Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 38
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 BESTI BITINN Í BÆNUM EDDA SIF GUÐBRANDSDÓTTIR Hárgreiðslukona. „Ég elska Sushi train og fer þangað reglulega með vinkonu minni. Á laugardögum fer ég mjög oft með fjölskyldunni minni á Gráa köttinn og fæ mér trukkinn.“ „Við erum mjög ánægðir með þetta. Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, sem skipar upptöku- teymið Stop Wait Go ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Myndband við lagið Disco Love, sem þeir sömdu og sungið er af bresku stúlknasveit- inni The Saturdays, er nú aðgengi- legt á Youtube. Lagið var innblásið af dans- smellinum I Wanna Dance With Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt árið 1986. „Við sömdum lagið ekki fyrir neinn sérstakan en sendum það út til umboðsskrifstofu okkar. Fyrst var samið um að lagið yrði tekið upp af The Saturdays en þá var ekki víst að það færi neitt lengra. Svo fengum við að vita að lagið yrði á næstu plötu sveitarinnar og síðan var okkur sagt að lagið yrði að smáskífu. Að slíkt takist í fyrstu tilraun er eitthvað sem við megum vera stoltir af,“ útskýrir Ásgeir. „Nú er verið að skoða fleiri lög frá okkur, bæði fyrir þær og aðra listamenn.“ Stop Wait Go-liðar eru með samning við bandaríska umboðs- skrifstofu og fá reglulega sendan lista af listamönnum sem eru í leit að nýjum lögum. „Við fáum lista með nöfnum listamannanna og tóndæmi eða aðrar lýsingar frá plötuútgefendum. Svo hefst maður bara handa,“ segir Ásgeir. Þre- menningarnir eru allir sjálflærðir tónlistar menn og vinna tónlistina í þar til gerðum tölvuforritum. Þeir dvöldu í Los Angeles í sex mánuði fyrir jól en hafa verið heima á Íslandi í sumar. Aðspurður kveðst Ásgeir ánægður með myndbandið við lagið og vonast eftir áframhald- andi góðu gengi lagsins. „Ég er mjög ánægður með myndbandið. Það verður spennandi að sjá hversu vel laginu mun ganga í framtíðinni og hvort það nái inn á vinsældarlista,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Mega vera stoltir Lagið Disco Love, sem upptökuteymið Stop Wait Go samdi fyrir bresku stúlkna- sveitina The Saturdays, hefur vakið lukku. Áframhaldandi samstarf er í skoðun. TOPPURINN Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Krist- jánsson skipa upptökuteymið Stop Wait Go. Lag sem þeir sömdu fyrir The Saturdays hefur notið vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Lagið What About Us með The Saturdays flaug beint á topp breska vinsældar listans í byrjun árs. Þetta var tólfta lag sveitar- innar til að ná inn á topp 10. „Við ætlum að efna til fyrsta samflotsins þann 2. september. Við fáum þá hluta laugar innar til að fljóta og njóta,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir hjá Systra- samlaginu. Verslunin, sem Guðrún rekur ásamt Jóhönnu systur sinni, hefur tekið höndum saman við vöruhönnuðinn Unni Valdísi Kristjánsdóttur og Sundlaug Sel- tjarnarness og skipulagt sérstök flotkvöld sem munu fara fram í lauginni í vetur. „Framkvæmdastjóri laugarinnar stakk svo upp á því að fá Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness til liðs við okkur síðar í vetur, mér fannst það stórkostleg hug- mynd. Það er líklega fátt yndislegra en að fljóta um og horfa upp í stjörnubjartan himinn.“ Að sögn Guðrúnar er notast við flothettu og fótaflot sem eru hönnuð á þann hátt að fólk flýtur en líkaminn er þó ávallt undir vatni. Laugin rúmar um fimmtán manns í fyrstu flotstundinni en rými er til að taka við fleirum sé aðsókn mikil. „Til að byrja með höfum við pláss fyrir um fimmtán manns, en við ættum að geta stækkað við okkur eftir þörfum. Ég vona að þetta verði til þess að innleiða nýja og skemmtilega siði í baðmenningu þjóðarinnar,“ segir Guðrún að lokum. - sm Samfl ot í Sundlaug Seltjarnarness í vetur Nokkrir aðilar standa að svokölluðu samfl oti í vetur. Þá hittist fólk í lauginni og fl ýtur saman. SKIPULEGGJA SAMFLOT Systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur hjá Systrasamlaginu eru á meðal þeirra er standa að samfloti í Sundlaug Seltjarnarness. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum á fullu að mála og undirbúa rýmið fyrir opnunina,“ segir myndlistarkonan Helga Óskarsdóttir, sem ásamt Helenu Hansdóttir Aspelund stefnir að því að opna nýtt listagallerí í byrjun október. Galleríið, sem hefur fengið nafnið Týsgallerí, verður með fjölbreytta og líflega starfsemi og segir Helga að það bráðvanti myndlistargallerí í Reykjavík. „Við höfum verið að brasa ýmislegt gegnum tíðina og okkur langar að tvinna saman myndlistargallerí og aðra starfsemi. Ég er núna að vinna að vefsíðugerð fyrir myndlistarmenn og Helena rekur einnig ferða- þjónustuna Helena Travel Iceland, þar sem hún býður upp á ferðir til staða eins og Gullfoss og Geysis.“ Aðspurð segir Helga að aðaláherslan verði þó lögð á sýningarrýmið þar sem þær ætla að velja þá mynd- listarmenn sem þær vilja að sýni í galleríinu. „Við viljum vera með í að breiða út það fagnaðarerindi að góð myndlist er gulli betri. Við erum nokkuð vissar um að sýnendurnir hjá okkur falla í þann flokk.“ Að sögn Helgu eru listamennirnir blanda af starfandi listamönnum með mikla reynslu og listamönnum sem eru óþekktari. „Við erum líka á því að þó að góð myndlist kosti sitt þá er hún langt frá því bara fyrir milljónamæringa. Fólk með miðlungsinnkomu á alveg að geta keypt sér myndlist ef það hefur áhuga á henni,“ segir Helga að lokum. - áo Opna nýtt listagallerí á Týsgötu Myndlistarkonurnar Helga Óskarsdóttir og Helena Hansdóttir Aspelund undirbúa nú opnun Týsgallerís sem þær vonast til að verði klárt í október. OPNA SAMAN LISTAGALLERÍ Myndlistarkonurnar Helga Óskarsdóttir og Helena Hansdóttir Aspelund verða með fjöl- breytta starfsemi í Týsgallerí. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fissler pottar, pönnur og önnur búsáhöld í miklu úrvali. Einnig vandaðir hraðsuðupottar sem gera matseldina hraðari og hollari. Þýsk hágæðavara. Fissler hefur framleitt hágæða potta og pönnur í Þýskalandi í 167 ár. ÚTSÖLUSTAÐIR: ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.