Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 20
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 „Það hefur verið markmið okkar hjá Icelandair að auka ferða- mannastrauminn yfir veturinn og við erum því að byggja upp tíðni á þeim vettvangi,“ segir Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair. Icelandair hefur aukið fram- boð sitt á millilandaflugi um 17 prósent milli ára og hefur leiða- kerfi flugfélagsins stækkað ört á síðustu árum. „Við höfum verið að bæta við áfangastað á hverju ári. Aukinn straumur flugfarþega milli Ameríku og Evrópu skapar tækifæri fyrir nýja áfangastaði hjá félaginu og Ísland er tilvalinn tengistaður,“ segir Birkir og bætir við að aukið flæði ferða- manna yfir hafið sé stór þáttur í auknum ferðamannastraumi. „Það gefur augaleið að þegar flugum og áfangastöðum fjölgar á fyrirtækið möguleika á að fá fleiri ferðamenn til landsins.“ Hagnaður Icelandair Group nam 2,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi í ár. Það er tæplega 30 prósenta aukning frá því á sama tímabili í fyrra. Einnig hafa hlutabréf í félaginu hækkað um 83 prósent frá því á áramótum. „Við lentum í hremmingum, líkt og flestir, árið 2008 og þurftum að bregðast við minnkandi eftirspurn. Síðan þá höfum við verið með þrettán til átján prósenta framboðs- aukningu á ári. Nú höfum náð að finna staði sem gefa okkur gott flæði ferðamanna yfir allt árið, sem er í raun lykillinn að vel- gengni okkar undanfarin ár.“ Birkir hefur ekki áhyggjur af því að landið beri ekki aukinn fjölda ferðamanna. „Ég held að spurningin sé ekki hvort Ísland geti tekið á móti auknum fjölda ferðamanna heldur hvernig.“ Birkir segir að fjölgun ferða- manna hafi aukist jafnt og þétt síðustu 30 árin og að það sé mýta að aukningin sé óvenju mikil nú. „Síðan 1990 hefur ferðamanna- fjöldi tvöfaldað sig á hverjum tíu árum. Það komu um 150 þúsund ferðamenn árið 1990, um 300 þúsund árið 2000 og nú eru þeir yfir 600 þúsund. Það er því mjög líklegt og eðlilegt að ferða- mannastraumurinn verði kominn yfir milljón innan áratugar.“ Birkir bendir á að vissulega séu það nokkrir staðir sem verða fyrir átroðningi nokkra mánuði ársins og hann tekur vel í þau áform að fjármagn fáist við upp- byggingu ferðamannastaða hér á landi í gegnum gjaldtöku í ein- hverju formi. „Við höfum verið jákvæð á að ferðaþjónustan í sameiningu finni leiðir til þess að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Ég held að flestir ferðamenn séu tilbúnir til þess að borga fyrir náttúrustaði ef sá peningur fer í uppbyggingu,“ segir Birkir en telur þó að það sé afar mikil- vægt að hafa kerfið skilvirkt og einfalt. Birkir telur hins vegar að helsta lausnin við auknum fjölda ferðamanna sé að dreifa ferða- tímabilinu yfir allt árið og byggja upp ferðamannaiðnaðinn yfir veturinn. lovisa@frettabladid.is Velgengnin liggur í ferð- um allt árið Framkvæmdastjóri Icelandair segir að lykillinn að góðu gengi fyrirtækisins sé aukið flæði ferðamanna yfir allt árið. Hann telur spurninguna ekki vera hvort landið geti tekið á móti auknum fjölda ferðamanna heldur hvernig. LEIÐAKERFI ICELANDAIR STÆKKAR ÖRT ➜ Staðirnir sem bæst hafa við síðustu ár 2013 Anchorage í Alaska, St. Pétursborg í Rússlandi og Zurich í Sviss. 2012 Denver í Colorado. 2011 Washington DC, Billund í Danmörku, Gautaborg í Svíþjóð, Hamborg í Þýskalandi. 2010 Brussel í Belgíu, Þrándheimur í Noregi. 2009 Seattle í Bandaríkjunum, Stavanger í Noregi. 47% viðskiptavina Icelandair á öðrum ársfjórðungi komu hingað til lands einungis til þess að millilenda á ferð sinni milli heimsálfa. Ég held að flestir ferðamenn séu tilbúnir til þess að borga fyrir náttúru- staði ef sá peningur fer í uppbyggingu. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair Mikilvægasti fundur atvinnuvegar síðari hluta árs // ómis- sandi vettvangur fyrir pantanir vetra- og jólaviðskipta // innsýn í strauma og stefnur vorsins // mikil fjölbreytni heimilis- og gjafavara // þekktustu merkin og mikilvægustu alþjóðlegu sölu- og viðskiptaaðilarnir // fyrir allar tegundir viðskipta Sími: +45 39 40 11 22 // dimex@dimex.dk >> Hér eru 50 mikilvægustu ástæðurnar til að heimsækja Tendence tendence-50reasons.com perfect date // perfect time new 24 –27. 8. 2013 Saturday – Tuesday
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.