Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. júlí 2013 | SKOÐUN | 11 Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frum- varp það til breytinga á stjórnar skrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breyt- ingar á stjórnarskrá á yfir- standandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnar- skrárbreyting þarf sam- kvæmt ákvæðinu sam- þykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðar- atkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórn- málaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráð- herra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna til- lögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undan- genginna ára: Tillögum stjórn- lagaráðs og niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnar skrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðlegg- ingum Feneyjanefndar Evrópu- ráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnar- skrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendur skoðun stjórnar skrár fyrir síðustu þingkosningar. Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endur- skoðunarvinnu einhverjum miss- erum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnar- skrárbreytingar út úr þeim hrá- skinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrár- breytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víð- tækur stuðningur við breytingar- ákvæðið í endanlegri atkvæða- greiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfald- ast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrár- breytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitar- stjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forseta- kosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnar skrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein. Ný tækifæri til breytinga á stjórnarskrá STJÓRNARSKRÁ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Hva? Þetta er bara grín! Þetta fá margir að heyra þegar þeir segja að þeim finnist nauðgunarbrand- arar ekkert fyndnir (þ.e. þessir fáu sem þora að segja það upphátt). Hvernig er þetta fyndið? Hvað við þessa gjörð, frá byrjun glæpsins til enda hans, er fyndið? Er það þegar einhver eltir ein- staklinginn og bíður eftir að ná færi, eins og rán- dýr? Er það fyndið? Eða er það þegar fórnarlambinu er náð, því er hent einhvers staðar niður, haldið gegn vilja sínum, og það er byrjað að rífa utan af því fötin? Er það á þeim tímapunkti sem ég á að hlæja að frásögninni? Eða er það þegar einhver treður einhverju inn í líkama annars einstaklings – gegn vilja hans – og brýtur á honum, sem við eigum að hlæja? Eða er það þegar fórnarlambinu er hótað, sagt að halda kjafti, „þú vilt þetta innst inni“, sem húmor- inn birtist? Getur einhver útskýrt fyrir okkur hinum, þessum „húmors- lausu“, hvenær við nákvæmlega eigum að hlæja? Þolendum finnst brandararnir slappir Það eru góðar líkur á því að þú þekkir einstakling sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Kannski veistu það, kannski ekki. Kynferðisofbeldi er svo svimandi algengara en flestir gera sér grein fyrir. Ég þekki því miður nokkra einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðis- ofbeldi. Þeim finnst svona brandarar svolítið slapp- ir. Þessir einstaklingar upplifðu ýmis einkenni áfalla- streituröskunar í kjölfarið, eiga oft erfitt með að treysta annarri manneskju aftur, eru hræddir við einveru (eða hóp af fólki), fá mar- traðir, eiga jafnvel erfitt með að njóta kynlífs. Þú veist, af því þetta er svo hrikalega fyndið, manstu? Vandamálið við nauðgunar- brandara er m.a. þetta. Nauðgarar sem heyra þig segja slíkan brand- ara eða bara sjá þig hlæja að honum, gætu litið á það sem þitt samþykki: „Sko, þetta er allt í lagi, þau bara þora ekki að viður- kenna það.“ Næst þega r þú seg i r nauðgunar brandara, eða hlærð að honum, þarftu þá ekki að vera alveg viss um að enginn, enginn, í kringum þig hugsi sem svo að þú sért að samþykkja þennan glæp? Þá hugsar þú auðvitað með þér: „Hva, ég þekki enga nauðgara!“ En veistu það fyrir víst? Það er ekkert fyndið við nauðgun. Við vitum það öll. Verum óhrædd við að segja það upphátt. Nauðgun er svo hrikalega fyndin SAMFÉLAGSMÁL Jóhanna Ýr Jónsdóttir framkvæmdastýra Forvarnahóps ÍBV Það virðist hafa farið mjög í vöxt að undan förnu að menn noti forsetninguna á þar sem færi mun betur að nota for- setninguna til, að mínu viti. Það er engu líkara en að nútímafólk hér á landi forðist þá síðarnefndu eins og heitan eld- inn. Það er ekið á Akranes, Seyðisfjörð, Ísafjörð og Akureyri svo að örfá dæmi séu nefnd. Ég ek hins vegar til Akur- eyrar og þegar þangað er komið ek ég á Akureyri, mínum gamla heimabæ. Væri ekki þessum bögubósum jafnvel trúandi til þess að taka upp á þeim fjanda að nota þessa eftirlætisforsetningu sína um t.a.m. flugferðir til annarra landa og segja að fljúga á Róm, London, París og New York. Ætli að íbúar síðastnefndu borgarinnar séu ekki orðnir fullsaddir á því að flogið sé á borgina þeirra. Forsetningin á sækir heldur betur á ÍSLENSKT MÁL Halldór Þorsteinsson fyrrverandi skólastjóri Málaskóla Halldórs ➜ Það er ekið á Akranes, Seyðis- fjörð, Ísafjörð og Akureyri svo að örfá dæmi séu nefnd. Ég ek hins vegar til Akureyrar og þegar þangað er komið ek ég á Akureyri, mínum gamla heimabæ. ➜ Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfi r lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. ➜ Hvernig er þetta fyndið? Hvað við þessa gjörð, frá byrjun glæpsins til enda hans, er fyndið? www.volkswagen.is Fullkominn ferðafélagi Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar frá 6.180.000 kr. Volkswagen Tiguan er einn best búni sportjeppinn á markaðnum. Fullkomið leiðakerfi fyrir Ísland sér til þess að þú ratir alltaf rétta leið. Svo getur komið sér vel að hafa rétta aukabúnaðinn. Volkswagen Tiguan fáanlegur með lykillausu aðgengi Eyðsla frá 5,8l/100 km

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.