Fréttablaðið - 15.08.2013, Page 48
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT VEIÐI | 38
Erfiðlega gengur að finna dýr á
hreindýraslóð. Pálmi gerir út frá
Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og nýtur
leiðsagnar hins þaulvana Sigurðar
Aðalsteinssonar, eða Sigga á
Vaðbrekku. Þrátt fyrir mikla leit
gengur ekkert að finna dýr. Pálmi,
sem hefur fellt hátt í tíu tarfa í
gegnum tíðina, gefur lítið fyrir það
að lítið sé fyrir þessu haft. Segir það
af og frá, sem margur vill meina,
að þetta sé eins og að skjóta belju
á túni.
Pálmi, sem er að veiða á svæði
eitt og hefur þegar þetta er ritað
verið við leit í fjóra daga, segir þetta
agalegt ástand og ekkert finnist.
Hefur meira að segja borið á því
að menn hafi gefist upp og skilað
inn leyfum sínum. „Já, við vorum
að tala um það hérna. Menn kalla
þetta aktu taktu og glugga skytterí.
En, það er ekki mín reynsla. Við
löbbuðum 18 kílómetra í gær og
vögguðum inn allar heiðar.“
Svæði eitt er víðfeðmt. „Maður
þarf að fara niður á Vopnafjörð
og Bakkafjörð og þar. Þeir vita af
svakalega mörgum hjörðum sem
ekkert hefur verið veitt úr. En þetta
er svo erfitt svæði, erfitt aðgengi.
Við erum þrjá tíma að rugga þarna
inn heiðina.“
Jóhann G. Gunnarsson hjá
Umhverfisstofnun á Egilsstöðum
segir það vissulega rétt að yfir stórt
og erfitt svæði sé að fara og oft sé
erfitt að finna dýr. Hann staðfestir
það sem Pálmi segir, að dæmi séu
um að menn hafi gefist upp og
skilað inn leyfunum. Nú þegar tarfa-
tímabilið er um það bil hálfnað er
búið veiða 300 dýr af 1.229. Jóhann
segir að oft hafi útlit verið fyrir að
kvótinn yrði ekki kláraður en alltaf
hafi veiðarnar gengið eftir. Álag á
veiðislóð eykst mjög eftir 20. ágúst
en þá hefst gæsatímabilið og vilja
margir veiðimenn samnýta ferðina
austur og fara á gæs jafnframt.
jakob@365.is
Ekkert aktu taktu
skytterí fyrir austan
Hreindýraveiðar ganga treglega. Pálmi Gestsson leikari hefur leitað dýra í
nokkra daga án árangurs. Búið að veiða 300 dýr af 1.229 dýra kvóta.
Einhverjir mestu hljómsveita-
töffarar sinnar tíðar skruppu í Ytri-
Rangá um helgina og gerðu góðan
túr. Fengu yfir 20 laxa. Við erum að
tala um félagana í Top of the Line
Angling Club Iceland, þá Björgvin
Halldórsson (formaður), Óttar Felix
Hauksson (ritari) og Birgi Hrafns-
son (gjaldkeri). Fjórði maðurinn
var tekinn í klúbbinn í ferðinni;
Sverrir Eyjólfsson hjá Bakkusi.
Óttar Felix setti persónulegt
met, fékk tíu laxa eftir tveggja
daga veiði. Óttar, sem var einhver
sá svakalegasti á sviði með hljóm-
sveitinni Pops segir aðspurður að
það hafi ekki verið neitt „sex, drugs
and rock and roll“ í ferðinni. „Nei,
ekkert „sex“ og ég veit ekki til þess
að það hafi verið neitt „drugs“, hvort
Bó hafi skotið í eina feita? Nei, ég
held ekki. En, rock and roll var
bara í jeppanum, hátölurunum þar.
Kassagítararnir voru skildir eftir
heima og tvíhendurnar mundaðar.“
Óttar kann ekki skýringar á
því hvernig á því stendur að svo
margir tónlistarmenn hafi lagt
fyrir sig veiðina. „En, þeir eru
margir flinkir. Pálmi Gunnarsson
kannski frægastur, já og Engilbert
Jensen að ógleymdum Þór Nielsen,
prófessor í Þingvallavatni; hann
var fiftís-hetja og spilaði meðal
annars með Hauki Morthens. Nei,
þetta virðist fara vel saman en ég
kann ekki að útskýra þetta.“ - jbg
Tvíhendurnar teknar
í stað rafmagnsgítara
Hvorki „sex“ né „drugs“ í rokkaðri veiðiferð.
GLAÐIR Óttar Felix og Björgvin
Halldórsson með veiðina.
HREYINDÝRAVEIÐAR Pálmi Gestsson leikari og veiðimaður með tarf sem hann felldi fyrir nokkrum árum. Nú gengur illa að
finna dýr enda yfir mikið og erfitt land að fara.
Þessi fyrirsögn er sérkennileg í ljósi
þess að leikarinn Gunnar Helga-
son er með þekktari veiðimönnum
landsins og hefur gert fjölda þátta
um laxveiði ásamt tvíburabróður
sínum, Ásmundi.
En, engu að síður er engu logið.
Gunnar birti fagnandi mynd á
Facebook-síðu sinni þar sem hann
greinir frá þessu, og svo mikið
varð honum um að hann ákvað
að bregða fyrir sig enskunni:
„Finally … after one year, eleven
months and 25 days of nothing I
got a salmon. Sunray!“
Fréttablaðið hafði samband við
veiðimanninn knáa sem féllst á að
segja nánar af þessu. Í símskeytastíl
„Ók, Breiðdalsá. Einarshylur. Sun-
rey Shadow. Stutt barátta við stutt-
an fisk með langri stöng.“ Síðasti
lax fyrir þennan var 25 punda, sem
Gunnar setti í við veiðar í Aðaldal.
„Ég hef bara verið að jafna mig á
því síðan. En hef nú fundið hungrið
aftur og langar í meira. Breiðdalsá
er í þvílíku uppáhaldi hjá mér og
erfitt að hætta veiðinni. Helst vildi
ég taka svona tíu daga í beit en það
er víst ekki í boði.“ - jbg
Gunni Helga fékk lax!
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
citroen.is
Einstaklega sparneytinn, lipur og þægilegur. Notar einungis frá 3,4 l/100 km í blönduðum akstri. Há sætisstaða,
gnótt rýmis og ríkulegur staðalbúnaður veita þér hámarks notagildi og frelsi. Auk þess fær hann frítt í stæði í Reykjavík.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu
Fáanlegur sjálfskiptur með dísilvél