Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 12
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 EFNAHAGSMÁL Niðurstaða nýrrar kjarakönnunar, sem unnin var fyrir Bandalag háskólamanna (BHM), sýnir að enn er langt í land hvað varðar óútskýrðan launamun kynjanna. Kjarakönnunin var gerð af fyrir tækinu Maskínu fyrir banda- lagið og aðildarfélög þess og fjallar um laun félagsmanna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Samkvæmt könnuninni var launamunur kynjanna 16,3 prósent í febrúar á þessu ári, þegar tekin eru mánaðarlaun fyrir aðal- starf félagsmanna. Þegar launa- munurinn hefur svo verið leið- réttur með tilliti til starfshlutfalls, vinnustunda, aldurs, mennt- unar, mannafor- ráða og fjárhags- legrar ábyrgðar er launamunur- inn samt sem áður 8,4 prósent. „Ljótasta nið- u r s t a ð a n ú r könnuninni var launamunur kynj anna, sem slær mikið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Hún bætir við að aldrei eigi að ríkja óútskýrður launamunur milli háskóla menntaðra manna. Heildarlaun karla í félaginu voru að meðaltali 579 þúsund krónur en laun kvenna á sama tímabili námu 497 þúsund krónum, og munar þar um rúmlega 80 þúsund krónum. Launamunur kynjanna í árslaun- um árið 2012 nam 21 prósenti, en leiðrétti munurinn 11,9 prósentum. Könnunin sýnir jafnframt að konur eiga frekar á hættu að verða fyrir launamisrétti ef þær starfa hjá hinu opinbera en á hinum almenna vinnumarkaði. Til að mynda nemur launamunur hjá Reykjavíkurborg 8,5 prósentum en hann er 8 prósent hjá einkafyrir- tækjum í febrúar á þessu ári. „Það á að liggja alveg klárt fyrir hjá ríki og sveitarfélögum að launa- kerfin fyrirbyggi kyn bundinn launamun, en þau eru ekki að skora betur en aðrir atvinnurek- endur,“ segir Guðlaug og bætir við að munurinn sé allt of hár. „Það sem var ánægjulegt við könnunina er að hún sýnir að laun hækka eftir því sem menntun eykst og með það getum við verið sátt,“ segir Guðlaug. BHM er félag sem vinnur að réttindum háskólamenntaðra manna. Könnunin er sú fyrsta sem kemur frá félaginu og segir Guðlaug að vænta megi sambæri- legrar könnunar frá félaginu á ári hverju í framtíðinni. „Nú erum við byrjuð að safna í gagna bankann, sem vonandi nýtist til þess að ná fram sem mestum jöfnuði og bestum kjörum fyrir félagsmenn á komandi árum. BHM mun nú vinna að því að tækla þennan launamun á öllum mögulegum vígstöðum og þar á meðal í kjara- viðræðum í haust.“ lovisa@frettabladid.is         !   "   # $%   &      '       ()*       # ,  -*  ,    3   ' # #, )4 ##       ## 2                 '       # &   ' ##5 6  ! 7*' # 7," #   82 &       #  #   ,  , %  &   # #  29 :: 4% "",  ;  #,       #    ' #*7  '   '2 <, ""%  ,===22 VIÐSKIPTI Jón S. von Tetchner, fjár- festir og annar stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, hefur keypt 23 prósenta hlut í sam- skiptamiðlinum og frumkvöðla- fyrirtækinu Spyr.is. Fyrirtækið var stofnað þann 6. október árið 2012 af tólf konum sem langaði til þess að efla gagnsæi í sam félaginu og gefa almenningi greiðari aðgang að upplýsingum. „Spyr.is er bráðskemmtileg hugmynd og eitthvað sem passar samtímanum mjög vel. Það er mikið af góðu efni á Spyr.is þar sem lesendur fá að ráða ferðinni,“ segir Jón. Hann hefur mikla trú á því að þjónusta fyrirtækisins eigi eftir að vaxa vel hér á landi sem og erlendis. Spyr hefur það hlutverk að kalla eftir upplýsingum fyrir hönd almennings og nú þegar hafa um fimm hundruð aðilar svarað lesendum síðunnar. Rakel Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Spyr.is er afar ánægð með nýja hluthafann í hópnum. „Við viljum auka fjölbreytni í eigendahóp fyrirtækisins og þar skiptir miklu máli að fá öflugan mann í hópinn, eins og Jón. Hann er sjálfur frumkvöðull með mikla reynslu, en notendur Opera telja nú um 300 milljónir,“ segir Rakel, sem sjálf á um 30 prósenta hlut