Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Reykjanesskaginn er vanmetið úti-vistarsvæði sem landsmenn ættu að gefa meiri gaum að, enda staðsettur í túnfæti höfuðborgarbúa. Hraunið setur sterkan svip á landslagið og þar er að finna margar skemmtilegar gönguleiðir og fjöll af öllum stærðum og gerðum. Rann- veig Lilja Garðarsdóttir leiðsögumaður er ein þeirra sem lengi hafa stundað útivist á þessum slóðum en hún stendur fyrir vikulegum gönguferðum um skagann yfir sumartímann. „Að mínu mati er Reykjanesskaginn ákaflega vanmetinn sem útivistarsvæði. Gamlar þjóðleiðir, eftir hesta og göngu- garpa fyrri alda, liggja víða um skagann og eru vel greinanlegar í landslaginu. Hér er einnig að finna úrval fjalla sem henta ólíkum hópum. Mörg þeirra eru ekki mjög há og því heppileg fyrir þá sem vilja fara í stuttar og þægilegar fjallgöngur.“ Flatlendið í bland við fjöllin er einnig mikill kostur því það þarf ekki að ganga marga metra upp til að fá dásemdarútsýni yfir allan skagann. Keilir er trúlega vinsælasta og þekkt- asta fjallið á Reykjanesi en Grænadyngja og Trölladyngja eru líka vinsæl fjöll að sögn Rannveigar, enda ægifagurt útsýni ofan af þeim. „Af öðrum fjöllum má nefna Fagradals- fjall, sem er skemmtilegt fyrir þá sem vilja lengri og erfiðari fjallgöngur. Þorbjarnar- fell er mjög vinsælt en í toppi þess eru stórar og tilkomumiklar gjár sem hægt er að ganga um.“ Af vinsælum gönguleiðum nefnir hún Skógfellaveg, gamla þjóðleið sem liggur á milli Voga á Vatnsleysuströnd og Grinda- víkur, Prestastíg, gamla þjóðleið sem liggur frá Hafnavegi að Húsa tóttum í Grindavík, og Ketilsstíg, sem liggur frá Seltúni yfir Sveifluháls, fram hjá Arnarvatni og Arnar- nípu og að katlinum í Móhálsadal. Aðstaða til göngu- og fjallaferða á Reykjanesi er með miklu ágætum að sögn Rannveigar. Hún segir margar stikaðar gönguleiðir vera frá Hafnarfirði út allan skagann, auk þess sem hægt sé að nálgast göngukort í upplýsingamiðstöðvum. „Það er hægt að komast á bíl að öllum gönguleiðum hér og gott aðgengi er einn af kostum svæðisins.“ ■ starri@365.is VANMETIN ÚTIVISTARPERLA HEILLANDI REYKJANES Reykjanesskaginn býr yfir fallegum gönguleiðum og skemmtilegum fjöllum. Flatlendið er mikið og gott útsýni víða. FEGURÐ Reykjanesskaginn býr yfir ótal gönguleiðum og fallegum fjöllum. MYND/RANNVEIG LILJA Veiði er tilvalið áhugamál fyrir fjölskylduna. Börn þurfa ekki að vera há í loftinu til að geta kastað fyrir fisk og allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt í veiðinni. Að sögn Ingimundar Bergssonar hjá Veiðikortinu hefur þátttaka yngri fjölskyldumeðlima í veiði aukist mikið síðustu árin, enda tiltölulega ódýrt áhugamál sem sam- einar fjölskylduna. „Þetta er tilvalin leið til að draga krakka frá tölvunni og kynna þau fyrir náttúrunni. Ef þeir verða heppnir og fá fisk fljótlega eða lenda í góðri veiði er ekki aftur snúið. Þá fara krakkar að suða í foreldrum sínum um að koma í veiði.“ Það er tiltölulega ódýrt að fjárfesta í veiðibúnaði fyrir börn. Ingimundur segir ódýrar stangir fást víða, til dæmis í veiðibúðum og á bensínstöðvum. „Þegar ódýrar stangir eru keyptar fyrir börn er gott ráð að skipta um línu. Hún vill stundum verða erfið eftir smá notkun. Svo er ágætt að eiga nokkra spúna og öngul. Maðka er hægt að kaupa víða og svo geta börn auð- vitað tínt hann sjálf í rigningu.“ Gott er að huga að nokkrum þáttum þegar veiði er kynnt fyrir börnum að sögn Ingimundar. „Það er lykilatriði að þau séu vel búin og klædd svo þeim verði ekki kalt. Eins er gott að venja þau á að vera með sól- eða hlífðargleraugu. Svo þarf að fylgjast vel með þeim og aðstoða eftir þörfum.“ Ógrynni vatna er að finna um allt land og kostar lítið að veiða í mörgum þeirra. „Sá sem kaupir sér Veiði- kortið hefur aðgang að 35 vötnum um allt land. Eitt kort dugar því fullorðinn getur tekið með eins mörg börn og hann vill.“ Mörg skemmtileg vötn eru í nágrenni Reykjavíkur sem gott er að byrja á. „Það fiskast til dæmis oft vel í Þingvallavatni. Þar er mikið líf en murtan er stundum á undan að stela beitunni. Krökkum finnst það reyndar oft allt í lagi og bara gaman að veiða þennan litla fisk. Yfirleitt eru þetta bleikja eða urriði í vötnum lands- ins þótt það sé misjafnt eftir tímabilum hvað fiskurinn tekur. Einnig má benda á Elliðavatn og Meðalfellsvatn í Kjós sem er vinælt hjá ungum veiðimönnum landsins.“ ■ starri@365.is VEIÐIN SAMEINAR FJÖLSKYLDUNA GÓÐ STUND Í SUMAR Veiði er skemmtilegt og ódýrt áhugamál fyrir fjölskyld- una. Hægt er að byrja með ódýran búnað og vötn er að finna víða um land. FALLEGUR FISKUR Efnilegur veiðimaður við sjóbleikjuá á Norðurlandi. MYND/ÚR EINKASAFNI Lokað á laugardögum Silk Hydration sólarvörn rakakrem og sólarvörn létt og silkimjúkt kókosilmur Nýtt frá Hawaiina Tropic Save the Children á Íslandi REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR 19.990 RAZER CARCHARIAS Vinsælustu leikjaheyrnartólin r Ra er. Y r ur a hljó ur assi. Hentar l ka yrir O .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.