Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 18
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 1Semdu um vextina. Vextir í bönkum eru ekki náttúrulögmál heldur samningsatriði. Athugaðu hvort bankinn geti boðið þér hærri vexti á innlánum og lægri vexti á útlán- um. 2 Borgaðu á réttum tíma. Ekki draga það að borga reikninga ef þú kemst hjá því. Dráttar- vextir leggjast á kröfuna eftir eindaga og mikill innheimtukostnaður leggst á ef reikningur- inn liggur lengi ógreiddur. 3 Sparaðu papp-írinn. Það kostar aukalega að fá greiðslu- seðla senda og er óum- hverfisvænt. 4 Stundaðu rafræn viðskipti. Það kostar ekkert að athuga stöðuna og millifæra í netbanka. Bankar innheimta gjald fyrir ýmsa þjónustu sem er ókeypis í netbanka. 5 Borgaðu niður yfirdráttinn. Það er oftast skynsamlegast að borga niður skuldir sem fyrst, því vextir á útlánum bankanna eru yfirleitt mun hærri en innlánsvextir. 6 Safnaðu fyrir því sem þig langar í. Ef þú sérð nýjan flat- skjá sem þig langar í skaltu forðast í lengstu lög að kaupa hann á lánum. Lán eru dýr og það borgar sig margfalt að safna fyrir hlutum sem mann langar í. 7 Veldu réttan hrað-banka og notaðu debetkortið. Bankar innheimta gjald fyrir peningaúttektir í hrað- bönkum samkeppnis- aðilanna. Notaðu því heldur hraðbankann hjá bankanum þínum. Peningaúttektir með kreditkortum geta líka verið dýrar, svo notaðu heldur debetkortið. 8 Láttu skuldfæra sjálfkrafa. Bankar innheimta lægra gjald ef lánin eru skuldfærð sjálfkrafa af reikningi í viðkomandi banka. 9 Hugsaðu fram í tímann. Það er mikilvægt að eiga ein- hvern varasjóð til að mæta skakkaföllum. Það liggur fyrir að hús og bíll þarfnast viðhalds svo ekki sitja uppi með dýrt lán þegar þar að kemur vegna þess að þú gleymdir að gera ráð fyrir þessu. Besti sparnaðurinn er yfirleitt að greiða upp yfirdráttinn. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna SPARNAÐARRÁÐ „Fólk á að reyna að semja um betri kjör, sérstaklega ef það er með langa og góða sögu í viðkomandi banka,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna. „Það má líka gera ýmislegt annað til að koma betur út úr viðskiptum sínum við bankana. Flestir eru nú komnir með heimabanka en það er töluvert ódýrara að nota hann heldur en að láta bankann sjálfan sjá um millifærslur og gefa upp stöðu á reikningum og fleira, sem hann innheimtir gjald fyrir.“ Hann segir þó mikilvægast að reyna að skulda sem minnst, því það sé alltaf kostnaðarsamt að borga vexti af lánum. „Besti sparnaðurinn er yfirleitt að greiða upp yfirdráttinn. Hann er fljótur að telja og það er skynsamlegt að gera sér einhverja áætlun til að greiða hann upp sem fyrst,“ segir Jóhannes Gunnarsson. johanness@frettabladid.is Vextir ekki náttúrulögmál Formaður Neytendasamtakanna segir ýmislegt hægt að gera til að draga úr kostnaði í viðskiptum við banka. Margir geri sér ekki grein fyrir því að vextir séu umsemjanlegir auk þess sem bankarnir rukki ýmis gjöld. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook „Við segjum aldrei made in Ice- land,“ segir Ágúst Þór Eiríks- son, framkvæmdastjóri Drífu, sem framleiðir útivistarfatnaðinn Icewear og Norwear. Neytendastofa úrskurðaði í gær að fyrirtækið væri brotlegt gegn lögum um eftirlit með viðskipta- háttum og markaðssetningu. Föt fyrirtækisins, meðal annars lopa- húfa og vettlingar, voru merkt með íslenska fánanum. Vörurnar voru framleiddar meðal annars í Kína en engar merkingar var að finna um upp- runa þeirra að öðru leyti. Neyt- endastofa telur þessa framsetningu villandi fyrir kaupandann, en stór hluti þeirra er ferðamenn sem telja sig vera að kaupa íslenskar vörur. „Við erum búin að breyta þessu,“ segir Ágúst Þór en fyrir- tækið hefur þegar brugðist við athugasemdum Neytendastofu. Aðspurður hvort þeir muni þá að auki merkja vöruna með fram- leiðslulandi svarar Ágúst: „Það er ekki skylda að gera slíkt. En við leggjum áherslu á að þarna er um íslenska hönnun að ræða.“ - vg Villandi merkingar á fatnaði: Útivistarfatnað- urinn frá Kína ÁGÚST ÞÓR EIRÍKSSON Brugðist hefur verið við ábendingum Neytendastofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.