Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 34
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 FÓTBOLTI „Ég elska fótbolta svo mikið að mig langar alltaf að spila aftur. Stefnan er að standa mig það vel í endurhæfingunni að ég geti spil- að aftur. Ef ég stefndi ekki á það væri aðgerð- in tilgangslaus,“ segir landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir. Miðjumaðurinn sókndjarfi gekkst undir sína fjórðu aðgerð á ferlinum vegna krossbandsslita í hné þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gömul. Meiðslin gerðu vart við sig á morgunæfingu liðsins eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar. „Ég bjóst ekki við því að hafa slitið en fékk þessa tilfinningu. Þetta var ekki vont en ég vissi líka að það væri eitthvað að inni í hnénu. Eins og ég hefði slitið,“ segir Mosfellingurinn uppaldi sem sleit í þriðja skipti á vinstri fæti. Hún segir ástæðu þess að sársaukinn var lítill líklegast vegna þess að sinin sem hún sleit var ekki hennar eigin. „Í fyrstu tvö skiptin sem ég sleit voru notaðar sinar úr aftanlærisvöðvunum í aðgerðina. Það er hins vegar bara hægt einu sinni,“ segir Guðný Björk sem segir aðgerðina, sem fram fór á miðvikudaginn, hafa gengið vel. Guðný Björk var á léttri sendingaæfingu í upphitun íslenska liðsins þegar krossbandið slitnaði, sem er óvanalegt enda mun algengara að leik- menn slasi sig við meiri ákefð. Hún segist hafa æft með íslenska liðinu út Evrópumótið, að öllu leyti nema í spili, enda ekki verið fullviss um að krossbandið væri slitið. Langaði strax í stuðning fjölskkyldunnar Eftir tvær æfingar með liði sínu Kristianstad í Svíþjóð gerði læknir henni ljóst að hún þyrfti að fara í aðgerð. „Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég ætlaði bara að flytja heim til mömmu og byrja nýtt líf. Mann langar strax í stuðning frá fjölskyldu fyrst þegar maður fer í gegnum þetta,“ segir Guðný Björk. Sú hugsun hafi þó horfið jafn- fljótt og hún kom. „Svo hugsaði ég að ég væri búin að leggja svo mikið á mig í fótboltanum og skólanum og gengið vel þar. Það væri synd að henda því öllu í ruslið og byrja á einhverju nýju heima,“ segir Guðný sem er hálfnuð með meinatæknanám sitt ytra. Hún hafi því ákveðið að drífa sig í aðgerðina og klára skólann sem sé efst á for- gangslista hennar núna. Þótt Guðný ætli að spila fótbolta aftur viður- kennir hún að óvíst sé á hvaða stigi það verði. „Ég mæti ekki aftur til leiks og byrja að æfa tíu sinnum í viku eins og áður. Hnén mín þola það einfaldlega ekki,“ segir Guðný Björk. Samningur hennar við Kristianstad rennur út í lok leiktíðar í október en hún hefur ekki áhyggjur af því. Ást hennar á íþróttinni skipti mun meira máli en hvort hún fái samning aftur, enda peningar algjört aukaatriði. Takmörkun á fjölda útlendinga hjá hverju liði í sænsku úrvalsdeildinni geri það líka að verkum að líkur á að hún, sem slitið hefur krossbönd fjór- um sinnum, fái samning séu minni fyrir vikið. „Ég er að byrja mitt fimmta ár hér í Svíþjóð svo ég get sótt um sænskan ríkisborgararétt í janúar,“ segir Guðný Björk. Þá þyrfti hún í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af samkeppni við útlendinga. Sænsku liðin reyni eðlilega að styrkja sín lið með erlendum leikmönnum og sú samkeppni er alltaf hörð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Guðný Björk afrekað mikið á ferli sínum. Hún varð Íslands- meistari með Valskonum árin 2006 og 2007 og hefur leikið fyrir hönd allra landsliða Íslands, þar af 34 leiki með A-landsliðinu. Draumur hennar að spila fyrir hönd Íslands á stórmóti rættist svo í sumar. Spilaði með öllum landsliðunum á einu ári „Ég fékk ekkert að spila á EM í Finnlandi 2009 en ég kom inn á gegn Þýskalandi í sumar,“ segir Guðný Björk, sem sleit fyrst krossband í hné sumarið 2004 aðeins 16 ára gömul. Ári síðar var hún valin í U17 ára landsliðið í fyrsta skipti og á innan við ári spilaði hún með U19 ára, U21 árs og A-landsliði Íslands. Ótrúleg endurkoma svo ekki sé meira sagt. „Landsliðið hefur alltaf verið draumur- inn og gaf mér alltaf eitthvað til að stefna á,“ segir Guðný Björk, sem lagði hart að sér eftir fyrstu slitin aðeins sextán ára gömul. „Maður hefði getað valið að fara að drekka áfengi og skemmta sér með vinunum. En ég hef ekki enn þá dottið í þann pakka,“ segir vímuefnalausi afreksmaðurinn sem hefur getið sér gott orð fyrir harmonikkuleik sinn. Því miður getur hljóðfærið ekki stytt henni stundir í augna- blikinu. Guðný Björk fingurbrotnaði nefnilega þegar hún skellti sér í vatnsrennibrautagarð með fjölskyldu sinni á dögunum. „Núna er ég á hækjum með gifs upp á olnboga. Ég er algjörlega hreyfihömluð núna og hef því ekkert getað tekið upp nikkuna,“ segir Guðný og hlær að óförum sínum. Hún fái þó góða aðstoð og sé aðeins byrjuð að hvíla hækjurnar. Fjögur slit Guðnýjar Bjarkar á tíu árum 1. Sleit í leik með Aftureldingu í efstu deild kvenna sumarið 2004. 