Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 6
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Það er margt líkt með íslensku og
norsku samfélagi. Íslendingar skilja að
þeir verða að láta til sín taka og að menn
geti ekki vænst þess að samfélagið geri allt
fyrir þá
Hallgeir Jenssen, fulltrúi norsku Vinnumálastofnunarinnar og
EURES-samstarfsins
1. Hvað heitir bóndinn á Felli, síðasta
bænum í Finnafi rði, sem er ósáttur við
áform um stórskipahöfn þar?
2. Hve lengi hefur Arthur Bogason
verið formaður Landssambands smá-
bátaeigenda?
3. Hvað heitir helsti keppinautur Ang-
elu Merkel um kanslaraembætti Þýska-
lands í kosningum um næstu helgi?
SVÖR:
1. Reimar Sigurjónsson. 2. 28 ár. 3. Peer
Steinbrück.
MÖGULEIKAR SKOÐAÐIR Stöðugur straumur fólks var á starfakynningu Norð-
manna á Grand Hóteli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMGÖNGUR Byggðaráð Skaga-
fjarðar segir mikil vonbrigði að
innanríkisráðuneytið hafni því
að styrkja áætlunarflug til og frá
Sauðárkróki.
„Ef þessi flugleið leggst af
verður Norðurland vestra eini
landshlutinn utan áhrifasvæðis
höfuðborgarinnar sem ekki nýtur
almenningsflugsamgangna.
Slíkt er óásættanlegt með öllu
og skerðir verulega samkeppnis-
hæfni svæðisins,“ segir byggða-
ráðið. - gar
Flug til Sauðárkróks:
Vonsvikin að fá
ekki ríkisstyrk
ATVINNA „Það er stöðug eftir-
spurn í Noregi eftir fólki með
sérfræðikunnáttu í öllum geir-
um atvinnulífsins. Við höfum
hins vegar nóg af ófaglærðum
starfskrafti. Margt ungt fólk sem
hefur flosnað upp úr námi vantar
vinnu og einnig ófaglærða útlend-
inga sem búsettir eru í Noregi,“
sagði Hallgeir Jenssen, fulltrúi
norsku Vinnumálastofnunar-
innar og EURES-samstarfsins,
við Fréttablaðið á starfakynn-
ingu á Grand Hóteli í Reykjavík
í gær. Þar kynntu EURES, sam-
starf um vinnumiðlun á evrópska
efnahagssvæðinu, og norsk fyr-
irtæki starfsmöguleika í Noregi.
Leitað er meðal annars að iðn-
aðarmönnum, heilbrigðisstarfs-
fólki, verkfræðingum og starfs-
mönnum úr veitingageiranum og
sjávar útvegi.
Norðmenn eru ánægðir með
vinnusiðferði Íslendinga og meðal
annars þess vegna hafi norsk
fyrirtæki áhuga á að fá Íslend-
inga í vinnu, að sögn Jenssen.
„Það er margt líkt með íslensku
og norsku samfélagi. Íslendingar
skilja að þeir verða að láta til sín
taka og að menn geti ekki vænst
þess að samfélagið geri allt fyrir
þá,“ sagði hann.
Þröng var á þingi á kynning-
unni í gær og biðu menn í röðum
eftir því að fá að ræða við fulltrúa
þeirra níu fyrirtækja og vinnu-
miðlana sem voru á staðnum.
Sumir Íslendinganna, sem voru
á öllum aldri, virtust eftirvænt-
ingarfullir en aðrir frekar þung-
ir á brún. Starfakynningin í gær
VEISTU SVARIÐ?
var sú sjöunda sem EURES hefur
staðið fyrir hér á landi, að sögn
Jenssen. „Það hafa komið um 300
manns á hverja af þessum stuttu
kynningum hjá okkur,“ greindi
hann frá en kynningin í gær stóð
yfir í sex klukkustundir.
Í fyrra fluttu 1.395 íslenskir
ríkisborgarar til Noregs en 1.539
árið 2011. ibs@frettabladid.is
Chevrolet Aveo
Árgerð 2012
Beinskiptur | bensín
Verð kr. 1.990 þús.
Chevrolet Cruze
Árgerð 2012
Beinskiptur | bensín
Verð kr. 2.190 þús.
VERK
SMIÐJU
ÁBYRGÐ
Chevrolet Spark
Árgerð 2012
Beinskiptur | bensín
Verð kr. 1.590 þús.
