Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR BÍÓ HEFUR ÁHRIF Á FERÐAVAL Kvikmyndir hafa áhrif á ferðalöngun fólks, að því er kemur fram í könnun sem hotels.com gerði í Danmörku. Svo virðist sem annan hvern Dana langi til að ferðast þegar fallegt um- hverfi er sýnt í bíómynd. Kvikmyndir geta því haft áhrif á næsta áfangastað í sumarfríinu. EKTA AMERÍSKNAUT Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALA! Á BÓLAKAFI Í GRÍNI BJÖRN BRAGI RANNSAKAR GRÍNÞÆTT-INA OG BRANDARANA SEM BREYTTU HÚMOR ÍSLENDINGA Í FRÆÐANDI OG FYNDNUM ÞÁTTUM SEM HEFJAST Á STÖÐ 2 Í ÁGÚST. OZ HEFUR SLEGIÐ Í GEGN HJÁ ÍSLENDINGUM Á FERÐ UM LANDIÐ GAME OF THRONES Tökur hefjast hér á landi á næstu dögum. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 201310. TÖLUBLAÐ 1. ÁRGANGUR DAGSKRÁRBLAÐ STÖÐVAR 2 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 10 2 SÉRBLÖÐ Stöð 2 | Fólk Sími: 512 5000 24. júlí 2013 172. tölublað 13. árgangur SKOÐUN Taka þarf stjórnarskrárbreyt- ingar út úr hráskinnaleik flokkastjórn- mála, skrifar Árni Páll Árnason. 11 MENNING Íris Hera Norðfjörð súpu- gerðardrottning opnar veitingastað í gamla Framsóknarhúsinu. 26 SPORT Aron Jóhannsson fær mikið ábyrgðarhlutverk hjá AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni. 22 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 • www.sm.is 24.990 PANASONIC DMCSZ7 VER ÁÐ ÐUR 34 99. 0 ALVÖRU MYNDAVÉL FYRIR KRÖFUHARÐA NÚ Á ÁÐUR ÓÞEKKTU VERÐI 14.1 milljónir punkta Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla ÁKVEDDU ÞIG Á WOW.IS HEILBRIGÐISMÁL „Staða kynsjúk- dóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfir- læknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Fleiri klamydíusmit hafa greinst á Íslandi nú í ár en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að fimm prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíu- greiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir Baldur við en bendir þó á að taka beri mælingum með fyrirvara. Þótt hér sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sig- mundsdóttir, yfirlæknir á sótt- varnar sviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópu meistarar í klamydíu smitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir Guðrún. - js/ sjá síðu 6 Eigum met í klamydíu Hvergi í Evrópu greinast fleiri á aldrinum 18 til 25 ára með klamydíu en á Íslandi. Íslendingar veigra sér við að nota smokk. Kynhegðun þeirra er óábyrgari en ann- arra Norðurlandabúa. Einkennalaus klamydíusmit oft ástæða ófrjósemisvanda. Samkvæmt rannsókn Laufeyjar Tryggvadóttur faraldsfræðings frá árunum 2004 til 2005 hafði fimmta hver íslenska kona sem fædd var eftir 1973 greinst með kynfæravörtur. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram að ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar. Íslendingar stunda hættulegt kynlíf Bolungarvík 14° NA 5 Akureyri 20° NA 3 Egilsstaðir 18° A 4 Kirkjubæjarkl. 17° A 5 Reykjavík 17° NA 3 BONGÓBLÍÐA Í dag verður hæg austlæg átt og bjartviðri en þokuloft allra austast. Hiti 13-25 stig, hlýjast inn til landsins. 