Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 10
24. júlí 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is U ng hjón í London, Katrín og Vilhjálmur, eignuðust barn í fyrradag. Það sama gerðu án efa þúsundir hjóna um allan heim. Af því fer litlum sögum. Nánast hver einasti fjölmiðill í heiminum hefur hins vegar fjallað um fæðingu sonar þeirra Kötu og Villa. Ástæðan er einföld: hann er ríkisarfi bresku krúnunnar. Það gerir hann sjálfkrafa að fréttamat frá því að hann tók fyrstu andköfin. Hvorki honum né foreldrum hans til mikillar ánægju reyndar en smelludólgum heimsins til gróða. Einkalíf kóngafólks og annars frægs fólks selur grimmt og smellunum fjölgar ótölulega í hvert sinn sem nýtt slúður um það birtist. Þannig gerast nú bara kaupin á fjöl- miðlaeyrinni. Hvað veldur þessum ofur- áhuga venjulegs fólks á kóngafólki er hins vegar erfitt að skýra. Hverjum er ekki sama hverjum Magda- lena Svíaprinsessa giftist eða hvort Harry prins var nakinn eða í fötum í einhverju partýinu? Fáránleg spurning reyndar því svarið liggur ljóst fyrir; fólki er ekki sama. Milljónir manna um heim allan gleypa við hverjum einasta slúðurmola sem birtist og sá markaður virðist aldrei mettast. Gróa á Leiti þarf sitt slúður og ekkert múður og slúðurfréttir eru dag eftir dag og ár eftir ár mest lesnu fréttirnar á vef- miðlunum. Fréttir af kóngafólki eru í sérflokki í slúðurfrétta- flórunni. Enn þann dag í dag leikur einhver ljómi um þetta fólk í hugum fólks, meira að segja hér á Íslandi þar sem við höfum áratugum saman stært okkur af stéttlausu samfélagi. Klisjan sú er náttúrulega gróf sögufölsun, en það er önnur saga. Hér er og hefur alltaf verið mikil stéttaskipting og hún er síður en svo að minnka. Sú staðreynd að aðalstign er ekki til staðar hér breytir engu um það og áhuginn á kóngafólkinu bendir til að fólk þyrsti í að búa í samfélagi þar sem nokkrir útvaldir eru „merkilegri“ en almúginn fyrir þá kosti eina að hafa fæðst inn í ákveðna fjölskyldu. Mannkostir þess, andlegt og líkamlegt atgervi eru algjört aukaatriði, um það leikur enn í dag einhver ljómi sem er angi af þeirri trú að kóngar hlytu vald sitt frá guði. Fólk vill að einhver sé merkilegri en það á sama hátt og það vill trúa því að líf þess stjórnist af einhverjum æðri mætti. Sett í þetta samhengi verður niðurstaða kosninganna í vor skiljanlegri. Tveir drengir fæddir með silfurskeiðar í munni sem leiða flokka sem gera út á að sumir séu merkilegri en aðrir höfða til þessarar þarfar fólks og það snýr fegið baki við þeim fáránleika að allir eigi að vera jafnir og hafa jafnan rétt. Fegið að hafa skýrar línur. Það er ekki að ófyrirsynju að nafnbætur eins og kvótakóngar og útgerðaraðall hafa orðið til og tilraunir til að draga alla niður á sama plan eru dæmdar til að mistakast. Fólkið vill sína kónga og fylgir þeim í blindni jafnvel þótt í ljós komi að þeir hafi fullkomna fyrirlitningu á þessari svokölluðu alþýðu sem vinnur fyrir þá. Kóngar vilja sigla og kjósendur gefa þeim byr. Er það ekki hin rétta skipan heimsins? Höfum við þörf fyrir kóngafólk? Barn er oss fætt Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is ..fást í næstu verslun!Ora grillsósur.. Grillum saman í sumar Að undanförnu hefur María Lilja Þrastar- dóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífs- skoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleið- ingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vand- lega gætt að skoðanir þeirra falli að skoð- unum blaðamannsins á málinu. Hafi við- mælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmæland- anum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl., hafði blaða- maðurinn tiltekin orð eftir fram- kvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmda stýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmda- stýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinar- höfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í sam- tali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrir- sögn fréttarinnar var „Formaður borgar- ráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undir- fyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefð- bundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en bar- rekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir for- manni borgarráðs að hann dragi starfs- leyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn frétt arinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgar- ráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið. Hlutdrægni FJÖLMIÐLAR Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður eigenda Vip Club og Crystal Tilfinningaböndin Þingmennirnir Birgitta Jónsdóttir frá Pírötum og Páll Jóhann Pálsson úr Framsóknarflokknum tókust á um hvalveiðar í Morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þar heyrðust fleygar setningar á borð við þessa, úr munni Páls Jóhanns: „Bændur eru með sínar skepnur og tengjast þeim tilfinningaböndum, en svo bara kemur þeirra tími. Þannig er náttúrulögmálið.“ Þetta heimfærði þingmaðurinn á veiðar á villtum stór- hvelum. Þetta var sem sé frjótt samtal. Fiskarnir í sjónum Öllu verri var sú tilhneiging Páls Jóhanns að tala ítrekað um veiðar á hval sem „fisk- veiðar“. „Við erum að veiða okkar fisktegundir,“ sagði Páll Jóhann og linnti ekki látum fyrr en Birgitta benti honum á að hvalurinn væri ekki fiskur. „Er hvalurinn ekki …? Nei, hvalurinn er sjávarspen- dýr,“ leiðrétti Páll Jóhann sig þá. Þess ber að geta að Páll Jóhann Pálsson er einn af meðeigendum stórútgerðarinnar Vísis í Grindavík. Og lesendum til upplýsingar þá eru hvalir einmitt spendýr. Þekkir margar Skemmti- legri voru yfirlýsingar flokkssystur Páls Jóhanns, þingkonunnar nýbökuðu Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, um fegurðarsamkeppnir á Facebook- síðu sinni í gær. Jóhanna vandar þeim ekki kveðjurnar sem kalla þátttakendur í slíkum keppnum heilalausar, ósjálfstæðar sílikonur sem séu ljótar að innan og svelti sig. „Ég vil bara segja ykkur að ég þekki margar gullfallegar stúlkur bæði að utan og í hjartalagi, bráðgáfaðar, skemmtilegar, sílikon- lausar og með mikla matarást sem hafa tekið þátt í þessari keppni,“ skrifar Jóhanna. Og hana nú. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.