Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 16
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 16 Við Jói og Gugga hittumst snemma morguns í höfuðstöðvum Sam- hjálpar. Þar er búið að leggja á borð nýlagað kaffi og ilmandi vínar- brauð. Gugga er með kaffi frá Kaffi- tári í pappamáli. „Ég var sendur út í býtið eftir þessu, segir Jói bros- andi og nikkar í átt að pappamálinu. „Já, mig langaði í svona spes kaffi,“ viðurkennir Gugga. „Hún er svo spes hún Gugga,“ útskýrir hann og hlýjan leynir sér ekki. Óendanlega þakklát Jói og Gugga urðu þjóðþekkt þegar sjónvarpsþátturinn Kompás fylgdist með lífi þeirra í neyslu. Nú beinlínis geislar af þeim enda eru aðstæður þeirra gerbreyttar. Gugga: „Mér finnst lífið mitt nú vera innihaldsríkt og gefandi. Það er of mikið að segja að það sé yndis- legt en það er dýrmætt. Ég var búin að búa lengi á götunni og eftir með- ferðina vissi ég ekkert hvert ég ætti að fara. En Samhjálp leiddi mig inn á áfangaheimili hjá sér og þar fékk ég vernd og næði til að taka á sjálfri mér og fá heimili í fyrsta skipti í átta ár. Fyrir það er ég óendanlega þakklát.“ Jói: „Það vildu allir skilja okkur í sundur. Svo endaði það þannig að ég fór á áfangaheimilið Brú og Gugga á Sporið og þannig vorum við bæði undir hatti Samhjálpar. Karlinn hann Villi Svan sem vinnur þar ákvað að treysta okkur og setja málin í okkar hendur. „Þið verðið bara að sanna ykkur,“ sagði hann. Það tók fjóra mánuði. Þá fengum við að búa saman og höfum nú íbúð með öllu og erum orðin dugleg að elda og sinna okkur. Þurfum ekkert að vera á leigumarkaðinum niðri í bæ, hafa samskipti við gömlu félagana eða grafa upp eitthvað gamalt, heldur fáum að eiga nýtt líf í friði. Það er mest um vert.“ Ég vona að ég spilli ekki þeim friði með þessu viðtali. Gugga: „Nei, en við fengum leyfi hjá okkar ráðgjafa því við viljum gera allt rétt. Við höfum gert svo margt rangt. Í neyslunni pælir maður ekki mikið í því. Henni fylgir kvöl og böl. En það fallegasta sem ég hef fengið að hugsa um í þessari edrúmennsku, fyrir utan Jóa minn, eru tvær litlar kisur sem við eigum heima. Þær eru svo kærleiksríkar. Ég hef alltaf verið góð við dýr en hef aldrei getað gefið þeim mat og heimili fyrr.“ Jói: „Ég er ekki kisukarl en þessar taka á móti mér þegar ég kem heim.“ Fólk trúði þessu ekki Hversu lengi eruð þið búin að vera edrú? Jói: „Hvaða mánaðardagur er? 10. júlí? Hjá mér eru það tvö ár, tveir mánuðir og tíu dagar.“ Gugga: Þann 18. þessa mánaðar verð ég tveggja ára og tveggja mánaða en það er ekkert komið að því. Ég tek bara einn dag í einu.“ Hugsið þið stundum um lífið á götunni? Jói: „Nei. Að minnsta kosti alltaf minna og minna. Gamla lífið elti mann samt dálítið inn í edrú- mennskuna. Fólk var ekki alveg að trúa þessu. En þegar maður er búinn að segja nei nokkrum sinnum þá fær maður að vera í friði. Nú fáum við að heyra að við séum góðar fyrirmyndir. En það var bara svo- lítið slæmt fyrst þegar fólk sagði: „Fyrst að þið getið þetta þá geta þetta allir.“ Maður var stimplaður aumingi. Það pirraði mig dálítið.“ Gugga: „Ég tók því líka svona öfugt. Fólk var að segja á fundum: Horfið þið bara á Guggu og Jóa. Þau gátu þetta. Þannig að ég fór að hætta að fara á fundi niðri í bæ. Ég hef alveg þurft að hafa mikið fyrir breytingunum og vinna að batanum á hverjum degi. En við eigum bara að taka einn dag í einu og alls ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Gærdagurinn er búinn, morgun- dagurinn er ekki kominn svo við höfum bara þann dag sem er. Ég var alltaf kvíðin og sá kvíði er ekki alveg farinn. En ég hef verið dugleg að vinna í sárunum mínum.“ Jói: „Já, hún er svaka dugleg. Duglegri en ég stundum. En það er allt í lagi. Hún má það alveg. Það má samt ekki gleymast að það er trúin sem bjargaði okkur í gegnum allt saman. Það að hafa aldrei tapað trúnni, að hafa farið með bænirnar í dýpstu neyslunni, trúandi því að einn daginn fengjum við að stíga upp úr þessu, þetta væri bara reynsla sem við þyrftum að eiga til að miðla af. Hann á efri hæðinni er með áætlun. Hann vill að við séum hér. Þetta er bara lífstíðarprógramm.“ Gugga: „Áður vöknuðum við snemma á morgnana til að redda okkur dópi, annars urðum við svo mikið veik. Þannig gekk dagurinn hjá okkur. Nú snýst hann um að gefa til baka, vera til staðar fyrir aðra og hjálpa fólki að stíga sín fyrstu skref út úr neyslu. Við förum reglu- lega upp í meðferðarheimilið Hlað- gerðarkot og fáum að tala þar, hvort í sinn hálftímann.