Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og fagurkerar. Tíska og makeup. Margrét Edda Gnarr. Fataskápurinn. Götutískan. Spjörunum úr og Helgarmaturinn. 2 • LÍFIÐ 20. SEPTEMBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Hár og makeup Silla makeup Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Á laugardaginn var nóg um að vera. Á barnum á 101 hóteli var mikið fjör. Þar mátti sjá fjármálaráðherr- ann, Bjarna Benediktsson, í góðra vina hópi. Hann var þar með félögum sínum úr ríkisstjórn, Gunn- ari Braga Sveinssyni utanríkis- ráðherra og Brynjari Níels- syni þingmanni. Snorri Ásmundsson, mynd- og gjörningalistamaður, var einnig viðstaddur. Hann brá á leik með ráðherrunum, gerði sér lítið fyrir og stökk upp á borð hjá þeim. Þá mátti einnig sjá Catalinu Ncogo á barn- um ásamt fríðu föruneyti. Verð 9.990 kr.- Vinsælu Dúnúlpurnar komnar aftur !! SOHO / MARKET Á FACEBOOK svartar rauðar bláar brúnar silfurlitaðar appelsínugular Grensásvegur 8 - sími 553 7300 - Opið mán-fim 12-18 — fös. 12-19 — lau. 12-17 BLOGG NÝR TRENDNET-BLOGGARI „Þátturinn heitir Popp og kók og mun fjalla um tónlist og kvikmynd- ir. Ég fæ til mín alls konar áhuga- vert fólk, hvort sem það eru söngv- arar, hljómsveitir eða leikarar,“ segir Unnur Eggertsdóttir, þáttar- stjórnandi Popp og kók sem verð- ur í opinni dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem Unnur starfar í sjónvarpi og segist hún vera mjög spennt fyrir að takast á við þetta nýja og krefjandi verkefni. „Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt en þátt- urinn á hug minn allan þessa dag- ana. Svo um helgar skelli ég á mig bleiku kollunni og er í fullu fjöri með Latabæ að leika Sollu stirðu.“ Unnur segir þáttinn vera ætlað- an allri fjölskyldunni en áhersla er lögð á að hafa hann mjög fjöl- breyttan svo hann falli í kramið hjá sem flestum. FÓLK POPP OG KÓK OG BLEIKA HÁRKOLLAN Unnur Eggertsdóttir stígur sín fyrstu skref í sjónvarpi í vetur með eigin þátt á Stöð 2. Unnur Eggertsdóttir er nýr þáttarstjórnandi á Stöð 2 í vetur. Þátturinn hefur göngu sína í október og er sýndur á föstudagskvöldum. F yrir sjö árum kynntist ég Emil, manninum mínum, og flutti með honum til Suður- Ítalíu. Amma og afi voru svo spennt fyrir flutningunum og vildu fylgjast með öllu því sem ég var að gera. Þann- ig að það má segja að ég hafi byrjað að blogga fyrir ömmu og afa,“ segir Ása María Reginsdóttir. Ása María er gift Emil Hallfreðs- syni fótboltakappa og saman búa þau í Verona á Ítalíu, ásamt tveggja ára syni þeirra Emanuel. Hún segir að þau stefni á að búa erlendis næstu árin á meðan Emil spilar með ítalska liðinu Hellas Verona. „Í dag er ég fyrst og fremst að styðja Emil í því sem hann er að gera en þetta er ótrúlega flottur skóli fyrir lífið þar sem maður nær að víkka sjóndeild- arhringinn ansi mikið. Ég ætla að njóta þessa lífs á meðan það er.“ Bloggið segir hún hafa breyst hægt og rólega með tímanum en mikilvægt sé að deila einhverju jákvæðu sem gefur lífinu lit í hversdagsleikanum. „Ég blogga bara um það sem mér finnst sjálfri skemmtilegt og fal- legt. Ég deili mjög oft hugmyndum frá nýjum stöðum enda ferðumst við mjög mikið.“ Ása María er að læra ítölsku og seg- ist gjarnan spyrja heima- menn um nýja og spennandi staði til að upplifa. Í dag bætist hún í hóp skemmtilegra bloggara á Trendnet.is og segist leggja metnað í bloggið sitt sem aldrei fyrr. Fylgist með Ásu Maríu á asaregins.com. Fagurkerinn og bloggarinn Ása María Reginsdóttir býr á Ítalíu og bloggar um upplifanir sínar. Nú bætist hún í hóp bloggara á trendnet.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.