4 HÚSAVÍK Hvalasafnið á Húsavík fær 14.000 Bandaríkjadali, eða um 1,7 milljón króna, í styrk frá auðugum bandarískum hjónum. Hjónin eiga ferðaskrifstofu og komu fyrst hingað til lands með einkaþotu árið 2001. Stórt skemmti- ferðaskip á þeirra vegum siglir til Húsavíkur um helgina. Að sögn framkvæmdastjóra Hvalasafnsins hrifust þau strax af safninu. „Þegar þau heyrðu af baráttu okkar við að fá til Húsavíkur beina- grind af steypireyði sem Náttúru- fræðistofnun er með hjá sér núna langaði þau að hjálpa til,“ segir Einar Gíslason, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík. Eftir að steypireyðina rak á land á Skaga árið 2010 voru beinin þurrk- uð og hreinsuð. Nokkur sveitarfélög sýna þeim áhuga. Það var þó Hvalasafnið á Húsavík sem fyrst falaðist eftir grindinni. Undirbúningur fyrir flutning beinanna þangað hefur staðið í þrjú ár. Einar segir að féð muni koma sér einkar vel. „Féð fer allt til verkefnisins sem snýr að því að fá steypireyðar- grindina, hér á hún heima,“ segir Einar. Sérstök móttöku athöfn ver ð u r fy r i r hjónin á sunnudag. - mlþ Styrkur frá bandarískum hjónum sem stefna skemmtiferðaskipi á Húsavík: Fjórtán þúsund dalir í hvalasafn ATVINNULÍF Engin starfsemi fer fram í Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi þótt sláturhúsið hafi verið tilbúið í tæpa fimm mánuði. „Það er allt klárt. Við gætum gengið inn, ýtt á takka og hafist handa en þess í stað situr maður og nagar neglurnar,“ segir Guð- jón Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Sláturhúss Vesturlands. Ástæðan er sú að aðalskipulag sem gerði ráð fyrir íbúabyggð í Brákarey, þar sem sláturhúsið er, tók gildi skömmu áður en Slátur- hús Vesturlands keypti húsið. Borgarbyggð reyndi að breyta aðalskipulaginu en Skipulags- stofnun féllst ekki á breytinguna svo málið tefst um að minnsta kosti tvo mánuði enn. „Þá er náttúru lega sláturtíðin í septem- ber að baki svo við missum af henni,“ segir Guðjón. - jse/ sjá síðu 4 Klemma í Borgarnesi: Sláturhús fast í aðalskipulagi PRINSINN NÝFÆDDI Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins leyfðu almenningi og fj ölmiðlum að sjá aðeins í kollinn á nýja ríkisarfanum þegar þau héldu heim af sjúkrahúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hundrað þúsund gestir Hjónin á Þorvaldseyri undir Eyjafjöll- um hafa tekið á móti eitt hundrað þúsund gestum í safni sínu. Gestir fá eiginhandaráritanir hjá Ólafi Eggerts- syni bónda. 2 Ekki meiri kaupauki Hlutabréfagjöf Landsbankans til starfsmanna er ekki vísbending um frekari kaupauka, segir formaður bankaráðs. 2 Fer illa um leiðsögumenn Leið- sögumenn kvarta undan óþægilegum sætum, lélegum öryggisbeltum og þrengslum í rútum. 4 Lítið fyrir dósirnar Skilagjald fyrir einnota umbúðir drykkjaríláta er í sumum tilfellum meira en fjórfalt hærra í Danmörku en hér. Samt eru skilin á Íslandi um níutíu prósent. 8 EVRÓPA Undanfarna tvo áratugi hefur fiðrildum fækkað um helm- ing í Evrópuríkjum. Þetta þykir sterk vísbending um að margar tegundir fiðrilda og annarra skor- dýra í Evrópu verði brátt komnar í útrýmingarhættu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá umhverfisstofnun Evrópusam- bandsins, EEA. Í skýrslunni segir að meginor- sökina sé að finna í breyttri land- nýtingu. Eftir því sem stærra land- svæði er tekið undir landbúnað dregur úr möguleikunum á fjöl- breyttu lífríki. - gb Áhrif breyttrar landnýtingar: Helmingi færri fiðrildi í Evrópu FIÐRILDI Á ÍTALÍU Fækkun fiðrilda þykir vísbending um æ fábreyttari lífs- skilyrði. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.