Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 2
24. júlí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VIÐSKIPTI Tryggvi Pálsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, segir að tæplega eins prósents eignarhlutur starfsmanna í hluta- bréfum í bankanum sé einungis tengdur uppgjöri ríkisins við gamla Landsbankann. Hann sé ekki vísbending um að tekið verði upp kaupaukakerfi í framtíðinni. Starfsmenn Landsbankans eignuðust hlutabréfin vegna samnings um fjárhagslegt upp- gjör milli ríkisins og gamla og nýja Lands bankans. Kröfu hafar gamla Landsbankans vildu að starfsmenn sem ynnu að lána- málum bankans yrðu í einhvers konar hvata- kerfi. Íslenska ríkið féllst á slíkt kerfi svo lengi sem það næði til allra starfs- manna bankans. „Allir þeir fastráðnu starfs- menn sem unnu hjá bankanum frá því að samningurinn var gerður þangað til í mars á þessu ári fá hlut í bankanum,“ út skýrir Tryggvi. Hluturinn hafi verið reiknaður bæði út frá starfshlut- falli og launum. Tryggvi segist persónulega vera tortrygginn á kaupaukakerfi almennt. „Ég tel að oft sé verið að launa einhverjum fáum fyrir það sem er starf margra og því sé erfitt að sníða kaupaukakerfi þannig að það sé réttlátt og taki tillit til langtímahagsmuna,“ segir Tryggvi. Ekki séu uppi áform um að taka upp slíkt kerfi í Lands- bankanum. - le Ekki áform um að taka upp kaupaukakerfi í Landsbankanum í framtíðinni: Segir kaupaukakerfi liðna tíð TRYGGVI PÁLSSON MANNLÍF „Það er mér til efs að margar íslenskar myndir hafi fengið annað eins áhorf á tveimur árum,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyja- fjallajökli. Hundrað þúsundasti gesturinn kom á gestastofu fjöl- skyldunnar fyrir helgi. Þar ber að líta heimildarmynd sem Ólafur gerði í samvinnu við Svein Sveinsson hjá Plús film og fjallar um raunir fjölskyldunnar í sam- neytinu við dyntótta náttúruna á eldfjallaslóð. Hann renndi ekki grun í að líf fjölskyldunnar ætti eftir að taka slíkum breytingum þegar hún ákvað að setja upp gestastofu við þjóðveginn fyrir tveimur árum. Eiginkonan Guðný Valberg og dæturnar Inga Júlía og Þuríður Vala, hafa vart undan við að sinna gestum. „Það komu hérna 720 gestir um daginn, það var svolítið strembið,“ segir Ólafur. Til samanburðar má geta þess að rúmlega 111 þúsund manns sáu íslenskar bíómyndir í kvikmynda- húsum árið 2010. Allt stefnir í að í ár komi um 60 þúsund manns í Gestastofuna en það sem af er ári hafa um 40 þúsund komið þar við. Hvert safn gæti unað vel við slíkan fjölda en til samanburðar má geta þess að um 20 þúsund komu á Síldarminjasafnið allt árið 2011 og 37 þúsund allt árið 2012 á Listasafn Reykjanesbæjar. Ólafur reynir sjálfur að hlaupa undir bagga með konu og dætrum á Gestastofunni þótt sjálfur hafi hann í mörg horn að líta því hann er bæði korn- og kúabóndi ásamt fleiru. Hann hefur ekki farið varhluta af frægðarsólinni sem þessu umstangi fylgir og játar með semingi að oft sé hann beð- inn um eiginhandaráritun af gestum sem nýlokið hafa við að sjá heimildarmyndina. „Stundum veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé nóg um. En vissulega erum við ánægð að geta frætt ferðamenn um það hvernig það er að búa og lifa í samneyti við íslenska náttúru og jafnvel lagt góðar minningar í farteskið sem ferðamennirnir taka með sér heim.“ Gestirnir hafa tekið undir þá skýringu bóndans að þörf sé á svona stað. „Þeir hafa sagt sem svo að gosið hérna hafi verið heimsatburður svo vissulega sé nauðsynlegt að þeir sem upp- lifðu deili þeirri reynslu,“ segir bóndinn og bíóstjarnan. jse@frettabladid.is Bóndi við jökulinn orðinn bíóstjarna Rúmlega hundrað þúsund manns hafa heimsótt gestastofu fjölskyldunnar á Þor- valdseyri undir Eyjafjallajökli. Þar er sýnd heimildarmynd um fjölskylduna. Gestir segja bóndann vera kvikmyndastjörnu og biðja um eiginhandaráritun hans. MIKIL AÐSÓKN Á GESTASTOFUNA Það var mikill gestagangur í gær sem endranær á Gestastofunni. Í bakgrunni er repjuakur í fullum blóma. MYND/ÓLAFUR EGGERTSSON