Fréttablaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 41
Kynningarblað Tækninýjungar, þvottaherbergi,
þvottaleiðbeiningar og góð ráð.
ÞVOTTAVÉLAR
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
&ÞURRKARAR
Bosch-vörumerkið er meðal þeirra best þekktu í heimin-um enda byggir það á göml-
um og traustum grunni. Robert
Bosch stofnaði fyrirtækið árið
1886 en það var árið 1933, fyrir
áttatíu árum, sem fyrsta heimilis-
tækið kom á markað, tromlulaga
60 lítra kæliskápur. Næstu ára-
tugi bættust í hópinn ýmis tæki á
borð við hrærivélar (1952) og svo
þvottavélar (1958). Nú eru Bosch-
heimilistækin þau mest seldu
í Evrópu og þekkt úti um allan
heim,“ segir Ólafur Óskarsson,
verslunarstjóri Bosch-búðarinnar.
„Bosch-merkið hefur því loks
fengið varanlegan samanstað hér
á Íslandi,“ segir Ólafur en í þessari
smekklegu verslun má fá allt frá
brauðristum upp í ameríska kæli-
skápa. „Þá bjóðum við einnig upp
á vandaða gjafavöru og borð búnað
frá þekktum framleiðendum,“
bætir Ólafur við.
Tæknilega fullkomnar vélar
Í Bosch-búðinni er fínt úrval af
þvottavélum og þurrkurum frá
Bosch. „Við veljum þau tæki sem
við teljum best fyrir íslenskan
markað en hægt er að fá vélar á
verði frá um hundrað þúsund
krónum og upp úr,“ lýsir Ólafur og
segir fólk ekki svikið af vélunum
frá Bosch.
„Bosch er leiðandi í tækninýj-
ungum á markaðnum en til marks
um það er að fyrirtækið sækir
um flest einkaleyfi í Þýskalandi í
þessum geira,“ segir hann.
Ólafur tekur sem dæmi þvotta-
efnisskammtara. „Þá fyllir fólk
hólfið af f ljótandi þvottaefni en
vélin sér sjálf um að skammta því.
Þannig er komist hjá því að nota of
mikið þvottaefni,“ útskýrir hann.
Bosch hefur einnig þróað af-
bragðsgóð blettakerfi en í full-
komnustu þvottavélunum eru
17 mismunandi blettakerfi. „Þar
má meðal annars nefna sérstakt
kerfi til að losna við grasgrænu
úr fatnaði og kerfi til að fjarlægja
bletti vegna snyrtivara, rauðvíns,
súkkulaðis, barnamatar og svo
framvegis,“ segir Ólafur.
Hið nýjasta í þurrkurum frá
Bosch er sjálfhreinsandi þéttir.
„Venjulega er nauðsynlegt að
hreinsa þéttana reglulega en með
þessari nýju tækni sleppur fólk við
það. Einnig halda þessir þurrkarar
frá Bosch þurrkhæfni sinni meðan
aðrar vélar missa þurrkhæfnina
þegar þær eldast og einnig eftir
því sem þéttirinn verður skítugri.“
Umhverfisvænt starf
Hjá Bosch hefur verið unnið ötul-
lega að umhverfismálum allt frá
árinu 1973. „Fyrirtækið hefur tví-
þætta stefnu, sem annars vegar
lýtur að gæðum og hins vegar
sjálfbærni,“ segir Ólafur og bendir
til að mynda á að árið 1995 hafi
Bosch innleitt alhliða umhverf-
isstjórnunarkerfi í öllum verk-
smiðjum sínum til að auka skil-
virkni í þessum málum.
Þvottavélarnar frá Bosch nota til
dæmis afar lítið vatn sem kemur sér
vel í heimi þar sem vatn er munaðar-
vara. „Þá er endingin á tækjunum
einnig mjög góð sem gerir það að
verkum að þau eru umhverfisvæn.“
Bosch er með um 42 verk smiðjur
í öllum heiminum og þar af um
þrjátíu í Evrópu sem framleiða
nánast allt fyrir Evrópumarkað.
„Í verksmiðjunum, sem eru allar
í eigu Bosch, er farið eftir afar ná-
kvæmum stöðlum þar sem tækni
og hugvit Bosch skilar sér í einkar
góðri endingu og mjög lágri bilana-
tíðni,“ segir Ólafur.
Framúrskarandi þjónusta
Starfsmenn Bosch-búðarinnar
leitast við að veita viðskipta vinum
sínum persónulega og framúr-
skarandi þjónustu í þægilegu um-
hverfi. Verslunin býður sömu leiðis
upp á skjóta og góða viðhalds- og
viðgerðarþjónustu. „Við erum
með verkstæði sem byggir á ára-
tuga reynslu og þekkingu. Þar eru
mjög reyndir og hæfir starfsmenn
sem eru í beinum sam skiptum
við Bosch og hafa aðgang að vara-
hlutum og þekkingu frá fyrstu
hendi,“ segir Ólafur.
Hann býður alla velkomna í
Bosch-búðina í Hlíðasmára 3, rétt
ofan við Smáralind. Þeim sem vilja
nálgast fleiri upplýsingar er bent á
www.bosch.is.
Bosch er leiðandi
í tækninýjungum
Heimilistækin frá Bosch eru þau mest seldu í Evrópu. Þetta gæðamerki hefur
loks eignast samastað á Íslandi með eigin verslun en Bosch-búðin var opnuð í
Hlíðasmára 3 í Kópavogi í sumar.
Bosch-búðin er glæsileg ný verslun með hágæðaheimilistæki frá Bosch. Verslunin er í Hlíðasmára 3 í Kópavogi og því vel staðsett á miðju höfuðborgarsvæðinu. MYND/STEFÁN