Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 12
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 GRIKKLAND Antonis Samaras, for- sætisráðherra Grikklands, segir að stjórn sín muni ekki láta „arf- taka nasistanna“ komast upp með að grafa undan stöðugleika í land- inu. Forsvarsmenn stjórnarflokk- anna hafa heitið því að grípa til aðgerða gegn öfgahægriflokknum Gullinni dögun eftir að maður með tengsl við flokkinn játaði að hafa stungið vinstrisinnaðan aðgerðar- sinna til bana á miðvikudag. Mikil reiði braust út á miðviku- dag eftir að í ljós kom að stuðn- ingsmaður Gullinnar dögunar, flokks sem vændur hefur verið um að vera nýnasistahópur og standa fyrir árásum á innflytjendur, ját- aði að hafa orðið Pavlos Fissas að bana. Fissas, sem rappaði undir listamannsnafninu Killah P, deildi meðal annars á kynþáttahatur í textum sínum. Talsmenn stjórnarflokkanna hafa gagnrýnt Gullna dögun harð- lega og heitið því að taka á þeim með öllum tiltækum meðulum. Meðal annars sagði aðstoðarfor- sætisráðherra landsins, Evangelos Venizelos, að héðan í frá skuli líta á Gullna dögun sem glæpasamtök. Fulltrúar Gullinnar dögunar segja ásakanir um að flokkurinn tengist þessu morði bera vott um ömurlegar tilraunir stjórnarinn- ar til að nýta sér harmleik í póli- tískum tilgangi og kljúfa grískt þjóðfélag. Lögregla gerði hins vegar hús- leit á skrifstofum Gullinnar dög- unar í Aþenu strax á miðvikudag og í gærmorgun voru tveir menn tengdir flokknum handteknir. Annar er lífvörður en hinn bíl- stjóri Nikosar Michaloliakos, leið- toga Gullinnar dögunar. Mótmælagöngur gegn kynþátta- hatri og fasisma fóru fram víða um land á miðvikudag og sló sums staðar í brýnu milli mótmælenda og lögreglu. Fjöldi manns mætti síðan til útfarar Fissas í gær og hrópuðu margir slagorð gegn nýnasistum og sungu baráttusöngva. Búist er við frekari mótmælum. gudsteinn@frettabladid.is thorgils@frettabladid.is Aðgerðir boðaðar gegn nýnasistum Grískir ráðamenn segja nóg komið af ofbeldi öfgahægrimanna í Gullinni dögun. Óeirðir brutust þar út eftir að maður tengdur flokknum myrti þekktan rappara. MINNAST HINS MYRTA Konur leggja blóm á gangstéttina þar sem Pavlos Fissas var myrtur á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir með klakavél 20% afsláttur HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis að maður sem grunaður er um stórfelld fíknilagabrot í Dan- mörku verði framseldur þangað. Lögreglan í Kaupmannahöfn gaf út norræna handtökuskipun á manninn 13. september. Maður- inn andmælti því að vera sendur utan en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að öll skilyrði laga um handtöku og framsal væru uppfyllt. Hæstiréttur stað- festi svo þá niðurstöðu. - jme Grunaður um fíkniefnabrot: Framseldur til Danmerkur DANMÖRK Svo virðist sem þeir sem reyna að smygla eiturlyfj- um innvortis til Danmerkur séu orðnir fráhverfir því að ferðast um Kastrup-flugvöll. Á vef Jótlandspóstsins segir að það sem af er ári hafi aðeins sjö verið staðnir að slíku, saman- borið við tuttugu í fyrra. Haft er eftir lögreglu að nýr skanni gæti haft fælingaráhrif. Smyglarar freisti frekar gæfunnar með því að fljúga til Svíþjóðar og koma sér svo þaðan til Danmerkur. - þj Löggæsla á flugvellinum: Dópgleyparnir forðast Kastrup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.