Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 4
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 139 leiguíbúðir rísa nú á Hamp- iðjureitnum. GUNNLAUGUR A. JÚLÍUSSON hljóp 400 kílómetra án þess að sofa. 2 ár hefur fiskeldisfyrirtæki á Vestfjörðum þurft að bíða eftir svörum frá stjórn-völdum um 7 þúsund tonna stækkun.5 af 56 verslunum merktu allar efnavörur rétt þegar Umhverfisstofnun kannaði merking- arnar. 3 ár er meðalmunur á aldri karla og kvenna við fyrsta barn. 11,4°C var meðalhitinn á Akureyri í júní, og hefur hann ekki verið svo hár í 60 ár. 476 þúsund sauðkindur voru skráðar á Íslandi í fyrra. 6.600 farþegar komu með skemmti-ferðaskipum til höfuðborgar-svæðisins á þriðjudag. 07.07.2013 ➜ 13.07.2013 FÓLK Björgunarsveitir Slysa- varnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu í gær þar sem borist hafði tilkynning um að trilla maraði í hálfu kafi. Vegfarandi sem átti leið um Skötufjörðm hringdi í Neyðar- línuna. Sást aðeins í stefni og mastur bátsins samkvæmt hringjanda. Björgunarbátar og skip voru strax send á staðinn ásamt nokkrum björgunarmönnum á landi. Engin trilla reyndist vera í firðinum en talið er líklegt að um kræklingabauju hafi verið að ræða. Vegfarandinn er þó sagður hafa brugðist hárrétt við. - nej Björgunarsveitir kallaðar út: Sokkin trilla reyndist bauja LEIÐRÉTTING Vegna fréttar í blaðinu í gær er tekið fram að hjúkrunarheimilið Eir hefur fengið greiðslustöðvun en er ekki komið í þrot. PERSÓNUVERND Persónuvernd gagnrýnir breytingar á lögum um Hagstofu Íslands þar sem fyrirhuguð er víðtæk vinnsla persónuupplýsinga. Stendur til að stofna opinberan gagnagrunn til þess að grípa megi til aðgerða til að greiða úr fjárhagsvandna fjölskyldna og einstaklinga. Þykir stofnuninni þetta viður- hlutamikil afskipti af friðhelgi einkalífs sem séu órökstudd í frumvarpinu, sérstaklega þar sem ekki þykir vera nauðsyn til þess að grípa til aðgerðanna. Persónuvernd tekur fram að ef nauðsyn teljist til staðar sé þörf á endurbótum á frumvarpinu. - nej Gagnrýna lög um Hagstofu: Óþörf afskipti af friðhelgi LÖGREGLUMÁL Stefán Logi Sívars- son og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásar- málum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en Stefáns Loga var enn leitað í gær. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuð- borginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, gekk hins vegar enn laus í gærkvöldi. Hann er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokks- eyrarárásin hafi þó verið sérstak- lega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir. stigur@frettabladid.is Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Lögregla leitaði enn í gær að Stefáni Loga Sívarssyni, meintum höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. ÚRSKURÐAÐIR Í VARÐHALD Mennirnir tveir sem voru handteknir við Laugarvatn í fyrrakvöld voru úrskurðaðir í tólf daga gæsluvarðhald í gær. HÚSIÐ Á STOKKSEYRI Manninum var haldið í þessu húsi á Stokkseyri og hann pyntaður þar. STEFÁN LOGI SÍVARS- SON Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Mánudagur Strekkingur með NA-ströndinni en annars hægari. KÓLNANDI um norðanvert landið næstu daga og dregur úr sólskini þar á morgun en suðaustanlands verður hins vegar bjart með köflum. Ef norðanátt mánudagsins nær suður yfir heiðar gæti orðið bjart eða bjart með köflum sunnanlands þann dag. 10° 4 m/s 10° 5 m/s 10° 5 m/s 11° 10 m/s Á morgun Strekkingur með SA-ströndinni en annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 13° 10° 13° 10° 8° Alicante Aþena Basel 29° 33° 29° Berlín Billund Frankfurt 24° 25° 25° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 25° 22° 22° Las Palmas London Mallorca 28° 30° 32° New York Orlando Ósló 27° 30° 24° París San Francisco Stokkhólmur 25° 19° 23° 9° 2 m/s 11° 5 m/s 13° 2 m/s 9° 4 m/s 12° 2 m/s 10° 2 m/s 6° 5 m/s 11° 9° 13° 13° 10°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.