Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 20. september 2013 | MENNING | 27 Þrátt fyrir að Glastonbury-hátíð- in í Englandi hefjist ekki fyrr en þann 25. júní á næsta ári hefst miðasala á hátíðina þann 6. októ- ber. Aðsóknin er gífurleg á þessa stóru tónlistarhátíð. Í fyrra seld- ust allir 135 þúsund miðarnir upp á mettíma eða á einni klukku- stund og fjörtíu mínútum. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir komi til með að koma fram á hátíðinni en orðrómur hefur verið uppi um að lista- menn á borð við David Bowie, Fleet wood Mac, Daft Punk, Foo Fighters, Kanye West, Oasis og Adele verði þar á meðal. Á síðustu hátíð komu meðal annars hljómsveitirnar Arctic Monkeys, Rolling Stones og Mumford & Sons fram við mikinn fögnuð hátíðargesta. Miðasala hafi n ORÐAÐUR VIÐ HÁTÍÐINA Orðrómur er um að David Bowie muni komi fram á Glastonbury tónlistarhátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrirsætan Kate Moss ætlar að sitja nakin fyrir í Playboy í janúar næstkomandi en í sama mán- uði heldur fyrirsætan upp á fertugsafmæli sitt. Enska götublaðið The Mirror greinir frá því að tölublaðið verði tileinkað sextíu ára afmæli tímaritsins. Með þessu fetar Moss í fótspor fyrir- sætna á borð við Cindy Crawford, Naomi Camp- bell og Evu Herzigova sem allar hafa setið fyrir í tímaritinu. „Þetta hófst með Marilyn Monroe fyrir sex- tíu árum en hún var goðsögn á þeim tíma. Núna höfum við Kate Moss. Hún er andlit Burberry og vinsælasta ofurfyrirsæta heimsins,“ sagði rit- stjórinn, Jimmy Jellinek, í viðtali við The Mirror. Kate Moss nakin í Playboy Fyrirsætan Kate Moss situr fyrir í Playboy í tilefni sextíu ára afmælis tímaritsins. Í PLAYBOY Fyrirsætan Kate Moss hyggst sitja nakin fyrir í Playboy í janúar. NORDICPHOTOS/ GETTY Félagarnir Ingi Þór og Stefán Atli kalla sig Nyxo þegar þeir búa til danstónlist. Fyrir stuttu sendu þeir frá sér endurhljóðblandaða útgáfu af laginu vinsæla Rhythm of the Night frá tíunda áratugn- um. Rapparinn Erpur Eyvind- arson, einnig þekktur sem Blaz Roca, er gestasöngvari í laginu, sem hefur verið halað oft niður á síðunni Icecoldstudios.is. Ásamt því að búa til danstónlist koma strákarnir einnig fram sem plötusnúðar og hafa þeir haldið uppi stemmingu á hinum ýmsu skemmtistöðum Reykjavíkur. Nyxo starfar með Erpi NYXO Félagarnir Ingi Þór og Stefán Atli kalla sig Nyxo. Eldborg í Hörpu 11.október Sigriður Thorclacius Björgvin Halldórsson Bogomil font Sérstakir gestir: Þú getur nálgast þinn miða á: harpa.is og midi.is Uppselt! auka tónleikarkl. 23.00 föstudaginn 11. októkber sama dag Stephen King segist vera stressað- ur yfir viðbrögðunum við bókinni Doctor Sleep, framhaldi spennu- sögu hans The Shining, sem kemur út í næstu viku. Bandaríski rithöf- undurinn býst við því að 95% rit- dómanna fyrir Doctor Sleep verði samanburður á bókunum tveimur. „Þessi samanburður blasir við og maður getur ekki verið annað en taugaóstyrkur vegna þess að það hefur margt breyst á þessum tíma,“ sagði hann við BBC, King var 28 ára þegar The Shin- ing, sem vinsæl kvikmynd var gerð eftir, kom út. Núna er hann 65 ára. Stressaður yfi r viðbrögðunum STEPHEN KING Rithöfundurinn er stressaður yfir væntanlegum ritdómum. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.