Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 2013 | SKOÐUN | 15 Í helgarblaði Fréttablaðs- ins var greint frá því að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefði vísað málefni ungbarnaleik- skóla til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn sem voru vistuð þar hafi verið beitt ofbeldi. Á sömu blaðsíðu birtist lítil og sakleysisleg frétt um að öll börn fædd 2011 eða fyrr hefðu fengið leik- skólapláss, en að enn eigi eftir að ráða í 75 stöðu- gildi. Seinni fréttin er svo kunnugleg að fæstir kippa sér upp við hana. En hvað í ósköpunum er leikskóli án starfs- fólks? Sú goðsögn virðist enn við lýði að ungbörn hafi mjög einfaldar þarfir sem nánast hver sem er geti sinnt. Þess vegna hefur gætt tilhneigingar til að láta óreynt og ófagmenntað fólk sinna minnstu börnunum. Þetta gengur þvert á alla þekkingu sem sýnir að fyrstu þrjú ár ævinnar eru mikilvæg- asta þroskaskeið hverrar mann- eskju. Á þeim aldri er heili barna í mótun og lykilatriði að tempra líðan þeirra og draga úr streitu. Því þurfa ungbörn einstaklings- miðaða og næma umönnun fárra sem þau geta treyst og tengst til- finningaböndum. Það ber vott um fáfræði að tala um óþekkt og aga- vandamál hjá ungbörnum og beit- ing refsinga er eitthvað sem ætti að heyra sögunni til. Menntun er gríðarlega mikilvæg en hún dugar ekki til ef starfsmanninn skortir þroska, hæfileika til að finna til með börnum eða getu til að halda aftur af eigin skaps- munum. Hvergi er jafnmikilvægt að vanda val á starfsfólki og við umönnun ungbarna en það gefur auga leið að fjársveltir leikskólar eru ekki í góðri samkeppnisað- stöðu á vinnumarkaðnum. Samfélagslegur vandi Allir sem hafa annast ung- börn vita að langvarandi grátur þeirra getur komið manni úr jafnvægi. Þetta setur ómálga ungbörn í ákaflega viðkvæma stöðu. Annars vegar reyna þau á þolrif þeirra sem annast þau en hins vegar eru þau ófær um að segja frá reynslu sinni. Af þeim sökum er vandi ungbarna sem verða fyrir ofbeldi svo kirfilega falinn að börn yngri en þriggja ára komast hvergi á blað þegar fjallað er um ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Við skulum þó ekki ímynda okkur að ungbörn sleppi undan ofbeldi. Þvert á móti áætla erlendir sér- fræðingar að börn á fyrsta ári séu í áttfalt meiri hættu en þau sem eldri eru. Ofbeldi gegn ungbörnum og afneitun þess er alvarlegur sam- félagslegur vandi sem brýnt er að takast á við með margþættum aðgerðum. Auka þarf menntun þeirra sem sinna ungbörnum, efla barnaverndarnefndir og gefa fjöl- skyldum í vanda kost á viðeigandi aðstoð og meðferð. Á leikskólum verður að tryggja nægilegan fjölda hæfs starfsfólks og bæta eftirlit. Síðast en ekki síst þarf að brýna almenning og fagfólk til að snúa sér til barnaverndarnefnda þegar grunur vaknar um að börn séu vanrækt eða sæti illri meðferð. Það er siðferðileg skylda allra að hugsa vel um viðkvæmasta og varnarminnsta fólkið okkar. Það er líka góð hagfræði. Það er komið kvöld. Fjöl skyldan er sest niður í kjölfar þess að hafa borðað saman og ætlar að horfa á sjónvarpið. Pabbinn er með fjarstýringuna og hann hækkar í tækinu þar til allir ætla að ærast. Hann er beðinn um að lækka í snatri en skilur ekkert í þessu fjaðrafoki. Dóttirin spyr: „Æi pabbi, ertu heyrnarlaus?