Fréttablaðið - 15.08.2013, Side 52

Fréttablaðið - 15.08.2013, Side 52
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn og einn mesti gítarsnillingur rokk- sögunnar Steve Vai heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 11. október. Hinn 53 ára Vai hefur á ferli sínum spilað með Frank Zappa, Public Image Ltd., David Lee Roth og Whitesnake, auk þess að starf- rækja eigin sólóferil. Hann er á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu, sem hefst 29. ágúst í Belfast, til að fylgja eftir sinni áttundu hljóðversplötu og þeirri fyrstu í sjö ár, The Story of Light. „Mér finnst meiriháttar að hann skuli vera á leiðinni. Ég er búinn að horfa á hann á Youtube og á ekki orð yfir mörgu af því sem hann gerir. Þetta er algjör töfra- maður og ég held að tónleikarnir verði rosalega skemmtilegir,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flytur Vai inn til landsins. Miðasala hefst 21. ágúst á midi. is og harpa.is og í síma 5285050. Nokkrir VIP-miðar verða í boði fyrir þá sem vilja hitta gítar- snillinginn fyrir tónleika og sjá hann í hljóðprufu. - fb Steve Vai spilar í Silfurbergi í október Þrefaldi Grammy-verðlaunahafi nn og einn mesti gítarsnillingur rokksögunnar er á leiðinni til Íslands. ➜ Steve Vai spilaði með hljómsveit- inni Zappa Plays Zappa í Reykjavík 2006. Hann spilaði einnig með White- snake í Reiðhöllinni í Reykjavík árið 1990. TIL ÍSLANDS Gítar- snillingurinn Steve Vai er á leiðinni til Íslands. „Strákarnir virðast vera feimnari við þetta en við bítum engan. Við bjóðum fólki að koma og vera óhrætt. Við erum rosalega ljúf og uppbyggileg,“ segir söngvarinn Þór Breiðfjörð. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Þór, ásamt þremur öðrum söngkennurum, að fara af stað með söngleikjanám í Söngskóla Sigurðar Demetz í haust. Strákar hafa verið nokkuð tregir til að sækja um námið en seinna inntökuprófið af tveimur verður haldið á þriðjudaginn 20. ágúst. „Eftir því sem ég hef heyrt fara strákarnir yfirleitt í klassískt söng- nám. Ég veit ekki af hverju það er. Kannski vantar svona vettvang sem er alhliða,“ segir Þór, sem segir námið bjóða upp á blöndu af poppi, rokki og djassi. Aðspurður hvort einhverjir fordómar séu mögu- lega hjá strákum gagnvart söngleikjanáminu segir hann: „Það getur verið að þeir hafi áhyggjur af því að þeir verði settir í ballettbúning. En ég er sjálfur strákur að norðan sem var bara í fótbolta og „aksjón“ íþróttum.“ Alls fær 21 söngvari inngöngu í námið og þegar er búið að veita fimmtán inngöngu. - fb Vill fl eiri stráka í söngleikjanám Þór Breiðfj örð vonast til að fl eiri strákar skrái sig í söngleikjanám hjá honum. FLEIRI STRÁKAR Þór Breiðfjörð vill að fleiri strákar sæki um söngleikjanámið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Vatnið er náttúrulega klassíkt og svo er Coke Light í uppáhaldi þessa dagana.“ Eva Dögg Sigurgeirsdóttir viðskiptafræðingur DRYKKURINN „ Mér fannst vanta vandaðan og kynþokka- ful lan sund- fatnað fyr ir konur í stærð- um 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sund- fatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hent- ugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt. „Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum frá Klak Nýsköpunarmiðstöð og það gaf mér styrkinn sem ég þurfti til þess að hrinda þessu í framkvæmd. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæð- skera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefn- ist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu og er hæst- ánægð með athyglina sem Kasy fékk. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum mark- aði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir hönnuðurinn Katrín Sylvía að lokum. asa@365.is Margnota sundföt fyrir konur með línur Katrín Sylvía Símonardóttir hannar kvenlegan og kynþokkafullan sundfatnað. KASY Fyrirsæta í tankíní. MYND/EYDÍS BJÖRK Sundfötin eru með seglum svo það er hægt að bæta við eftir hentug- leika og breyta þannig bikiníi í sundkjól eða tankíní. Það er hægt að vera með kærastanum í heita pottinum í bikiníi en stundum vill maður sýna minna hold og þá er sniðugt að geta breytt sundfötunum í sundkjól. Sundfötin má nota á marga vegu. KATRÍN SYLVÍA INFERNO EFTIR DAN BROWN D YN A M O R E YK JA VÍ K Þý ðin g: A rn ar M at th ía ss on og In gu nn S næ da l. D YN A M O R E YK JA VÍ K EFTIR HÖFUND DA VINCI LYKILSINS „Lesandinn er við það að spr inga af spennu.“ NEW YORK TI MES NÝ SPENNUSAGA EFTIR VINSÆLASTA HÖFUND Í HEIMI! Æsispennandi bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en sagan er öll! Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.