Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 4
24. júlí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 400 hektarar af grasi eru slegnir í Reykjavíkur- borg yfir sumarið. Það jafngildir því að slegnir séu ríflega 500 fótboltavellir. Slegnar verða þrjár til fjórar umferðir á helstu grasblettunum en oftar í almenningsgörðum. FERÐAÞJÓNUSTA Leiðsögumenn telja aðstæður sem þeim er boðið upp á í rútum óviðunandi og krefja rútufyrirtækin um úrbætur. Vinnu- eftirlitið hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til að fara yfir vinnuaðstæður í bílum. „Sumar rútur eru einfaldlega allt of þröngar fyrir leiðsögumennina. Það er ekki gert ráð fyrir því að leiðsögumennirnir hafi lappir, hvað þá að þeir hafi gögn með sér,“ segir Örvar Már Kristins- son, formaður Félags leið- sögumanna. „Öryggisbeltin ná oft bara yfir mjaðmirnar í stað þess að vera þriggja punkta,“ segir Örvar. Þá séu sætin, sem oft eru samanleggjan- leg, mörg þannig að þau myndu ekki teljast boðleg skrifstofufólki í heilan dag, hvað þá leiðsögumönnum sem hossast um misjafna vegi langa vinnudaga. Þá sé það þreytandi til lengdar að þurfa að halda á hljóðnema til að tala við far- þegana í stað þess að vera með handfrjálsan búnað. Örvar segir einnig óþægi- legt að hafa ekki spegla til að sjá farþegana án þess að snúa sér í sætinu. Örvar bendir á að gjarnan sé vel hugsað um aðstöðu bílstjóra, sem sitja margir á sér- stökum loftpúðasætum, en leiðsögumennirnir virðast gleymast. „Ég tel að það ætti ekki að vera erfitt að bæta úr þessu. Ef vinnulöggjöfin segir að fólk eigi að hafa mannsæmandi aðstöðu þá verða rútufyrirtækin að laga þetta,“ segir Örvar. „Ég hef fulla trú á því að rútufyrirtækin hafi mikinn áhuga á að breyta aðstöðu leiðsögu- manna og koma til móts við kröfur þeirra.“ „Við höfum ekki fengið þessar kvartanir,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmda- Leiðsögumenn segja aðstöðu í rútum ekki vera boðlega Leiðsögumenn kvarta undan vinnuaðstöðu í rútum. Óþægileg sæti, léleg öryggisbelti og þrengsli eru meðal umkvörtunarefna. Vinnueftirlitið skoðar málið. Forsvarsmenn rútufyrirtækja kannast ekki við lýsingarnar. ÞRENGSLI Leiðsögu- menn kvarta yfir skorti á fótaplássi, óþægilegum sætum og því að bílbelti fyrir þá séu oft verri en fyrir aðra farþega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KRISTJÁN DANÍELSSON ÞÓRIR GARÐARSSON stjóri rútufyrirtækisins Kynnisferða. Hann segir að haldnir séu reglulegir fundir með bílstjórum og leiðsögumönnum og þetta hafi ekki komið upp á þeim fundum. Þórir Garðarsson, talsmaður rútufyrir- tækisins Allrahanda, segir rútuflota fyrir- tækisins mikið endurnýjaðan og að í rútunum sé pláss fyrir leiðsögumenn eins og Evrópu- staðlar kveða á um. Í bréfi sem Vinnueftirlitið hefur sent fyrir- tækjum í ferðaþjónustu, samtökum atvinnu- rekenda og stéttarfélögum eru fyrir tæki í ferðaþjónustu hvött til að fara yfir vinnu- aðstöðu bílstjóra og leiðsögumanna til að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnu- umhverfi. „Þetta er fyrsta skrefið en við munum í framhaldinu fara yfir hvað þarf að gera,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þró- unar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. brjann@frettabladid.is SUMAR - MARKA ÐUR ELLINGS EN PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 32 05 4 ÞEKKT VÖRU- MERKI Á FRÁBÆRU VERÐI! COLUMBIA SKÓR, CONSPIRACY Dömu, 38,5–41. Herra, 41–47. 