Fréttablaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 24. ágúst 2013 | HELGIN | 29 áhættu og flúði land nokkru síðar, þó ekki af þessum ástæðum sem þó voru ærnar … Fórnarlamb fordóma Ég vil taka fram að ég hefi löngum átt ágætis samstarf við lögregluna, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, og veit engan þann starfandi lögreglumann á Norðurlöndum í dag sem vildi feta í fótspor félaga sinna fyrir tveimur áratugum, en hugsið ykkur. Það eru bara 27 ár síðan Sigurgeir var laminn af lögreglunni á Lindargötunni í Reykjavík. Það er ástæða til að minnast Sigur- geirs í dag. Hann var eitt af fórnar- lömbum fordóma gegn samkynhneigðum og hann komst aldrei í gleðigöngu. Hann varð aldrei aðnjótandi mannréttinda sem flestum þykja eðlileg í dag en varð iðu- lega fyrir barðinu á ofbeldi og fordómum gamalla nöldurseggja af því tagi sem nú sjá ofbeldi í kærleika milli tveggja einstaklinga af sama kyni. Fagna áföngum en baráttunni er ekki lokið Gleðiganga hinsegin fólks er ekki bara gleðiganga. Hún er til að fagna áföngum sem hafa náðst en er um leið hvatning til fólks um að taka okkur í sátt, ekki aðeins í Reykjavík heldur um allan heim. Þar vantar mikið upp á og því er gleðigangan nauðsynleg og því fjölmennari sem hún er, því sterkari skilaboð erum við að senda út til heimsbyggðarinnar. Við þurfum einnig að hvetja alla sem geta til að taka þátt í mannréttindastarfi Samtakanna 78 með því að skrá sig sem félaga og sýna þar með gömlu nöldurseggjunum að fordómar þeirra verði ekki liðnir í framtíðinni. Þegar Bubbi Morthens gaf út lagið sitt um Strákana á Borginni varð viðhorfsbylt- ing í viðhorfi til samkynhneigðra á Íslandi. Hegðun gömlu nöldurseggjanna sýnir að hvergi má slaka á. Baráttunni er ekki lokið. Er lögreglu- mennirnir (sem voru greinilega ráðnir fyrir daga upp- lýsingar um mannlegt eðli) uppgötvuðu hvers kyns var, tóku þeir drenginn inn í Svörtu Maríu og tuskuðu til að hætti þess sem valdið hefur. Anna Kristjánsdóttir Þetta er grein um Sigurgeir, unga mann-inn sem laganna verðir lömdu og tuktuðu til inni í Svörtu Maríu hér um árið. Fjölskylda Sigurgeirs frétti fyrst af þeim atburði í pistli Önnu Kristjánsdóttur í ágúst 2013. Sigurgeir var yngri bróðir minn. Af athugasemdum við pistil Önnu má ráða að margir hafi munað eftir Sigurgeiri frá þess- um tíma, en fæstir vitað hvað varð um hann. Sumarið 1972 var Sigurgeir lítill drengur sumarlangt í sveit hjá góðu fólki í Skagafirði. Þá fékk ég bréf: Sæl Silla mín. Mér líður vel. Ég var í stutt- buxum í gær. Haukur er byrjaður að slá. Það eru komnir aðrir krakkar og það er ekkert gaman. Ég á lítið bú. Ég er búinn að gera garð við búið mitt. Það eru komnar nýjar rólur. Strákarnir eiga nýjan fótboltavöll. Þinn Sigurgeir, bless. Fann sér ekki stað á Íslandi Allir sem þekktu Sigurgeir vissu hvers kyns var. Það var ekki fyrir honum haft. Sigurgeir var enginn engill frekar en við hin. Hann var hugmyndaríkur og gat verið hrekkjalómur hinn mesti. Flest var það græskulaust grín. Þessi ungi og kvenlegi karlmaður fann ekki sinn stað í tilverunni hér á Íslandi níunda áratugarins. Meðfylgjandi mynd af Sigurgeiri (hér að ofan) tók ég þremur dögum áður en hann fór með vinum sínum í ferð um Evrópu vorið 1986. Hann sagði mér þá að hann hygðist ekki koma aftur til Íslands. Hann varð eftir í Lindau í Þýskalandi og hóf þar störf á hjúkrunarheimili við umönnun aldraðra. Hann bjó hjá aldraðri konu, Adelheid zu Eulenburg, sem reyndist vera systir Rich- ard von Weizsacker, þá forseta Vestur- Þýskalands. Adelheid tók miklu ástfóstri við Sigurgeir og þar var hann í góðu yfirlæti á ættarheimili Weizsacker-fjölskyldunnar uns hann neyddist til að snúa heim fárveikur um haustið. Lést úr eyðni í faðmi fjölskyldunnar Sigurgeir lagðist tvisvar inn á sérbúna sjúkrastofu fyrir eyðnismitaða sjúklinga á Landspítala áður en hann lést í faðmi móður sinnar á heimili