“ Hvað er þetta eiginlega? Hann verður að heyra hvað fréttaþulur- inn segir! Gerir sér enga grein fyrir því að hann er að hlusta á allt öðrum forsendum en hinir. Samt hefur hann tekið eftir því að honum finnst hann ekki alltaf heyra það sem sagt er. Áður fyrr var þetta ekki vanda- mál en núna finnst honum eigin- lega ekkert gaman lengur að fara í gleðskap og forðast það. Alltof mikið glamur og hann heyrir ekkert hvað fólk er að segja. Konan meira að segja kvartar, þau hjónin fara sjaldnar út en áður vegna þessa. Þetta hefur áhrif á sambandið, henni finnst hann ekki hlusta á sig, sem er rétt, hann heyrir ekki alltaf það sem hún er að segja. Hérna áður fyrr heyrði hann en kaus bara að láta sem hann heyrði ekki. Það var ágætt stundum en núna er þetta orðið óþægilegt. Hann þarf ítrekað að láta viðskiptavini sína endurtaka það sem þeir segja, biðja þá að tala hægar og skýrar, sérstaklega ef það eru umhverfis- hljóð til viðbótar eða margir að tala í einu. Þetta hlýtur að vera aldurinn, hugsar hann, og gerir ekkert í málinu. Hann vann áður fyrr þar sem var mikill hávaði og heyrnin hlýtur að hafa farið með því, ekkert við því að gera … en hann er bara 55 ára. Klassísk saga Þessi saga er klassísk og við getum flest tengt hana við ein- hvern sem við þekkjum. Við vitum að heyrnin versnar með árunum, ákveðin hrörnun á sér stað, rétt eins og gerist þegar við fáum hrukkur. Þá spila erfða- þættir, lyf og sjúkdómar líka inn í heyrnarmissi einstaklinga. Hins vegar er það alveg stórmerkilegt hvað einstaklingum er oft lítið annt um heyrn sína. Þeir átta sig kannski ekki á því undir hvaða kringumstæðum þeir geta misst hana eða fá einfaldlega lélegar leiðbeiningar og búnað til að verj- ast heyrnarskaða. Svo eru þeir sem ekki geta varið sig sjálfir og þurfa að treysta á aðra. Það að missa heyrnina alveg er vitaskuld mikil fötlun og það að missa ákveðin tíðnisvið út er óþægilegt og getur haft afleið- ingar, jafnvel leitt til þess að við- komandi geti ekki sinnt starfi sínu lengur. Sá sem tapar heyrn gerir það oftast varanlega, því miður. Vinnuverndarlögin og reglugerð um varnir gegn hávaða á vinnustöðum eiga að varna gegn slíku og setja ríkar skyldur á herðar bæði starfsfólks og vinnuveitenda. Það hefur orðið mikil bragarbót undanfarin ár en betur má ef duga skal og því verkefni er aldrei lokið. Um- ræðan er oft tengd stórum vinnu- stöðum og iðnaði, en það gleymist að við getum orðið fyrir heyrnar- skaða víðar. Töff að verja sig Það er til dæmis þekkt að jafn- gildishávaði á leikskólum er í flestum tilvikum of hár og hægt að færa rök fyrir því að leikskóla- kennarar ættu að nota heyrnar- hlífar ekki síður en börnin sjálf, svipað og inni í álveri. Það hljómar ankannalega en er stað- reynd. Það hljómar líka fárán- lega að vera með heyrnarhlífar í spinning- eða eróbikktíma, en það væri sennilega afar skynsamlegt. Reyndar er alveg merkilegt að hugsa til þess að fara í heilsurækt og byggja upp líkamann en eyði- leggja mögulega heyrnina í leið- inni. Þeir einstaklingar sem lesa þessa grein og hafa farið út úr tíma með suð í eyrum vita hvað ég er að tala um. Hið sama gildir um tónleika þar sem markmiðið virðist vera að valda skaða frem- ur en að njóta tónlistar. Ekki má gleyma unglingunum með nýrri og flottari útgáfur af vasadiskó en við þekktum hér áður. Þeir sem stunda skotveiði án góðra heyrnarhlífa eru að leika sér að eldinum. Eitt skot úr byssu er nóg til að eyðileggja heyrnina fyrir lífstíð. Það hlýtur að vera hvimleitt þegar lagt er við hlustir til að átta sig á bráðinni að heyra ekki nægjanlega vel. Þeim ætti því að vera sérstaklega umhugað um varnir. Ég gæti eflaust talið upp mun fleiri dæmi en markmiðið með þessari grein er hins vegar að opna umræðu og auka vitund um heyrnarskaða og varnir gegn honum. Það er töff að verja sig og það eru lífsgæði að vera ekki með suð í eyrunum, geta fylgst með samræðum í gleðskap og þurfa ekki að segja „Ha?