Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 8
24. júlí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 VIÐSKIPTI Áskrifendum afþreyingarfyrirtækisins Netflix hefur fjölgað um 630 þúsund í Bandaríkjunum á þessu ári og hafa hlutabréf fyrirtækisins tvöfaldast um leið. Einnig hefur fyrirtækið bætt við sig 610 þúsund áskrifendum utan Bandaríkjanna og þá aðallega í Bretlandi og Brasilíu. Netflix er leiga á netinu sem gerir áskrifendum sínum kleift að horfa á ótakmarkað magn af sjónvarpsefni og kvikmyndum fyrir örfáa Bandaríkjadali á mánuði. Tekjur fyrirtækisins eru nú komnar yfir einn milljarð dali á öðrum ársfjórðungi, sem samsvarar um 120 millj- örðum króna. Stóran þátt í velgengni fyrirtækisins má rekja til sjón- varpsþáttanna Arrested Development sem komu í leiguna í maí síðastliðnum. Þættirnir hafa verið lang vinsælastir á leigunni síðan þá. - le Áskrifendum Netflix hefur fjölgað um eina og hálfa milljón á þessu ári: Tvöföldun á hlutabréfum Netflix VELGENGNI NETFLIX Tilkoma sjónvarpsþáttanna Arres- ted Development á stóran þátt í velgengni Netflix. Á myndinni eru leikarar sjónvarpsþáttanna. NORDICPHOTOS/AFP TOYOTA AVENSIS Nýskr. 04/12, ekinn 9 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.490 þús. Rnr.141453. OPEL ANTARA COSMO Nýskr. 06/09, ekinn 109 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.790 þús. Rnr.270346, Allt að 80% lánamöguleikar Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LEXUS IS250 Nýskr. 03/06, ekinn 81 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 280786 LAND ROVER FREELANDER 2 Nýskr. 07/07, ekinn 104 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr.270368. NISSAN PATHFINDER Nýskr. 06/08, ekinn 118 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.390 þús. Rnr.101779. BMW 525 Xi (4x4) Nýskr. 05/06, ekinn 69 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.490 þús. Rnr.190840. CHEVROLET MALIBU Nýskr. 11/12, ekinn 4 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.690 þús. Rnr.270297. Frábært verð 2.790 þús. Tökum notaðan uppí notaðan! Gerðu frábær kaup! UMHVERFISMÁL Skilagjald fyrir einnota drykkjarumbúðir í Dan- mörku er 50 til 357 prósentum hærra í Danmörku en hér á landi, þar sem gjaldið er 14 krónur. Skilagjaldið hér á að hækka með neysluvísitölu og mun væntanlega hækka um eina krónu á næstunni. Hér á landi er eitt gjald fyrir allar umbúðir en í Dan- mörku miðast gjaldið við stærð umbúðanna. Þannig fæst 21 króna fyrir gler upp að hálfum lítra og 64 krónur fyrir stærra gler, 32 krónur fyrir plast undir einum lítra og 64 krónur ef plast- flaskan er stærri en eins lítra. Þá eru þrír verðflokkar fyrir ál- umbúðirnar, allt frá 21 krónu upp í 64 krónur. Skilagjaldið breytist með neysluvísitölu samkvæmt lögum um Endurvinnsluna og var gjaldið 5 krónur við stofnun fyrirtækis- ins árið 1989. Helgi Lárusson, framkvæmda- stjóri Endurvinnslunnar, segir fyr- irtækið hafa óskað eftir hækkun á gjaldinu upp í 15 krónur. Hann telur gjaldið á Norður löndunum ekki endilega betra en hér á landi. Þar sé reksturinn dýrari, meðal annars vegna þess að hægt sé að skila umbúðunum á mun fleiri stöðum. „Ef við skoðum gjaldið í löndum utan Norðurlandanna þá er það svipað og hjá okkur. En vissulega gæti hærra gjald hvatt til meiri skila,“ segir Helgi. En þótt gjaldið sé mun lægra hér en á hinum Norður löndunum eru Íslendingar duglegir að skila einnota drykkjarumbúðum til endurvinnslu. Helgi segir um 87 prósent plastumbúða og um 90 prósent álumbúða skila sér til endurvinnslu, sem sé svipað og á Norðurlöndunum og með bestu skilum í heimi. Helgi segir að fyrirtækið gæti þolað hærra skilagjald. „Það yrði þá að koma í skrefum. Ef við myndum til dæmis hækka gjaldið í einu stökki upp í 25 krónur ættum við ekki fyrir þeim umbúðum sem koma inn til okkar. Það má þó hugsa sér hækkun í skrefum,“ segir Helgi. Endurvinnslan selur um 700 tonn af áli og 1.800 tonn af plasti á ári til frekari endurvinnslu í útlöndum og er ársvelta fyrirtæk- isins um 260 milljónir króna. Verð á áli ræður miklu um hag fyrir- tækisins en það er fremur lágt um þessar mundir. heimirp@365.is Skilagjald yfir ferfalt hærra í Danmörku Allt að 357 prósenta hærri upphæð er greidd í Danmörku en hérlendis fyrir skil á einnota umbúðum. Á Íslandi er eitt gjald greitt en í Danmörku er borgað eftir stærð umbúðanna. Endurvinnslan vill fá einnar krónu hækkun á skilagjaldinu. UMBÚÐUM SKILAÐ Endurvinnslan tekur á móti um níutíu prósentum þeirra einnota drykkjarumbúða sem seldar eru á Íslandi. Þessi skil eru með þeim bestu í heiminum. MYND/STÖÐ 2 Munur á skilagjaldi Skilagjald á Íslandi 14 kr. Skilagjald í Danmörku: Gler upp að ½ lítra 21 ISK 50% Gler yfir ½ lítra 64 ISK 357% Plast undir 1 lítrar 32 ISK 128% Plast yfir 1 lítra 64 ISK 357% Áldósir í A-flokki 21 ISK 50% Áldósir í B-flokki 32 ISK 128% Áldósir í C-flokki 64 ISK 357% Ef við myndum til dæmis hækka gjaldið í einu stökki upp í 25 krónur ættum við ekki fyrir þeim umbúðum sem koma inn til okkar. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar HELGI LÁRUSSON Hærra skilagjald gæti hvatt til betra skila, segir framkvæmda- stjóri Endurvinnslunnar. MYND/STÖÐ2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.