VERK
SMIÐJU
ÁBYRGÐ
VERK
SMIÐJU
ÁBYRGÐ
Chevrolet Captiva
Árgerð 2012
Sjálfskiptur | dísel
Verð 4.990 þús. kr.
VERK
SMIÐJU
ÁBYRGÐ
Láttu sölufulltrúa okkar
reikna dæmið sérstaklega fyrir þig
Bílar í
ábyrgð
Opið alla helgina
VEÐUR „Þetta er slæmt,“ segir
Hallgrímur Þórhallsson, gangna-
foringi frá Brekku í Fljótsdal.
Hann er nú á hálendinu ásamt
öðrum bændum á Jökuldal og í
Fljótsdal að leita að sauðfé eftir
óveður síðustu daga. Að sögn Hall-
gríms er eitthvað af fénu dautt.
Meðal annars fann hann tvö lömb
úti í á og var tófan komin í þau.
„En þetta gengur ágætlega,“
segir hann. Búið er að smala um
600 kindum en talið er að sauðféð
sé á þriðja þúsund.
Aðalsteinn Jónsson, bóndi í
Klausturseli, sagðist hafa rekist á
innan við tíu dauðar kindur á ferð
sinni um Klausturselsheiði. Spurð-
ur hvort hann telji skaðann mik-
inn svarar hann því til að það sé
ómögulegt að spá um það á þess-
ari stundu. „Þetta skýrist á næstu
dögum,“ bætir hann við. Hann
segir ellefu menn vera að aðstoða
sig við að smala og að allir hafi
fundið eitthvað dautt fé. Hann seg-
ist þó bjartsýnn á að færra fé sé
dautt en óttast var. - vg
Bændur í Fljótsdal og á Jökuldal búnir að finna nokkuð af dauðu fé:
Allnokkuð af sauðfénu dautt
ENDURTEKNIG FRÁ Í FYRRA Þessi
mynd var tekin við Mývatn í fyrra.
MYND/EGILL AÐALSTEINSSON
Fjöldi á starfakynn-
ingu Norðmanna
Stöðug eftirspurn er í Noregi eftir starfskrafti með sérfræðiþekkingu. Leita
að starfsmönnum í öllum geirum atvinnulífsins. Norskir atvinnurekendur eru
ánægðir með vinnusiðferði Íslendinga. Þúsundir Íslendinga hafa flutt til Noregs.
Albert Ísleifsson, sem er 21 árs,
missti vinnuna í þessari viku og
dreif sig þess vegna á starfakynn-
ingu Norðmanna. „Það er ekki
björt fram-
tíð hér. Ég
er kominn á
götuna.“
Albert
hefur
starfað við
hellulagn-
ingar frá
því að hann
var 14 ára
og vonast
til þess að fá starf í Noregi. „Þeir
eru að auglýsa eftir hellulagn-
ingarmönnum,“ segir hann.
➜ Framtíðin er ekki
björt á Íslandi
Andri Friðjónsson, varaformað-
ur ungliðadeildar Sjúkraliðafélags
Íslands, fór á starfakynningu
Norðmanna til þess að kynna sér
atvinnu-
möguleika
og kjör. „Ég
hef heyrt
að norska
ríkið greiði
sjúkraliðum
tvöfalt
hærri laun
en íslenska
ríkið og að
einkageirinn
í Noregi borgi tvöfalt hærri laun
en norska ríkið.“
Andri, sem er á námskeiði
hjá Endurmenntunarstofnun í
hagnýtri norsku fyrir heilbrigðis-
starfsmenn, getur hugsað sér að
búa hvar sem er í Noregi fyrst
um sinn. „Seinna myndi ég vilja
vera nálægt Haugesund þar sem
systir mín býr. Hún elti ástina
þangað.“
➜ Skoðar kjör og
atvinnumöguleika
Jórunn Sóley Björnsdóttir
sjúkraliði stefnir að því að flytja
til Noregs og starfa þar við sitt
fag. Hún var á meðal fjölmargra
heilbrigðis-
starfsmanna
sem sóttu
kynningu
norskra
vinnu-
miðlana og
fyrirtækja
á Grand
Hóteli í
Reykjavík í
gær.
„Ég sækist eftir betri launum.
Þar er líka hugsað betur um
starfsmenn. En ég er að vísu sátt
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar
sem ég vinn.“
Jórunn Sóley gæti hugsað
sér að búa og starfa í Álasundi.
„Pabbi minn býr þar. Hann er
rafvirki og flutti til Noregs vegna
betri kjara.“
➜ Ætlar að flytja til að
fá betri laun