Fréttablaðið - 20.09.2013, Síða 12
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
GRIKKLAND Antonis Samaras, for-
sætisráðherra Grikklands, segir
að stjórn sín muni ekki láta „arf-
taka nasistanna“ komast upp með
að grafa undan stöðugleika í land-
inu.
Forsvarsmenn stjórnarflokk-
anna hafa heitið því að grípa til
aðgerða gegn öfgahægriflokknum
Gullinni dögun eftir að maður með
tengsl við flokkinn játaði að hafa
stungið vinstrisinnaðan aðgerðar-
sinna til bana á miðvikudag.
Mikil reiði braust út á miðviku-
dag eftir að í ljós kom að stuðn-
ingsmaður Gullinnar dögunar,
flokks sem vændur hefur verið um
að vera nýnasistahópur og standa
fyrir árásum á innflytjendur, ját-
aði að hafa orðið Pavlos Fissas að
bana. Fissas, sem rappaði undir
listamannsnafninu Killah P, deildi
meðal annars á kynþáttahatur í
textum sínum.
Talsmenn stjórnarflokkanna
hafa gagnrýnt Gullna dögun harð-
lega og heitið því að taka á þeim
með öllum tiltækum meðulum.
Meðal annars sagði aðstoðarfor-
sætisráðherra landsins, Evangelos
Venizelos, að héðan í frá skuli líta
á Gullna dögun sem glæpasamtök.
Fulltrúar Gullinnar dögunar
segja ásakanir um að flokkurinn
tengist þessu morði bera vott um
ömurlegar tilraunir stjórnarinn-
ar til að nýta sér harmleik í póli-
tískum tilgangi og kljúfa grískt
þjóðfélag.
Lögregla gerði hins vegar hús-
leit á skrifstofum Gullinnar dög-
unar í Aþenu strax á miðvikudag
og í gærmorgun voru tveir menn
tengdir flokknum handteknir.
Annar er lífvörður en hinn bíl-
stjóri Nikosar Michaloliakos, leið-
toga Gullinnar dögunar.
Mótmælagöngur gegn kynþátta-
hatri og fasisma fóru fram víða
um land á miðvikudag og sló sums
staðar í brýnu milli mótmælenda
og lögreglu.
Fjöldi manns mætti síðan til
útfarar Fissas í gær og hrópuðu
margir slagorð gegn nýnasistum
og sungu baráttusöngva. Búist er
við frekari mótmælum.
gudsteinn@frettabladid.is
thorgils@frettabladid.is
Aðgerðir boðaðar
gegn nýnasistum
Grískir ráðamenn segja nóg komið af ofbeldi öfgahægrimanna í Gullinni dögun.
Óeirðir brutust þar út eftir að maður tengdur flokknum myrti þekktan rappara.
MINNAST HINS MYRTA Konur leggja blóm á gangstéttina þar sem Pavlos Fissas var
myrtur á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Amerískir með klakavél
20%
afsláttur
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest úrskurð héraðsdóms þess
efnis að maður sem grunaður er
um stórfelld fíknilagabrot í Dan-
mörku verði framseldur þangað.
Lögreglan í Kaupmannahöfn
gaf út norræna handtökuskipun á
manninn 13. september. Maður-
inn andmælti því að vera sendur
utan en héraðsdómur komst að
þeirri niðurstöðu að öll skilyrði
laga um handtöku og framsal
væru uppfyllt. Hæstiréttur stað-
festi svo þá niðurstöðu. - jme
Grunaður um fíkniefnabrot:
Framseldur til
Danmerkur
DANMÖRK Svo virðist sem þeir
sem reyna að smygla eiturlyfj-
um innvortis til Danmerkur séu
orðnir fráhverfir því að ferðast
um Kastrup-flugvöll.
Á vef Jótlandspóstsins segir að
það sem af er ári hafi aðeins sjö
verið staðnir að slíku, saman-
borið við tuttugu í fyrra. Haft er
eftir lögreglu að nýr skanni gæti
haft fælingaráhrif. Smyglarar
freisti frekar gæfunnar með því
að fljúga til Svíþjóðar og koma
sér svo þaðan til Danmerkur. - þj
Löggæsla á flugvellinum:
Dópgleyparnir
forðast Kastrup