Fréttablaðið - 15.08.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 15.08.2013, Síða 26
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Mig langaði í síðan sumarkjól. Ég er hávaxin og það passar ekkert á mig í búðum og aldrei til akkúrat það sem mig langar í. Ég saumaði því kjól upp úr gömlum flíkum og litaði,“ segir Kristína Berman, textíl- og fatahönnuður þegar Fólk sló á þráð- inn til hennar norður á Siglufjörð þar sem fjölskyldan býr á sumrin. Á veturna búa þau í Reykjavík og er Kristína með vinnustofu á báðum stöðum. „Þetta er svolítið rómantískt. Ég er með bílskúrshurð á kjallaranum og get opnað út og þá blasir fjallasýnin við. Það er dásamlegt að vinna svona,“ segir Kristína, en í sumar hefur hún meðal annars litað fyrir tískumerkið Ellu. „Ég lita reglulega silki fyrir Ellu. Yfirleitt eru þetta um þrjátíu metrar í einu sem fara þá í flíkur sem eiga að vera sérstakir augnakonfektmolar í búðinni. Af því að efnið er handlitað verða bútarnir aldrei alveg nákvæmlega eins en við erum sam- mála um að það sé sjarmerandi. Svo þurrka ég silkið í siglfirska fjallaloftinu,“ segir Kristína. Hún segir verkefnin fjölbreytt en hún hefur meðal annars litað fyrir víkinga- sögufélög, nemendur í fatahönnun og fyrir leikhús. Ella er þó eina tískumerkið sem Kristína litar fyrir enn sem komið er en hún segist þó finna fyrir áhuga á handlituðum efnum hjá íslenskum fatahönnuðum. Það geti einnig verið hagkvæmara þegar upp er staðið að láta handlita færri metra af efni en panta í miklu magni að utan. „Ef flíkurnar seljast ekki og fólk situr uppi með lager af föt- um sem ekki verða notuð er það ákveðin sóun. Þetta er líka samviskuspurning.“ En eru þeir margir sem handlita tau á Íslandi? „Ég veit reyndar ekki til þess en þó kunna þetta nokkrar. Textílhönnun er ekki kennd lengur hér á landi eftir að Myndlista- og handíðaskólinn varð að Listaháskólanum. En mér er umhugað um að fleiri læri þetta handbragð og hef haldið nokkur námskeið sjálf,“ segir Kristína. Þá segir hún börnin sín mjög áhuga- söm um handbragðið svo líklega taki þau við keflinu af henni. „Þau eru líka mjög hrifin af hugmyndinni um endur- nýtingu og við erum oft að búa til kjóla og skyrtur á þau upp úr gömlu, sem þau fá síðan að lita sjálf. Þetta endar sjálfsagt í „fjölskyldubisness“,“ segir Kristína hlæjandi. Nánar má forvitnast um hönnun Kristínu á síðunni krberman á Facebook. ÞURRKAR SILKIÐ Í FJALLALOFTINU FATAHÖNNUN Kristína Berman handlitar silki fyrir tískumerkið Ellu á vinnustofu sinni við Siglufjörð. Hún er hrifin af endurnýtingu og saumaði sér dragsíðan sumarkjól úr gömlum flíkum og litaði hann sjálf. LITAR FYRIR ELLU Kristína handlitar reglu- lega fyrir tískumerkið Ellu og segir aukinn áhuga fyrir handlituðum efnum hjá íslenskum fatahönnuðum. Silkið þurrkar hún í norðlensku fjallaloftinu. MYND/KRBERMAN Hollenskur vöruhönnuður, Anna Korshun, hefur hannað skó þar sem hvorki lím né saumavélar koma við sögu. Sólanum og innlegginu er smellt saman utan um ytra byrðið, sem er úr tilskornu leðri og sam- skeytunum lokað með þunnu gúmmí- lagi. Anna hannaði smellutæknina með styrk frá SFA -hönnunarsjóði arkitekta í Hollandi. Í umfjöllun á Coolhunting.com lýsir Anna því hvernig stóll eftir ísraelska hönnuðinn Gil Sheffi varð henni inn- blástur að skónum en ekkert lím er notað til að halda stólnum saman. Þá fannst henni að einfalda mætti framleiðsluferli á skóm yfirleitt og hraða því einnig. Skórnir eru framleiddir í Hollandi og sem stendur einungis fáanlegir þar. Í fram- haldinu segist Anna ætla að hanna vetrar- stígvél með sömu tækni og þá er hún með hugmyndir um lífræna skó úr „náttúru- legu plasti“, unnu úr kartöflum. Nánar má forvitnast um skóhönnun Önnu Korshun á www.annakorshun.com. HOLLENSK HÖNNUN Anna Korshun vildi nálgast framleiðsluferli á skóm á nýjan hátt og hannaði smellutækni við samsetningu á skóm. Hvorki lím né sauma- vélar koma við sögu. MYND/ANNA KORSHUN ENDURNÝTING Kristína Berman textíl- og fata- hönnuður saumar mikið upp úr gömlum fötum og litar. Hún saumaði sér drag- síðan sumarkjól þegar hún fann ekkert sem henni líkaði í búð. MYND/KRBERMAN SKÓR ÁN SAUMA OG LÍMS Hollenskur vöruhönnuður hannar saumlausa og límlausa leðurskó sem framleiddir eru í Hollandi og hafa vakið mikla athygli. ÚTSÖLULOK Aðeins 3 verð Opið virka daga kl. 11– 18. Opið laugardaga kl. 11 –16. Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Síðustu dagar útsölunnar 50% afsláttur af allri útsöluvöru Flottur fatnaður á frábæru verði. - Nýtt kortatímabil - Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslu in d nan Bella on Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.