MANNLÍF Það var greinilegt að borgarbúar höfðu beðið óþreyjufullir eftir sólinni því þegar sólin lét sjá sig í gær tók miðbærinn stakka- skiptum. Setið var við hvert borð á flestum kaffi- og öldurhúsum í miðbænum þegar blaðamaður og ljósmyndari voru þar á stjá. Fasta- kúnninn Gísli Már Helgason var kátur með að geta loksins setið úti við. „Ég ætlaði reyndar ekki að finna sæti en þetta elskulega starfs- fólk kom mér svo fyrir,“ segir hann. Á hverju túni mátti sjá fólk í sól- baði og Austurvöllur var vel nýttur í þeim tilgangi. - jse Fyrsti alvöru sumardagurinn í Reykjavík í gær: Fastakúnninn fann vart sæti FASTAKÚNNINN Á FÖRUM Gísli Már Helgason fer reglulega á Kaffi París en þó er það mun skemmtilegra á sumardögum sem þessum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MANNLÍF Að minnsta kosti átta víkingafélög eru í land- inu en í síðustu viku var eitt slíkt stofnað á Reykja- nesi. Gunnar Víking Ólafsson, formaður Víkinga- félagsins Einherja í Reykjavík, segir að hátt í þrjú hundruð manns séu í félögunum sex. Gunnar Víking segir hátíð Einherja, Ingólfshátíðina, verða sífellt stærri. Þangað komi siglandi alla leið frá Bandaríkjunum víkingar á knerrinum Leif Ericson. Eins sé ekki loku fyrir það skotið að norskir víkingar komi hér við á drekanum Haraldi hárfagra, stærsta knerri í heimi, á Ingólfshátíðin að ári. Í september mun Gunnar Víking fara með hlutverk Haralds harðráða Sigurðssonar Noregskonungs, sem leiddi fjölmennan her gegn Englendingum í orrust- unni í Stafnfurðubryggju eða Stamford Bridge árið 1066. Hann ber engan kvíðboga fyrir því þótt örlög Noregskonungs hafi verið að fá ör í hálsinn í þeirri orrustu. „Nei, ég er bara að reyna að létta mig svolítið því ég verð borinn þarna af velli. Ég er um einn og níutíu svo það er sjálfsagt að létta undir með fólkinu,“ segir vík- ingurinn kankvís. - jse Átta víkingafélög eru í landinu og félagar þeirra um þrjú hundruð: Íslenskir víkingar fara í víking GUNNAR VÍKING STENDUR Í STAFNI Víkingar gera það ekki endasleppt hérlendis sem erlendis. BÚRMA, AP Búrmastjórn hóf í gær að láta lausa 70 pólitíska fanga. Talið er þó að meira en 130 póli- tískir fangar séu í haldi í landinu. Forseti Búrma, Thein Sein, hét því á ferð sinni til Evrópu nýverið að allir pólitískir fangar í landinu fengju frelsið fyrir áramótin næstu. Stjórnarandstæðingar segja hins vegar að enn sé verið að handtaka fólk fyrir að taka þátt í mótmælum. - gb Búrmastjórn efnir loforð: Sjötíu pólitískir fangar fá frelsið LAUSIR ÚR FANGELSI Þeir Win Thaw og Win Hla eru meðal hinna sjötíu fanga sem hafa verið látnir lausir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands hefur sýknað karl af ákæru um líkamsárás vegna neyðar- varnar sjónarmiða. Kona sem beitti hníf í átökunum var hins vegar dæmd í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Þolandi árásarinnar ruddist inn á heimili fólksins með ofbeldi, eftir að hafa fyrr sama kvöld verið vísað burt þaðan. Þykir maðurinn hafa rétt á að slá frá sér í neyð. Konan hafi hins vegar gengið of langt með því að beita hnífi. - sh Sýknaður af líkamsárás: Átti rétt á að verja sjálfan sig Ertu ekkert hrædd um að Aníta hlaupist að heiman? „Nei, hún ratar nefnilega alltaf heim að lokum.“ Bryndís Ernstsdóttir er móðir Anítu Hinriks- dóttur, Evrópu- og heimsmethafa í 800 metra hlaupi. REYKJAVÍKURBORG Ekki er útlit fyrir að öll þau 1.348 börn sem fædd eru árið 2011 komist að í þeim leikskólum sem foreldrar þeirra óska helst. Öllum börnum sem fædd eru á árinu 2011 býðst þó pláss í leik- skólum borgarinnar eftir sumar- leyfi. Alls losnuðu þar 1.330 pláss í leikskólunum í sumar. Eftirspurn eftir leikskólaplássi var mest í Seljahverfi í Breiðholti. Verið að skoða möguleika á því að fjölga þar rýmum. Í fyrra reyndist erfiðast að koma öllum börnum inn á leikskólana í Vesturbæ. - mlþ Allir fá inni í leikskóla: Ekki öll börn fá óskaplássið sitt BÖRN Fjölga á plássum í Seljahverfi. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.