“ fyrir aldur fram. Ha, hvað sagðirðu? Ofbeldi gegn ómálga börnum Nýlega var birt skýrsla bandarísku stofnunarinnar National Oceanic and Atmospheric Administra- tion (NOAA) um niður- stöður rannsókna nærri 400 sérfræðinga og stofnana um helstu einkenni veður- farsbreytinga ársins 2012 á heimsvísu. Meginniður- staðan er þessi: Að árinu 1998 slepptu hefur ekkert ár, frá árinu 1900, verið hlýrra en árið 2012. Tíu helstu einkennin eru þessi: 1. Á stórum landsvæðum í Brasi- líu og Norður-Ameríku hafa verri þurrkar ekki gengið yfir í þrjá áratugi. 2. Í afríska Sahel-beltinu, stærsta þurrkasvæði jarðar, hefur ekki rignt meira í hálfa öld. 3. Þróun síðustu ára, sem felst í minni úrkomu á svæðum með meðalmikilli eða mikilli úrkomu en minnkandi úrkomu á þurrkasvæðum, heldur áfram. 4. Snarhækkandi hitastigi í lægri loftlögum fylgir óvenju hröð kólnun í heiðhvolfinu. Áhrif þessa gætir sífellt harðar í afbrigðilegu veðurfari. 5. Hitastig í efstu 700 metrum hafanna er áfram afar hátt og hitahækkunar er farið að gæta þar fyrir neðan. 6. Kröppum hitabeltislægðum fjölgaði ekki 2012 og var talan undir meðaltali 1981-2010 en stormlægðum fjölgaði á Norður-Atlantshafinu (þ.m.t. Sandy). 7. Magn snævar og íss á Norðurskautsvæðinu hefur aldrei verið minna en á árinu, allt frá því að mælingar hófust. Í Alaska mældust hæstu hitagildi á sífrerasvæðum sem sést hafa. 8. Nær allur Grænlands- jökull bar merki ísbráðn- unar í júlí, fjórfalt umfangs- meiri en meðaltal segir til um. 9. Veðurfar var næsta stöðugt á Suðurskautssvæðinu og hafís- inn þar sá mesti síðan 1978. 10. Magn koltvíoxíðs í loft- hjúpnum mældist næstum 400 ppm (milljónustu hlutar). Önnur gróðurhúsagös mæld- ust líka hærri en nokkru sinni fyrr og eru hlýnunaráhrif allra gasanna árið 2012 talin vera þriðjungi meiri en á við- miðunarárinu 1990. Skýrsla sem þessi, skýrslur alþjóðastofnana, yfirlit Alþjóða- bankans og sífellt fleiri og stærri vandamál vegna veðurfarsbreytinga ættu að ýta undir alþjóðasamkomu- lag um helstu viðbrögð og breyting- ar á vinnslu og notkun kola, jarðgass og jarðolíu. Blinda, sérhags munir, rangar mótbárur og Pollýönnu- leikur einkenna samt yfirlýsingar stjórnvalda víðast hvar, fyrirætlanir stórra vinnslufyrirtækja í jarðefna- geiranum og orð fjölmargra ráða- manna um allan heim, einnig hér á landi. Það þarf að skipta um stefnu. Veðurfarsbreytingar: Okkar ábyrgð? HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Konan meira að segja kvartar, þau hjónin fara sjaldnar út en áður vegna þessa. Þetta hefur áhrif á sambandið, henni finnst hann ekki hlusta á sig, sem er rétt, hann heyrir ekki alltaf það sem hún er að segja. Hérna áður fyrr heyrði hann en kaus bara að láta sem hann heyrði ekki. Það var ágætt stundum en núna er þetta orðið óþægilegt. SAMFÉLAG Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá Miðstöð foreldra og barna ➜ Ofbeldi gegn ung- börnum og afneitun þess er alvarlegur samfélagslegur vandi sem brýnt er að takast á við … UMHVERFIS- MÁL Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur ➜ Það þarf að skipta um stefnu. ALVÖRU VEFSÍÐUGERÐ HTML - CSS - Photoshop - WP Um námskeiðið: Kennd verður vefsíðugerð frá grunni þar sem farið er ítarlega í HTML, CSS og Photoshop. Ennfremur er kennt á hið vinsæla vefum- sjónarkerfi Wordpress. Í lokin gera nemendur sína eigin vefsíðu frá grunni. Spennandi námskeið fyrir þá sem vilja verða sjálfbærir í vefsíðugerð. Nánari upplýsingar er að finna á ntv.is Lengd námskeiðs 198 kennslustundir Verð: 189.000 Næsta námskeið Kvöldnámskeið hefst 10. september Helstu námsþættir (nánar á ntv.is) Almennt um vefsíðugerð Myndvinnsla fyrir vefinn HTML og CSS WordPress Lokaverkefni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.