Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og fagurkerar. Tíska og makeup. Margrét Edda Gnarr. Fataskápurinn. Götutískan. Spjörunum úr og Helgarmaturinn.
2 • LÍFIÐ 20. SEPTEMBER 2013
HVERJIR
HVAR?
Umsjón blaðsins
Marín Manda Magnúsdóttir
marinmanda@frettabladid.is
Umsjón Lífsins á Vísir.is
Ellý Ármanns
elly@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Forsíðumynd
Valgarður Gíslason
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
Lífið
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
www.visir.is/lifid
Hár og makeup
Silla makeup
Lífi ð
Hamingja, fólk og
annað frábært
Á laugardaginn var nóg um að vera.
Á barnum á 101 hóteli var mikið
fjör. Þar mátti sjá fjármálaráðherr-
ann, Bjarna Benediktsson, í
góðra vina hópi. Hann var þar með
félögum sínum úr ríkisstjórn, Gunn-
ari Braga Sveinssyni utanríkis-
ráðherra og Brynjari Níels-
syni þingmanni. Snorri
Ásmundsson, mynd- og
gjörningalistamaður, var
einnig viðstaddur. Hann brá
á leik með ráðherrunum, gerði
sér lítið fyrir og stökk upp á
borð hjá þeim. Þá mátti einnig
sjá Catalinu Ncogo á barn-
um ásamt fríðu föruneyti.
Verð 9.990 kr.-
Vinsælu Dúnúlpurnar
komnar aftur !!
SOHO / MARKET
Á FACEBOOK
svartar
rauðar
bláar
brúnar
silfurlitaðar
appelsínugular
Grensásvegur 8 - sími 553 7300 - Opið mán-fim 12-18 — fös. 12-19 — lau. 12-17
BLOGG NÝR
TRENDNET-BLOGGARI
„Þátturinn heitir Popp og kók og
mun fjalla um tónlist og kvikmynd-
ir. Ég fæ til mín alls konar áhuga-
vert fólk, hvort sem það eru söngv-
arar, hljómsveitir eða leikarar,“
segir Unnur Eggertsdóttir, þáttar-
stjórnandi Popp og kók sem verð-
ur í opinni dagskrá á Stöð 2 á
föstudagskvöldum í vetur. Þetta er
í fyrsta sinn sem Unnur starfar í
sjónvarpi og segist hún vera mjög
spennt fyrir að takast á við þetta
nýja og krefjandi verkefni. „Ég hef
aldrei gert neitt þessu líkt en þátt-
urinn á hug minn allan þessa dag-
ana. Svo um helgar skelli ég á mig
bleiku kollunni og er í fullu fjöri
með Latabæ að leika Sollu stirðu.“
Unnur segir þáttinn vera ætlað-
an allri fjölskyldunni en áhersla
er lögð á að hafa hann mjög fjöl-
breyttan svo hann falli í kramið hjá
sem flestum.
FÓLK POPP OG KÓK OG
BLEIKA HÁRKOLLAN
Unnur Eggertsdóttir stígur sín fyrstu skref í sjónvarpi í vetur með eigin þátt á Stöð 2.
Unnur Eggertsdóttir er nýr þáttarstjórnandi á Stöð 2 í vetur. Þátturinn hefur göngu sína í október og er sýndur á föstudagskvöldum.
F
yrir sjö árum kynntist ég
Emil, manninum mínum, og
flutti með honum til Suður-
Ítalíu. Amma og afi voru svo
spennt fyrir flutningunum
og vildu fylgjast með öllu því
sem ég var að gera. Þann-
ig að það má segja að ég
hafi byrjað að blogga
fyrir ömmu og afa,“
segir Ása María
Reginsdóttir.
Ása María er
gift Emil Hallfreðs-
syni fótboltakappa
og saman búa þau í
Verona á Ítalíu, ásamt
tveggja ára syni þeirra
Emanuel. Hún segir að þau
stefni á að búa erlendis næstu árin
á meðan Emil spilar með ítalska
liðinu Hellas Verona. „Í dag er ég
fyrst og fremst að styðja Emil í því
sem hann er að gera en þetta er
ótrúlega flottur skóli fyrir lífið þar
sem maður nær að víkka sjóndeild-
arhringinn ansi mikið. Ég ætla að
njóta þessa lífs á meðan það er.“
Bloggið segir hún hafa breyst
hægt og rólega með tímanum en
mikilvægt sé að deila einhverju
jákvæðu sem gefur lífinu
lit í hversdagsleikanum.
„Ég blogga bara um það
sem mér finnst sjálfri
skemmtilegt og fal-
legt. Ég deili mjög
oft hugmyndum frá
nýjum stöðum enda
ferðumst við mjög
mikið.“ Ása María er
að læra ítölsku og seg-
ist gjarnan spyrja heima-
menn um nýja og spennandi
staði til að upplifa. Í dag bætist
hún í hóp skemmtilegra bloggara
á Trendnet.is og segist leggja
metnað í bloggið sitt sem aldrei
fyrr. Fylgist með Ásu Maríu á
asaregins.com.
Fagurkerinn og bloggarinn Ása María Reginsdóttir býr á
Ítalíu og bloggar um upplifanir sínar. Nú bætist hún í hóp
bloggara á trendnet.is.