Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 54
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 HELGIN Hljómsveitin Lockerbie er í aðalhlutverki í nýju auglýsingamyndbandi fyrir netið sem franska skó- fyrirtækið Someone tók upp hér á landi. „Franski strákurinn sem gerði hana [auglýs- inguna] hafði komið á Airwaves og sá okkur þar. Hann hafði samband við okkur í gegnum tölvu- póst,“ segir söngvarinn og gítarleikarinn Þórður Páll Pálsson, spurður út í þátttöku hljómsveitar- innar í auglýsingunni. „Okkur fannst hann gera þetta mjög vel. Hann gerði þetta sjálfur fyrir engan pening og var fyndinn og skemmtilegur. Það var gaman að fá fría skó líka.“ Lockerbie fékk enga peninga fyrir myndbandið. „Þetta fyrirtæki er tveggja ára og er ekki byrjað að græða neinn pening. Þetta er pínulítið fyrir- tæki í Suður-Frakklandi og það var ekkert meira í boði.“ Lockerbie er að leggja lokahönd á nýja plötu sem kemur út í október. Sveitin er einnig að æfa fyrir Airwaves-hátíðina þar sem hún stígur á svið í fjórða sinn. - fb Ókeypis skór fyrir auglýsingu Hljómsveitin Lockerbie er í aðalhlutverki í nýrri, franskri skóauglýsingu. LOCKERBIE Meðlimir Lockerbie fengu skó að launum fyrir að koma fram í auglýsingunni. ➜ Lockerbie hefur áður átt lag í auglýsingu sem fyrirtækin Össur og Nike gerðu í sameiningu. Tökur á This is Sanlitun fóru fram í felum Róbert Ingi Douglas leikstjóri á opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Tökur fóru fram í felum vegna skrítinnar reglu borgaryfi rvalda í Peking. „Myndin varð eiginlega bara til. Ég var búinn að búa nógu lengi í Peking til að átta mig á því að vest- rænt fólk búsett í borginni væri gott efni í gamanmynd,“ segir leikstjórinn Róbert Ingi Douglas um kvikmyndina This Is Sanlitun. Myndin er opnunarmynd RIFF- kvikmyndahátíðarinnar og segir frá Bretanum Gary, sem flytur til Peking í von um frama og ríki- dæmi. This Is Sanlitun er gaman- mynd og skrifaði Róbert hand- ritið að myndinni ásamt aðalleik- ara myndarinnar, Carlos Ottery. Að sögn Róberts er aðalpersónan byggð á ákveðinni staðalímynd sem fyrirfinnst í Peking. „Vest- ræna fólkið sem maður hittir er allt að gera eitthvað merkilegt. Á nafnspjöldunum þeirra stendur: framkvæmdastjóri, framleiðandi, ljósmyndari eða plötusnúður. Síðan spyr maður nánar út í vinnu þeirra og þá kemur í ljós að þau starfa flest við enskukennslu. Ímyndin er stærri en raunveruleikinn og myndin fjallar um þessar týpur,“ útskýrir hann. Inntur út í tökuferlið viður- kennir Róbert að það hafi geng- ið á ýmsu á meðan á tökum stóð. „Við vorum ekki með tökuleyfi frá borgaryfirvöldum og því þurftum við að nota litla vél í tökurnar og láta lítið fyrir okkur fara. Nokkr- um dögum áður en tökur hóf- ust höfðu yfirvöld komið á nýrri reglu og voru heimamenn hvatt- ir til að hringja í neyðarnúmer ef þeir yrðu varir við að útlending- ar hegðuðu sér á vafasaman hátt. Útlendingarnir í tökuliðinu okkar hættu því við að vera með og við þurftum að setja saman nýtt lið sem samanstóð af ófaglærðu fólki sem vann af ástríðu. En við kom- umst sem betur fer upp með þetta, enginn hringdi og kvartaði,“ segir hann og hlær. Leikstjórinn hefur verið búsett- ur í Peking í sex ár og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. Hann verður viðstaddur frum- sýningu myndarinnar hér heima. „Ég hlakka mikið til að sýna hana á Íslandi. Myndin fer svo í sýningu í Kína í byrjun næsta árs og svo á áframhaldandi hátíðaflakk,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Róbert Ingi er mikill aðdáandi fótboltaliðsins Manchester United og hefur oft vísað til liðsins í kvikmyndum sínum. Spurður hvort slíkt sé einnig uppi á teningnum í This Is Sanlitun segir Róbert svo vera. „Það er karakter í myndinni sem er kínverskur enskunemandi. Til að hjálpa útlendingum velja Kínverjar sér oft enskt nafn. Þessi valdi nafnið Ferguson og gengur um í bol merktum liðinu. Sá sem leikur þetta hlutverk var jafnframt tökumaður okkar,“ segir Róbert. Vísað til Manchester United GEKK Á ÝMSU Kvikmynd Róberts Inga Douglas, This Is Sanlitun, er opnunarmynd RIFF í ár. Að sögn leikstjórans gekk á ýmsu á meðan á tökum stóð. Ítölsk hönnun hágæða sófasett Kyn nin gar ver ð Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is SÉRHÆFUM OKKUR Í SMÍÐI Á HEILSURÚMUM FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGU- GREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsu dýnum, án skuldbindinga! 20- 50% AFS LÁT TU R AF ÖLL UM HE ILS UR ÚM UM Frí heimsending á hjónarúmum eða tökum gamla rúmið upp í nýtt! LAGERHRE INSUN Á ARINELDSTÆÐUM EINUNGIS 3 VERÐ! 19.900,- 29.900,- 39.900,- „Við vorum búnar að tala um það í svolítinn tíma að gera eitthvað saman systurnar. Við ræddum til dæmis um að stofna fyrirtæki þar sem við gætum sameinað krafta okkar. Svo einn daginn kom upp hugmyndin um að framleiða vegglímmiða og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Lilja Björk Runólfsdóttir, sem stofnaði fyrirtækið Vegg ásamt systr- um sínum, þeim Kristínu og Sigrúnu Þuríði. Vegg framleiðir vegglímmiða og er með tvær vörulínur er nefnast Farsælda frón og Kvak. „Í Farsælda fróni er lögð áhersla á sögu, menningu og náttúru Íslands. Dæmi um vörur sem hægt er að fá úr þeirri línu eru norðurljós og ljóð eftir Einar Bene- diktsson. Hin línan, Kvak, er unnin af myndlistar konunni Guðrúnu Sigurðardóttur, sem er jafnframt móðir okkar,“ segir Lilja Björk. Vegglímmiðar hafa notið mikilla vin- sælda undanfarið, bæði hér á landi og úti í heimi. „Vegglímmiðar henta sérstaklega vel í leiguíbúðum þar sem ekki má negla í veggi og svo detta þeir ekki af veggjum eins og getur komið fyrir málverk. Þetta er í raun eins og búið sé að mála verkið á vegginn,“ bætir Lilja Björk við. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu fyrirtækisins, vegg.is. Framleiða vegglímmiða ásamt móður sinni Systurnar Lilja Björk, Kristín og Sigrún Þuríður reka fyrirtækið Vegg sem framleiðir vegglímmiða. SYSTRASAMSTARF Systurnar Lilja Björk, Kristín og Sigrún Þuríður reka saman fyrirtækið Vegg. MYND/RUNÓLFUR BIRGIR LEIFSSON „Ég ætla að bjóða kærustunni minni á stefnumót og setja á mig eins og einn eða tvo drykki úr því að Meistaramánuður nálgast.“ Magnús Berg Magnússon er einn stofnenda Meistaramánaðar sem byrjar þann 1. október næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.