Fréttablaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 92
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60
BAKÞANKAR
Hildar
Sverrisdóttur
Scarlett Johansson segist æfa eins
og strákur þegar hún skellir sér í
ræktina.
„Ég fer tvisvar í viku í ræktina
en ef ég er að undirbúa mig
fyrir hlutverk fer ég stundum á
hverjum degi. Ég er ekki hrifin
af brennsluæfingum. Mér finnst
gott að lyfta lóðum og gera maga-
æfingar. Ef ég á að segja alveg
eins og er þá æfi ég eins og
strákur,“ sagði leikkonan í viðtali
við tímaritið Elle.
Hin 28 ára Johansson farðar sig
alltaf áður en hún fer út úr húsi.
„Ég hef alltaf elskað augnskugga.
Þegar ég var yngri farðaði móðir
mín sig alltaf vel áður en hún fór
út. Ég hef erft hennar venjur.“
Til að halda húðinni silkimjúkri
og glansandi ber hún einnig á sig
sítrónusafa.
Æfi r eins og strákur
Scarlett Johansson æfi r eins og strákur í ræktinni.
SCARLETT JOHANSSON Leikkonan
tekur vel á því í ræktinni tvisvar í viku.
Norðurírski leikarinn Liam Neeson
styður við bakið á Christine Quinn
sem hefur boðið sig fram sem
borgarstjóri í New York. Forfeður
hennar eru írskir.
„Ég er stoltur
af því að styðja
Chris Quinn sem
næsta borgar-
stjórann okkar. Ég
var áhugaboxari
áður en ég gerðist
leikari og ég þekki
góðan bardaga-
mann þegar ég kem auga á hann.
Enginn mun leggja harðar að sér
en Chris Quinn fyrir íbúa New
York,“ sagði leikarinn.
Kosið verður um borgarstjóra
í New York í nóvember næst-
komandi.
Liam Neeson
styður Quinn
LIAM NEESON
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
KICK ASS 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20
PERCY JACKSON KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20
2 GUNS KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30
WAY WAY BACK KL. 8
STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL KL.3.20 (TILBOÐ)
STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL.3.20 (TILBOÐ) - 5.40
THE HEAT KL. 10.20
STRUMPARNIR 3D KL. 6
ONLY GOD FORGIVES KL. 8 - 10 / WOLVERINE 3D KL. 10
GROWN UPS 2 KL. 6 - 8 Miðasala á: og
KICK ASS 2 KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20
PERCY JACKSON KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20
2 GUNS KL. 5.30 - 8 - 10.30
2 GUNS LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30
STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL KL.1 (TILBOÐ) - 3.20
STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL.1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40
WOLVERINE 3D KL. 10.20
GROWN UPS KL. 8
-H.G., MBL -V.G., DV
-T.V. - BÍÓVEFURINN.IS / SÉÐ & HEYRT
“SPARKAR FAST Í MEIRIHLUTANN Á AFÞREYINGARMYNDUM
SUMARSINS. FÍLAÐI HANA Í BOTN.”
ÖRLÖG HEIMSINS ERU Í HANS HÖNDUM
KL. 13 SMÁRABÍO
KL. 15.20 HÁSKÓLABÍÓ
ÖRLÖG HEIMSINS ERU Í HANS HÖNDUM
KL. 13 SMÁRABÍO Í 2D OG 3D
KL. 15.20 HÁSKÓLABÍÓ Í 2D OG 3D
3D
2D
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
ROGER EBERT
COSMOPOLITAN
JULIANN GAREY / MARIE CLAIRE
SCOTT MANTZ / ACCESS HOLLYWOOD
H.G., MBL V.G., DV
T.V. - BÍÓVEFURINN.IS/SÉÐ & HEYRT
ENTERTAINMENT WEEKLY
KICK ASS 2 5, 8, 10.20 (P)
PERCY JACKSON 2, 5, 8
2 GUNS 2, 8, 10.20
STRUMPARNIR 2 2, 5 2D
GROWN UPS 2 10.20
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
T.V. - Bíóvefurinn
-H.G., MBL
5%
DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS
Undanfarna daga er búið að vera einstak-lega notalegt að vera á Facebook þar
sem hver á fætur öðrum tilkynnir um mara-
þonhlaup í þágu góðgerða. Það er fallegt
hvað margir styrkja eitthvað sem er þeim
tengt, í minningu eða til stuðnings einhverj-
um sem þeim þykir vænt um. Það minnir
okkur á það góða við að vera í samfélagi
manna.
GÓÐGERÐARMÁL þessara fallegu
hlaupara eru því fjölbreytt og lang-
flest heilbrigðistengd – og mörg þeirra
eru á vegum ríkisins. Hvað segir það
okkur? Er með því verið að samþykkja
að skattarnir okkar dugi ekki fyrir
þjónustunni og því sé sjálfsagt að
bæta í með einkaframtaki? Það væri
áhugaverð niðurstaða í samfélagi
sem hefur komið sér saman um að
sanngjarnt heilbrigðiskerfi sé í for-
gangi þegar deilt er úr sameiginleg-
um sjóðum okkar.
EINS þegar ríkisspítaladeild fer í
sjónvarpssöfnun til að fjármagna
kaup á nauðsynlegu tæki. Við bregð-
umst skjótt við og bætum tugum
milljóna við þegar greidda skattpen-
inga svo ríkið geti fjárfest í tækinu.
Það er fallegt og auðvitað sjálfsagt að ríkið
sé aðstoðað á þann hátt sem fólki sýnist,
hvort sem er með fjárfram lögum eða hlaup-
um – þótt vonandi þurfi heilbrigðiskerfið
ekki til lengdar að reiða sig á hlaupaþol
þjóðarinnar.
HINS vegar má spyrja af hverju sé þörf á
að aðstoða ríkið við að halda úti lögbundinni
grunnþjónustu í staðinn fyrir að aukastuðn-
ingur okkar geti frekar farið til verkefna
sem eru mikið til eða jafnvel alfarið háð
frjálsum framlögum.
Í tilefni dagsins liggur beint við að velta
upp menningunni sem dæmi í því samhengi.
Á listanum yfir verkefni sem maraþon-
hlaupararnir styrkja var ekkert menning-
artengt, kannski út af því að menning er
yfirleitt ekki tengd við góðgerðarmál. En
af hverju ekki? Samfélag án menningar er
fátækt samfélag. Það skiptir máli að hlúð
sé að menningu og þá ekki síst að stutt sé
við kraft og sköpunargleði menningarlegs
einkaframtaks.
TIL dæmis er einkaframtakshópur að safna
fyrir sirkustjaldi. Mér þætti vel við hæfi að
einhver hlypi í þágu sirkushláturs – þegar
allt kemur til alls þá lengir hann víst lífið.
Heilbrigðiskerfi á hlaupum