fjölskyldunnar í Reykjavík 19. febrúar 1987, aðeins 22 ára. Eftir seinni sjúkrahúsinnlögnina var hann staðráðinn í því að hafna rannsóknum og meðferð og fara ekki aftur á sjúkrahús. Hann gat ekki hugsa sér að verða svo veikur að hann myndi ekki þekkja okkur fjöl- skylduna sem hugsuðum um hann. Rétt fyrir andlátið tók hann af mér nokkur loforð. Eitt var að þiggja boð Adelheid og fara með móður okkar til Lindau og sýna henni það sem hann hafði langað svo mikið til að sýna henni. Söng íslensk vögguljóð fyrir aldraða Þjóðverja Sumarið 1988 nutum við móðir mín gestrisni og hlýju Adelheid í þessu þrjú hundruð ára gamla húsi Weizsacker-fjölskyldunnar á hæðinni fyrir ofan Lindau. Einn daginn heimsóttum við hjúkrunarheimilið þar sem Sigurgeir hafði unnið og hittum þar for- stöðumanninn. Hann sagði okkur að Sigurgeir hefði verið sérstakur starfsmaður. Hann hefði t.d. haft þann sið þegar róa þurfti órólega íbúa heim- ilisins að taka þá í faðminn og syngja íslensk vögguljóð sem smám saman urðu kunnugleg stef í eyrum íbúanna. Í einni vaktaskýrslunni hafði hjúkrunar- kona skráð fyrstu línur ljóðsins: „Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur …“. Þegar ég spurði Adelheid hvort hún vildi vita um dán- arorsökina leit hún ákveðin á mig og sagði: „Þú þarft ekki að segja meira. Geiri er dáinn og það er sorglegt. Hann var ljúfur drengur.“ Adelheid er nú látin en vináttan við dóttur hennar og tengdason, Apolloniu og Martin Heisenberg, son Werner Heisenbergs, sam- starfsmanns hins danska Niels Bohrs sem leikrit Michael Frayns, Copenhagen, gerði skil, stendur enn. Þessi vinátta sem einkennist af visku, inn- sýn og æðruleysi þeirra sem mótast hafa af öllu því sem fylgir nálægðinni við völd, áhrif og heimssögulega atburði hefur haft djúp og varanleg áhrif á mig. Þessa vináttu og margt fleira á ég Sigurgeiri að þakka. Umræðan einkenndist af hræðslu og fáfræði Meðan Sigurgeir beið endalokanna einkenndist umræðan hér á Íslandi af hræðslu og fáfræði um eyðni og eyðnismithættu. Þetta lagðist þungt á Sigurgeir. Oft spurði hann mig hvað hann hefði gert rangt og hvernig hann hefði eiginlega átt að vera. Nokkrum klukkustundum fyrir andlátið bað hann mig fyrir bréf sem hann vildi að ég læsi fyrir fjölskylduna þegar hann væri „farinn“. Mér þykir svo hræðilegt að þetta skyldi koma fyrir. Mér þykir vænt um ykkur öll. Ég missti stjórn á óttanum, ég veit bara ekki hvað verður um mig og það finnst mér hræði- legt. Góður Guð styrki ykkur, í Jesú nafni, amen. Ykkar Sigurgeir. … Ó mamma, fyrir- gefðu mér. Ég veit ekkert hvað ég á að segja, ég vona til Guðs að hann styrki ykkur öll. Það var sárt að missa Sigurgeir og erfitt að syrgja hann í felum. Sorgin hefur sinn gang frammi fyrir leyndardómum lífs og dauða, en vitundin um það að Sigurgeir hafi dáið með sektarkennd vegna þess hver hann var og hvernig komið var fyrir honum gerði sorgina að sársauka sem náði langt út yfir missinn og tómið sem tók við að honum gengnum. Af afdrifum Sigurgeirs Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar um bróður sinn, Sigurgeir Þórðarson heitinn. Meðan Sigurgeir beið endalokanna einkenndist umræðan hér á Íslandi af hræðslu og fáfræði um eyðni og eyðnismithættu. Þetta lagðist þungt á Sigurgeir. Oft spurði hann mig hvað hann hefði gert rangt og hvernig hann hefði eiginlega átt að vera. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Náttúrulega skemmtilegt á Menningarnótt Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mæta með grillvagninn og grilla lambakjöt fyrir gesti og gangandi milli kl. 13-15 á Miðbakkanum. Gleðilega Menningarnótt - Náttúrulega. Skemmtidagskrá13:00-13:30 Skoppa og Skrítla13:30-14:00 Sirkus Íslands 14:00-14:30 Jón Jónsson Kynnir: Atli Þór Albertsson Miðbakki Kolaportið Listasafn Reykjavíkur Geirsgata Grill& gleði Tryggvagata LAMBAKJOT.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.