í Spyr.is. Ásamt kaupunum stefnir Jón nú að því að opna frum- kvöðlasetur á Eiðistorgi með aðstöðu fyrir sprota- fyrirtæki og tengingu við sams konar setur í Noregi og Boston, sem einnig eru á vegum Jóns. Spyr.is mun flytja aðsetur sitt þangað í næsta mánuði ásamt öðrum sprotafyrirtækjum. - le Jón S. von Tetzchner hefur fest kaup á stórum hluta í Spyr.is og hyggst opna frumkvöðlasetur á Eiðistorgi: Fyrsti karlmaðurinn í hluthafahópnum Heildargreiðslur í febrúar 2013 Launamunur kynja: 16,3% Að teknu tilliti til: Starfshlutfalls og vinnustunda 11,0% Aldurs og menntunar 8,9% Mannaforráða og fjárhagslegrar ábyrgðar 8,4% PI PA R\ TB W A W A \T BW PA R\ PI PA S ÍASÍ A S ÍA 13 24 355 24 35 13 2 Skeifunni 11B Reykjavík Sími 519 7550 promennt@promennt.is promennt.is Námskeið sérstaklega ætlað 60 ára og eldri sem litla sem enga tölvukunnáttu hafa. Hæg yfirferð með reglulegum upprifjunum og endurtekningum í umsjá þolinmóðra og reyndra kennara. Tölvugrunnur, internetið og tölvupóstur. Hefst: Kennt: (sjö skipti) frá Verð: (Kennslubók á íslensku innifalin) Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undir- stöðu. Byrjað er á upprifjun tölvugrunns áður en haldið er lengra í ritvinnslu. Frekari æfingar í notkun internets (t.d. Facebook o.fl.) og í allri meðferð tölvupósts. Hefst: Kennt: (sjö skipti) frá Verð: (Kennslubók á íslensku innifalin) Vinsælt og gagnlegt námskeið þar sem tekið er fyrir það helsta sem almennir notendur þurfa að kunna um stafrænar myndavélar. Yfirfærsla mynda í heimilistölvuna, skipulag myndasafns, einfaldar lagfæringar, myndir prentaðar og sendar í tölvupósti. Hefst: Kennt: (fjögur skipti) frá Verð: (Kennsluhefti á íslensku innifalið) ALHLIÐA SÓTTHREINSIR 500 ml úðabrúsi VERÐ 539 KR. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is PVC-FILMA 45 cm x 300 m Verð frá 1.830 kr. FÖST SÁPA í sjálfvirkar uppþvottavélar, 5 kg Stóreldhús Í Rekstrarlandi býðst fjölbreytt úrval af þaulreyndum stóreldhúsvörum fyrir allar gerðir eldhúsa. VNR. 98145 VNR. 99607 VNR. 92674 Launamunur kynja rúmlega átta prósent Leiðréttur launamunur kynjanna var 8,4 prósent í febrúar á þessu ári, ef marka má nýja kjarakönnun Bandalags háskólamanna. Formaður samtakanna segir niður- stöðuna sláandi og að hún muni setja mark sitt á komandi kjaraviðræður í haust. JÖFNUÐI EKKI NÁÐ Kven- réttindadagurinn er haldinn 19. júní ár hvert, þar sem fólk kemur saman og berst meðal annars fyrir jöfnuði á atvinnu markaði. Niðurstaða kjarakönnunar BHM sýnir að enn sé langt í land. GUÐLAUG KRISTJÁNS- DÓTTIR Merkilegt þykir að þegar reiknaður er óútskýrður launamunur kynjanna eftir vinnuveitendum kemur í ljós að mestur er munurinn hjá Reykjavíkur- borg. Leiðréttur launamunur hjá borginni nemur 8,5 prósentum og hjá ríki 8,3 prósentum. Munurinn er 8 prósent hjá einkafyrirtækjum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að niðurstaðan komi sér á óvart og þá sérstaklega þar sem það eigi að liggja klárt fyrir hjá ríki og sveitarfélögum að launakerfin fyrirbyggi kynbundin launamun. KYNBUNDINN LAUNAMUNUR MESTUR HJÁ BORGINNI UMFERÐ Félag íslenskra bifreiða eigenda (FÍB) hvetur vegfarendur til þess að senda myndir af stöðum þar sem fólk telur merkingum vegna gang- brauta ábótavant. FÍB telur ámælisvert hversu illa gönguleiðir yfir umferðar- götur eru merktar. Slæmar og óljósar merkingar við skóla og í grennd við þá telur félagið sér- staklega varhugaverðar. „Gervi- gangbrautir“ sem víða sjást skapi óvissu hjá vegfarendum. - hrs FÍB gagnrýnir gangbrautir: Hvetur fólk til myndatöku Jón Stephenson von Tetzchner hefur fjárfest í nýsköpunarfyrir- tækjum á Íslandi. Auk Spyr.is hefur hann meðal annars nýlega fjárfest í fjarskiptafyrirtækinu Hringdu, hug búnaðarfyrirtækinu OZ og hönnunarfyrirtækinu SmartMedia. ➜ Öflugur fjárfestir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.