17.990 KR. FULLT VERÐ 28.990 KR. – FULLT HÚS ÆVINTÝRA Það er ekki gert ráð fyrir því að leiðsögu- mennirnir hafi lappir, hvað þá að þeir hafi gögn með sér. Örvar Már Kristinsson formaður Félags leiðsögumanna TRYGGINGAMÁL Minni frávik en áður eru í greiðslum Trygginga- stofnunar til lífeyrisþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni, sem senda mun líf- eyrisþegum endurútreikning sem tryggja á að allir fái réttar bætur lögum samkvæmt. „Inn- eignir verða greiddar út 1. ágúst og innheimta krafna hefst 1. sept- ember,“ segir Trygginga stofnun, sem kveður kröfur vegna greiðslna umfram rétt í lang- flestum tilvikum vera innan við 100 þúsund krónur á ársgrund- velli. Sama gildi um inneignir vegna vangreidds lífeyris. - gar Tryggingastofnun ríkisins: Borguðu 51 þúsundi lífeyri TRYGGINGASTOFNUN Skekkja í lífeyri er oftast undir hundrað þúsund krónum. ATVINNULÍF Ekki fæst leyfi til að vinna í sláturhúsi í Borgarnesi þótt það sé hannað í samvinnu við Matvælastofnun. Ástæðan er aðalskipulag sem aldrei kom til framkvæmda. „Það er allt klárt. Við gætum gengið inn, ýtt á takka og hafist handa en þess í stað situr maður og nagar neglurnar,“ segir Guðjón Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Sláturhúss Vestur- lands. Fyrir tæpum tveimur árum keypti Sláturhús Vesturlands gamla stórgripasláturhúsið á Brákarey í Borgarnesi og svo var hafist handa við endurgerð þess í góðu samstarfi við Matvæla- stofnun. Það var svo tilbúið fyrir tæpum fimm mánuðum en þá kom babb í bátinn. Þau tíðindi bárust að aðalskipulag sem gerði ráð fyrir íbúabyggð í Brákarey hefði tekið gildi mánuði áður en félagið keypti sláturhúsið. „Við vissum ekkert af þessu,“ segir Guðjón. Borgar- byggð reyndi svo að gera breyt- ingu á aðalskipulaginu svo starf- semi gæti hafist í sláturhúsinu en Skipulagsstofnun féllst ekki á þá breytingu. Guðjón segir að úr því sem komið er geti það tafist um tvo til tvo og hálfan mánuð að fá breytinguna í gegn. „Þá er nátt- úrlega sláturtíðin í september að baki svo við missum af því,“ segir hann. - jse Sláturhús í Borgarnesi sem endurhannað hefur verið í samvinnu við Matvælastofnun fær ekki leyfi: Nýtt sláturhús fast í gömlu aðalskipulagi ENDURGERT SLÁTURHÚS Í BRÁKAR- EY Allt er til reiðu í húsinu, sem áður var stórgripasláturhúsið í Borgarnesi, nema leyfið, sem er flækt í kerfinu. DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands dæmdi í gær ungan mann í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa árið 2009 nauðgað ungri stúlku sem svaf áfengissvefni á heimili hans. Fimmtán mánuðir refsingar- innar voru skilorðsbundnir, annars vegar vegna þess hversu mjög málið dróst og hins vegar vegna þess að maðurinn var einungis nítján ára þegar hann framdi brotið. Honum er jafnframt gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. - sh Skilorð vegna tafa og aldurs: Átján mánuðir fyrir nauðgun AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Veðurspá Föstudagur Vestan 3-8 m/s. Stöku síðdegisskúrir. SUMAR UM ALLT LAND Blíðan mun vera hér áfram næstu daga og ekki ólíklegt að helgin muni bjóða upp á almennilegt sumarveður. Það kólnar þó um nokkur stig á laugardag og má gera ráð fyrir síðdegisskúrum. 14° 5 m/s 15° 4 m/s 17° 3 m/s 13° 6 m/s Á morgun Hæg breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 16° 15° 18° 20° 20° Alicante Basel Berlín 31° 31° 29° Billund Frankfurt Friedrichshafen 23° 29° 29° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 23° 23° 25° London Mallorca New York 26° 30° 29° Orlando Ósló París 30° 27° 27° San Francisco Stokkhólmur 19° 24° 17° 5 m/s 15° 7 m/s 18° 4 m/s 13° 6 m/s 20° 3 m/s 15° 4 m/s 18° 3 m/s 18° 17° 17° 20° 21° Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.