N BJÖRN JÓHANNSSON VEITIR VIÐSKIPTAVINUM BYKO RÁÐGJÖF VEGNA FRAMKVÆMDA Í GARÐINUM. Hálftíma ráðgjöf kostar 5.900 kr. Sú upphæð nýtist sem inneign þegar keypt er pallaefni í garðinn í BYKO. GARÐA HÖNNU NPANTAÐU RÁ ÐGJÖF VIÐ TILLÖGUR UNNAR Í ÞRÍVÍDD Skráðu þig fyrir 18. júlí á netfangið gudrunhalla@byko.is og í síma 5154144 NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR FÓTBOLTI Dóra María Lárusdóttir spilaði sinn 91. landsleik í jafn- teflinu á móti Noregi í fyrsta leik Íslands á EM og var ein af þeim sem voru búnar að bíða hvað lengst eftir þessum tímamótum. „Það var mikilvægt að ná loksins stigi á stór- móti. Mér skilst að ég sé að nálgast hundrað leiki, þannig að það var mjög kærkomið að ná þessu stigi,“ sagði Dóra María. En hvað finnst henni um að vera að spila úti um allan völl með landsliðinu? „Ég bíð bara eftir kallinu í miðvörðinn eða markið. Það er það eina sem ég á eftir að spila með landsliðinu, held ég. Ég er ánægð með að fá að spila og mér finnst hafa gengið ágætlega í bakverðinum. Ég er ekki búin að spila hann mikið en þetta eru samt orðnir einhverjir fjórir til fimm leikir. Auðvitað er óskastaðan framar á vellinum en ég sætti mig alveg við þetta,“ segir Dóra María. Íslenska liðið tók öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum og þá kom sér vel að hafa Dóru Maríu í hægri bakverðinum. „Það gaf mér færi á að fara framar nokkrum sinnum en ég hefði kannski viljað gera meira af því,“ sagði Dóra. Það var afar áberandi í Noregs- leiknum að Dóra María var ekki mikið að hreinsa boltann fram þrátt fyrir pressu frá norsku sóknar mönnunum. „Mér líður vel með boltann og vil reyna að finna samherjana. Það er ekki nema undir mikilli pressu að ég hendi í eina sprengju,“ segir Dóra María í léttum tón. „Ég hef ekki mikla tilfinningu fyrir því hvar hann ætlar að nota mig en hann mun örugglega rótera liðinu eitthvað enda erum við með marga fríska fætur á bekknum. Ég á von á því að það verði jafnvel ein- hverjar breytingar. Við erum með tvö jöfn lið, byrjunarlið og svo þær sem bíða á bekknum. Við höfum að vera að spila innbyrðis á æfingum og það eru jafnir leikir,“ segir Dóra María. - óój Á bara miðvörð og markvörð eft ir Dóra María Lárusdóttir er fj ölhæfur leikmaður. HEFUR PRÓFAÐ ÝMISLEGT Dóra María hefur spilað úti um allan völl undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ Íslenska landsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands í öðrum leik sínum á EM annað kvöld. Þýska liðið er með eitt stig eins og Ísland en þegar liðin mættust á EM fyrir fjórum árum var þýska liðið með sex stigum meira. „Ég held að þetta jafntefli hjá Þjóðverjum og Hollendingum breyti engu fyrir okkar skipulag. Ég veit svo sem ekki hvort það eru góð eða slæm úrslit. Það hefði samt ekki verið slæmt ef eitt lið sæti eftir með núll stig,“ segir Dóra María Lárusdóttir. „Ég veit ekki hvort þær hollensku voru svona sterkar en ég sá síðasta hálftímann og fannst þýsku stelpurnar ekki sérlega sannfærandi og hrein- lega ólíkar sjálfum sér. Þær héldu boltanum ekki eins vel og voru ekki eins markvissar í því sem þær voru að gera,“ segir Dóra, en hvaða áhrif hafa úrslitin? „Það er hættan að þær þýsku komi tvíefldar til baka en vonandi verða þær bara niðurbrotnar,“ sagði Dóra. Þær þýsku vonandi niðurbrotnar FÓTBOLTI Markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir tók ekki þátt í upp- hitun íslenska kvennaliðsins á æfingu þess í Vaxjö í gærkvöldi. Þóra er enn að ná sér eftir tognun aftan í læri. Þóra og Halldór Björnsson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, fóru saman út á enda svæðisins og tóku saman góða markmannsæfingu. Guðbjörg Gunnarsdóttir var í marki íslenska liðsins á móti Noregi og stóð sig vel. Markmannsstaðan er því í góðum höndum á meðan Þóra er að vinna sig til baka úr meiðslunum og ekki öruggt að Þóra fái tækifærið alveg strax. Þóra tók samt vel á því á „einka- æfingunni“ og er greinilega á réttri leið þó svo að hún hafi ekki náð prófinu fyrir leikinn á móti Noregi. - esá Þóra æfði ein í gær Þóra Björg Helgadóttir er enn að ná sér eft ir tognun. ÞÓRA BJÖRK Tognaði aftan í læri fyrr í sumar og hefur verið í kapphlaupi við tímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.