Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.07.2013, Blaðsíða 18
ÓMISSANDI Í VIKUNNI 2 MIÐVIKUDAGUR 24. júlí 2013 Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones eru margverðlaunaðir og eiga aðdáendur um allan heim. Á næstu dögum hefjast tökur á fjórðu þáttaröðinni hér á landi og verður meðal annars myndað á Þingvöllum. Áður hafa tökur staðið yfir að vetrarlagi en nú verður Ísland í sumarbúningi. Tvær fyrri þáttaraðir voru einnig teknar upp að hluta til hér á landi. Leikarar þáttanna hafa fallið fyrir landinu og sagt frá því í viðtölum víða um heim. Þar á meðal er einn aðalleikaranna, Kit Harington, sem túlkar Jon Snow í þáttunum. Game of Thrones er risavaxið verkefni og þess vegna er ánægju- legt að Ísland hafi orðið fyrir valinu fyrir upptökur. Einnig er tekið upp í Króatíu og á Írlandi. Mikill búnaður fylgir kvikmynda- tökuliðinu sem er komið til lands- ins og allt er að vera klárt fyrir tökur. Fjöldi Íslendinga starfar við gerð þáttanna. Þá hefur íslenska ferðaþjón- ustufyrirtækið The Traveling Viking í samstarfi við Iceland Travel boðið sérstakar Game of Thrones-ferðir hingað til lands frá Bretlandi. Ferðirnar hefjast í byrjun október og standa í fimm daga. Ekið verður um þá staði þar sem kvikmyndin gerist, meðal annars til Mývatns. Talið er að rúmlega ellefu millj- ónir manna hafi fylgst með þriðju þáttaröðinni af Game of Thrones í heiminum en hún var nýlega sýnd á Stöð 2. Þættirnir hafa verið til- nefndir til 26 Emmy-verðlauna og tveggja Golden Globe-verðlauna, auk annarra. Á síðasta ári hafði þáttaröðin unnið til 32 verðlauna, þar af átta Emmy-verðlauna og einna Golden Globe-verðlauna, og verið tilnefnd til 56 annarra verðlauna. Leikarinn Peter Dink- lage, sem fer með hlutverk Tyrion Lannister, hefur hlotið flest verð- laun fyrir leik sinn í þáttunum. GAME OF THRONES AFTUR Á ÍSLANDI Íslensk náttúra gegnir aftur stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem Stöð 2 hefur sýnt en tökur standa nú yfir hér á landi. Aðdáendur víða um heim eiga þess nú kost að kaupa ferð hingað þar sem farið verður á slóðir þáttanna. Við upptökur við Skaftafell árið 2011. MYND/VILHELM Uppáhaldsþættir Sigríðar Maríu Egilsdóttur, ræðu- manns Íslands, eru Game of Thrones og Newsroom. „Game of Thrones eru fyrir fantasíuaðdáendur eins og mig. Fyrir mér eru þeir eins og nammiland fyrir nammifíklum á laugardögum.“ „Newsroom er svo algjört meistaraverk. Þættirnir eru fullkomin blanda. Þeir eru upplýsandi, dramatískir og fyndnir, ásamt því að vera skuggalega vel skrifaðir,“ segir Sigríður María. „Svo eru þættirnir Parks and Rec- reation yndislegir. Amy Poehler er svo brjálæðislega fyndin.“ Sigríður segist ekki geta beðið eftir því að Jon Stewart byrji aftur að stjórna The Daily Show og hún bíður spennt eftir nýrri þáttaröð af Newsroom. Nýverið kom út á netinu fyrirlestur sem Sigríður María flutti. Hann var birtur á ted.com, sem er ein frægasta fyrirlestrasíða í heimi. Í fyrirlestrinum fjallaði hún um femínisma. Fyrirlesturinn hefur fengið frábær viðbrögð um allan heim. ÁHORFANDI VIKUNNAR FORFALLINN FANTASÍUAÐDÁANDI DALLAS Miðvikudag kl. 20.45 BESTA SVARIÐ Föstudag kl. 20.10 TOTAL WIPEOUT UK Laugardag kl. 19.45 CROSSING LINES Sunnudag kl. 21.40 BOSS Mánudag kl. 22.20 ORANGE IS THE NEW BLACK Þriðjudag kl. 21.10 BREAKING BAD Fimmtudag kl. 21.30 Uppáhalds- þættir Sigríðar eru Game of Thrones og Newsroom.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.