2. Sleit á skotæfingu með Val í í apríl 2008. 3. Sleit í æfingaleik með Kristianstad gegn Stjörnunni í mars 2012. 4. Sleit í upphitun á æfingu landsliðsinu á EM í Svíþjóð í júlí 2013. Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is Mörkin: 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (39.). Stjarnan (4-4-2): *Ingvar Jónsson 7 - Jóhann Laxdal 5, Tryggvi Bjarnason 6, Martin Rauschenberg 5, Hörður Árnason 5 - Ólafur Karl Finsen 5 (88., Gunnar Örn Jónsson -), Daníel Laxdal 7, Robert Sandnes 5, Halldór Orri Björnsson 7 - Veigar Páll Gunnarsson 6, Garðar Jóhannsson 5. ÍA (4-4-2): Páll Gísli Jónsson 6 – Einar Logi Einarsson 5, Kári Ársælsson 7, Thomas Sörensen 5, Hector Bustamante 6– Joakim Wrele 5, Jóhannes Karl Guðjónsson 6, Jón Vilhelm Ákason 7 (65., Arnar Már Guðjónsson 6), Hallur Flosason 5 (81., Andri Adolphsson - )– Ármann Smári Björnsson 7, Eggert Kári Karlsson 6 (81., Hafþór Ægir Vilhjálmsson -). Skot (á mark): 14-13 (4-5) Horn: 7-5 Varin skot: Ingvar 3 - Páll Gísli 3. 1-0 Samsungvöllur 664 áhorfendur Erlendur Eiríksson (7) Mörkin: 0-1 Einar Orri Einarsson (24.), 0-2 Bojan Stefán Ljubicic, víti (55.), 1-2 Viktor Bjarki Arnarsson (61.), 1-3 Hörður Sveinsson (85.), 2-3 Haukur Baldvinsson (87.). Fram (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 5 - Daði Guðmundsson 5 (73. Halldór H. Jónsson -), Alan Lowing 4, Steffen Haugland 5, Jordan Halsman 5– Kristinn Ingi Halldórsson 6 (85. Jon Andre Röyrane -), Viktor Bjarki Arnarsson 6, Samuel Hewson 5– Almarr Ormarsson 5, Aron Bjarnason 4 (69. Haukur Baldvinss. -), Hólmbert Friðjónsson 6. Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 7 - Endre Ove Brenne 6, Halldór Halldórsson 6, Haraldur Guðmundsson 6 , Magnús Þórir Matthíasson 6 - Bojan Stefán Ljubicic 7 (71. Andri Fannar Freysson 7), Einar Orri Einarsson 7, Jóhann B. Guðmundsson 7 (71. Magnús Þorsteinsson 5), Ray Anthony Jónsson 7 (90. Grétar Atli Grétarsson -) - Hörður Sveinsson 8*, Frans Elvarsson 5.. Skot (á mark): 11-10 (8-6) Horn: 4-9 Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 6. 2-3 Laugardalsv. 558 áhorfendur Guðmundur Á. Guðmu. (6) LEIÐRÉTT Þau leiðu mistök voru gerð í blaði gærdagsins að nafn Eiðs Smára Guðjohnsen vantaði í upptalningu um þá Íslendinga sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. PEPSI DEILDIN 2013 STAÐAN KR 15 12 1 2 37-17 37 FH 17 11 3 3 35-17 36 Stjarnan 16 10 4 2 25-15 34 Breiðablik 15 8 5 2 24-14 29 Valur 16 6 7 3 32-22 25 ÍBV 17 6 5 6 21-20 23 Fram 17 5 3 9 22-30 18 Fylkir 17 4 5 8 23-25 17 Keflavík 17 5 2 10 20-34 17 Þór 17 4 4 9 24-37 16 Víkingur Ó. 17 2 7 8 13-25 13 ÍA 17 2 2 13 21-41 8 NÆSTU LEIKIR Fimmtudagur 29. ágúst: 18.00: Breiðablik - Stjarnan, KR - Valur. visir.is Allt um leiki gærkvöldsins Fyrsta hugsun að fl ytja heim Guðný Björk Óðinsdóttir sleit krossband í hné í fj órða sinn á Evrópumótinu í Svíþjóð. Landsliðskonan 24 ára ætlar sér endurkomu í fótboltann og gæti sótt um sænskan ríkisborgararétt í upphafi næsta árs. AFREKSKONAN Guðný Björk á göngu í Svíþjóð á föstudaginn. MYND/AÐSEND MARKALAUST Í MANCHESTER David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, skellti Wayne Rooney í byrjunarliðið sitt í stórleiknum á móti Chelsea á Old Trafford í gær en það dugði þó ekki til að landa þremur stigum. Þetta var fyrsti heimaleikur United undir stjórn Moyes og fyrsti leikur Rooney í byrjunarliðinu síðan Moyes tók við. Hvorugt liðið var tilbúið að taka mikla áhættu í þessum mikilvæga leik og þau sættust á endanum á markalaust jafntefli. MYND/NORDICPHOTOS/AFP SPORT FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR: Nánari upplýsingar og skráning í síma 899 5020 eða á inga@inga.is INGA KRISTJÁNSDÓTTIR Næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess. Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur í staðinn Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað við sykurþörf og þreytuköst STAÐUR OG STUND: HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5, KL. 18:30 – 21:00 ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga hefur haldið yfir 80 fyrirlestra um mataræði. Nálgunin er einföld, skýr og hentar öllum sem hafa áhuga á breyttum lífsháttum. 4.900 kr. Ný og endurbætt 70 blaðsíðna mappa fylgir - fullt af uppskriftum og fróðleik.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.