Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.07.2013, Blaðsíða 50
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 30 „Ég er akkúrat að fara með barna- barnið út,“ segir Alfreð Gíslason sem er í vikufríi á Akureyri núna að heilsa upp á börnin og barnabörnin. Íþróttaráð Akureyrar og Afreks- sjóður Akureyrar nýttu tækifærið og heiðruðu kappann við hátíðlega athöfn í Hofi á fimmtudaginn, enda hefur hann átt ríkan þátt í uppgangi handboltans þar í bæ og á Íslandi öllu. Alfreð hefur búið í Þýskalandi síðustu fimmtán ár og er núna að þjálfa í Kiel en skreppur heim til Akureyrar þegar hann getur komið því við. „Ég á þrjú börn og tvö barna- börn og þau eru öll hér fyrir norðan eins og er. Við fórum út fimm saman, á sínum tíma, við hjónin og börnin. Sá yngsti var tveggja ára ef ég man rétt. Hann flutti heim frá Þýskalandi í fyrra til að fara í skóla hér þannig að við erum bara orðin tvö eftir úti, hjónin. Þannig er gangurinn í þessu. Krökkunum líkar mjög vel hér og þetta hefur þróast svona,“ segir hann. Þau hjónin eru þó ekki á heim- leið í bráð, að hans sögn. „Ég er með samning þarna úti til 2017 og reikna með að halda það út í þessu þjálfara- djobbi eitthvað lengur. Síðan geri ég ráð fyrir að þegar ég, einhvern tímann, hætti því verði ég til skiptis á Íslandi og í Þýskalandi. Það er svona stefnan. Mér líkar mjög vel hérna fyrir norðan, hér er hæfilega rólegt.“ Alfreð ólst upp á Brekkunni á Akureyri en á núna íbúð í miðbænum. Einu sinni opnaði hann líka skemmti- staðinn Við Pollinn á Eyrinni á Akur- eyri en kveðst fyrir löngu búinn að koma sér út úr því dæmi. „Það var á síðustu öld. Ég var í sex ár hér fyrir norðan, frá 1991 til ’97. Þá var ég að þjálfa KA. Það voru lærdómsrík ár,“ rifjar hann upp. Alfreð er ánægður í Þýskalandi. „Mér líkaði geysilega vel í Magde- burg, við vorum þar í næstum sjö ár og eigum hús á milli Magdeborgar og Berlínar, sem við notum eins og sumarhús eins og er. Nú er ég búinn að vera fimm ár í Kiel og það er líka fínt. Klúbburinn er góður og svo er þægilegt að vera við Eystrasaltið. Sjórinn togar alltaf í mig. Það er frábært að búa í Þýskalandi og mjög góð blanda að vera ýmist þar og hér á Akureyri.“ gun@frettabladid.is TÍMAMÓT Alfreð Gíslason fæddist á Akureyri árið 1959 og ólst þar upp. Undir stjórn hans náði KA sínum besta árangri; varð bikarmeistari í tvígang og Íslandsmeistari og deildar- meistari. Hann lék í landsliði Íslands í mörg ár og þjálfaði það um tíma. Alfreð hefur frá árinu 1997 þjálfað í Þýskalandi og meðal annars gert Magdeb- urg og Kiel að Þýskalands- og Evrópumeisturum. Honum hefur hlotnast fjöldi einstaklings verðlauna bæði sem þjálfara og leikmanni. Alfreð þjálfar lið Kiel í dag og þykir einn sá færasti í sínu fagi. Heimild: www.akureyri.is Einn sá færasti Sjórinn togar alltaf í mig Alfreð Gíslasyni handboltakappa var í vikunni veitt heiðursviðurkenning íþróttaráðs Akureyrar og Afrekssjóðs Akureyrar. Auk þess fékk hann sérstök heiðursverðlaun KA. ALFREÐ KÁTUR Á AKUREYRI „Það er frábært að búa í Þýskalandi og mjög góð blanda að vera ýmist þar og hér á Akureyri.“ MYND/AKUREYRARSTOFA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA VALDEY JÓNSDÓTTIR áður til heimilis að Móabarði 25 í Hafnarfirði, andaðist miðvikudaginn 3. júlí á Sólvangi í Hafnarfirði. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. júlí kl. 13.00. Ester Eyfjörð Ísleifsdóttir Ásgrímur Jónas Ísleifsson Sigrún Hrönn Baldursdóttir Birgir Ísleifsson Ástrún Ósk Ástþórsdóttir Kristmann Már Ísleifsson Lilja Björk Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGUR PÉTUR JÓNSSON er andaðist sunnudaginn 7. júlí sl. á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. júlí kl. 13. Svanhvít Sigurlinnadóttir Páll Þór Bergsson Rakel Ólöf Bergsdóttir Anna Gyða Bergsdóttir Eysteinn Sigurðsson Vilhelmína Roysdóttir Hafdís Sigrún Roysdóttir Jóhann Þorsteinsson Sigurður Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa GUNNLAUGS PÁLMA STEINDÓRSSONAR forstjóra Sóltúni 10, Reykjavík. Steindór Gunnlaugsson Halldóra Lydía Þórðardóttir Haraldur Páll Gunnlaugsson Bolette Møller Christensen Bryndís Dögg Steindórsdóttir Haukur Eggertsson Gunnlaugur Egill Steindórsson Karla Baasch Christensen Emilía Björk Hauksdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HEIMIR RÖGNVALDSSON Brekkuhvammi 7, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu- daginn 5. júlí. Jarðsungið verður frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. júlí kl. 13.00. Kristín Bjarnadóttir Sigurlaug Helga Emilsdóttir John H. Frantz Birna Guðmundsdóttir Vignir Guðmundsson Guðný Á. Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR MAGNÚSSON Helgubraut 1, Kópavogi, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 11. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásdís Ingimundardóttir Kristinn Jóhann Ólafsson Steinþóra Þórisdóttir Olga María Ólafsdóttir Magnús Garðar Friðjónsson Davíð Ólafsson Oksana Ólafsson Erla Björk Ólafsdóttir Einar Þór Samúelsson Gauti Ólafsson Andrea Símonardóttir og barnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.