“ Byrja á að fara á hnén Hvernig líður annars dagurinn hjá ykkur? Jói: „Ég reyni að vera aldrei kominn á fætur seinna en tíu. Byrja alltaf á að fara á hnén á morgnana og þakka fyrir að fá að vakna edrú og biðja Jesú að leiða mig gegnum daginn. Þegar okkur var sagt að við fengjum að búa hér spurðum við á móti hvort við mætt- um taka þátt í þeim störfum sem þarf að vinna innan Samhjálpar og því var vel tekið. Svo ég reyni að hjálpa eitthvað til, ná í matvörur á litla bílnum og skutla einhverju hingað og þangað. Það eru verk og trú sem gefa lífinu gildi.“ Gugga: „Ég er dugleg að fara á fundi og samkomur og mér finnst rosalega gott að vera hér kringum þetta Samhjálparhús. Hér erum við til dæmis á fundum á þriðjudögum. Það er heimadeildin okkar. Þar helli ég upp á kaffi, tek á móti nýju fólki og geng frá eftir fundinn. Mér finnst það gefandi. Svo finnst mér gaman að þrífa þetta hús og held ég standi mig bara þokkalega í því.“ Jói: „Ég hef aldrei séð mann koma valhoppandi út af klósetti með blóm í hendi nema hér og segja: „Hver er að þrífa klósettin? Það er svo gott að pissa hérna.“ En þetta gerðist um jólin.“ Gugga: „Já, þetta var jólastjarna sem hann kom með.“ Jói: „Allir sem starfa hér reynast okkur vel. Það skiptir mig miklu máli að fá að vera einn af … hér fæ ég það. Hér er ekki sagt: „Þú verð- ur!“ heldur „geturðu Jói?“ „Ertu til?“ Ef ég sé tíma og möguleika þá er ég alltaf til. Hef svakalega gaman af að „vera til“. En ég má líka segja nei. Ég þarf ekki að segja já við öllu.“ Gugga: „Ég held að Villi Svan hafi kennt okkur að segja ekki já ef við viljum ekki gera hlutina.“ Eigið þið sérstök áhugamál önnur en edrúmennskuna? Jói: „Stundum þyrfti ég að hafa 50 tíma í sólarhring ef ég ætti að geta sinnt áhugamálunum. En það tekur alveg X ár að hreinsast af drullunni. Nú er áhugamálið að verða bara heill. Ég hef mikinn áhuga á vélum og bílum og að teikna og hanna. Ég er Ísfirðingur og ólst upp á bílaverk- stæði hjá pabba mínum heitnum. Það veganesti hefur alltaf blundað í mér. Ég er flinkur í höndunum og vona að ég eigi eftir fara í Tækni- skólann þó ég sé að verða fimmtíu og fimm ára í desember.“ Gugga: „Ég er fjörutíu og eins. Áhugamálin mín í æsku voru íþróttir og hestamennska en núna snúast þau um fólk og að vera edrú og öðrum fyrirmynd.“ Jesús getur gert allt Jói er frá Ísafirði, en þú Gugga? Gugga: „Ég er úr Vogahverfinu í Reykjavík þar sem ég var alin upp hjá ömmu minni. Ég missti tengslin við hana um tíma en hún er komin inn í líf mitt aftur og það er yndis- legt. Við spjöllum stundum saman í síma í klukkutíma, einn og hálfan. Okkur Jóa þykir báðum æðislega vænt um hana.“ Jói: „Já, hún er sérstök kona.“ Gugga: „Það er ekkert auðvelt að koma úr þessum dópheimi og það verður ekkert allt frábært strax. Ég er samt oftast glöð og aldrei í fýlu. En ég er búin að vera mikið líkamlega veik síðan ég varð edrú, þannig að ég er oft þreytt en geri samt það sem ég þarf að gera. Einn vinur minn vill ekki vera edrú því þá finnur hann svo til. En maður getur það alveg ef maður þráir að vera edrú. Það er magnað. Hann þarna uppi gefur manni kraftinn.“ Jói: „Við eigum okkar góðu og slæmu daga. Ég er líka búinn að ganga í gegnum magasár og gall- steina og um daginn átti ég að vera kominn með hvítblæðiskrabbamein. Gugga: „Jói var mikið veikur og læknarnir voru mjög áhyggjufullir á tímabili. Blóðið hans var allt í ólagi og beinin.“ Jói: „Þetta lýsti sér eins og um hvítblæði væri að ræða en svo var tekinn beinmergur og þá bara fannst ekki neitt. Ég varð var við þegar þetta kom inn í líkamann og svo fann ég það fara út, það var á bænastund inni í herbergi.“ Gugga: „Já, Jesús getur gert allt. Ég trúi rosalega sterkt á hann. Held hann hafi þetta allt saman í hendi sér.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Verk og trú gefa lífinu gildi Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir, betur þekkt sem Jói og Gugga, voru á götunni í átta ár en sneru við blaðinu fyrir rúmum tveimur árum og fóru í meðferð. Nú lifa þau innihaldsríku lífi en hafa þurft fyrir því að hafa. GUGGA OG JÓI „ Það fallegasta sem ég hef fengið að hugsa um í þessari edrúmennsku, fyrir utan Jóa minn, eru tvær litlar kisur sem við eigum heima. Þær eru svo kærleiksríkar,“ segir Gugga sem hér heldur á annarri kisunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nú fáum við að heyra að við séum góðar fyrirmyndir. En það var bara svolítið slæmt fyrst þegar fólk sagði: „Fyrst að þið getið þetta þá geta þetta allir.“ Maður var stimplaður aumingi. Það pirraði mig dálítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.