Fréttablaðið - 23.09.2013, Síða 32
KYNNING − AUGLÝSINGGólfefni MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 20134
Parketmeistarinn er fyrir-tæki sem byggir á göml-um og traustum grunni en
stofnandi þess og framkvæmda-
stjóri, Friðrik Már Bergsveins-
son, hefur unnið við greinina í
25 ár. Fyrirtækið er talið vera eitt
það vandaðasta á sínu sviði hér-
lendis. „Sérhæfing fyrirtækisins
felst í yfirborðsmeðhöndlun gólfa.
Við notum eingöngu hágæða-
efni og fyrsta flokks tækjakost við
vinnu okkar, hvort sem um er að
ræða parketlögn, slípun eða yfir-
borðsmeðhöndlun.“ Parketmeist-
arinn tók við Eukula-umboðinu
frá þýska framleiðandanum Frei-
lacke/Eukula árið 2009. „Þetta
gæðalakk hefur verið á markaðn-
um hér síðan árið 1985. Það er mjög
endingargott og hefur staðið fyrir
sínu öll þessi ár. Lakkið hefur það
fram yfir önnur slík að þurrefnis-
innihaldið í því er mjög hátt þann-
ig að þegar uppleysiefnið gufar upp
situr sterk filma eftir á gólfinu, sem
skiptir mjög miklu máli.“
Aðeins gæðavörur
Fyrirtækið selur einnig parket í
samvinnu við Húsasmiðjuna. Um
er að ræða parket frá pólska fram-
leiðandanum Barlinek, sem er einn
sá stærsti í heimi, og harðplast-
parket frá þýska framleiðandan-
um HDM. „Síðan sjáum við um
að sérpanta parket að utan en sú
þjónusta er stór þáttur í starfsemi
okkar. Við sérpöntum frá mörg-
um framleiðendum en þó mest
frá Bandaríkjunum, Hollandi og
Þýskalandi.“
Fyrirtækið hefur um nokkurt
skeið verið einkaumboðsaðili fyrir
Lägler-parketslípivélarnar, sem að
sögn Friðriks eru nokkurs konar
Rolls-Royce parketslípivéla. Lägler
hefur verið leiðandi á sínu sviði í yfir
50 ár og er stærsti parketslípivéla-
framleiðandi heims og gæðin eftir
því. „Segja má að flestir verktakar
í þessum bransa eigi Lägler-vél. Sú
elsta sem ég veit um í fullum rekstri
er frá árinu 1985 en það er einmitt
það ár sem byrjað var að flytja þær
inn að einhverju ráði,“ segir Friðrik.
Önnur vinsæl vara hjá Parket-
meistaranum er undirlag frá Floor-
Muffler. „Um er að ræða hljóð-
dempandi undirdúk fyrir park-
et frá Bandaríkjunum sem hefur
farið sigurför um allan heim. Með
því fær maður mestu hljóðdempun
upp í rýmið af þeim efnum sem eru
á markaðnum.“
Eukula-lökkin og -olíurnar,
Lägler-slípivélarnar og Starcke-
sandpappír, sem fyrirtækið er einn-
ig einkaumboðsaðili fyrir á Íslandi,
verða að teljast þær sterku undir-
stöður sem fyrirtækið byggir á að
sögn Friðriks. „Það er sama hversu
góðir menn eru. Það er mjög mikil-
vægt að hafa réttu efnin, tækin og
tólin við höndina þegar á að skila af
sér fallegu gólfi.“
Reynslumiklir starfsmenn
Gríðarleg reynsla liggur í starfs-
mönnum fyrirtækisins. Það er ekki
bara Friðrik sem hefur starfað lengi
í greininni heldur eru aðrir starfs-
menn fyrirtækisins mjög reynslu-
miklir og sérhæfðir. „Það skiptir
auðvitað miklu máli í svona fagi.
Við búum auk þess yfir tveimur
bílum og sex tækjasettum þann-
ig að við getum verið mjög öflugir
í stórum verkum. Við vinnum jöfn-
um höndum fyrir fyrirtæki, stofn-
anir og einstaklinga. Við höfum til
dæmis margar ríkisstofnanir meðal
fastra viðskiptavina okkar. Enda er
slagorð okkar „þinn hagur okkar
stolt“ og það skiptir okkur miklu
máli að vera traustsins verðir.“
Parketmeistarinn er meðlim-
ur í FÍP (Félagi íslenskra parket-
manna) og NWFA (National Wood
Flooring Association), sem eru ein
stærstu parketsamtök í heiminum.
„Ég kom sjálfur að stofnun FÍP á
sínum tíma og er það mikill gæða-
stimpill að tengjast báðum þessum
samtökum.“
Allar nánari upplýsingar má
finna á www.pm.is.
Fagmennska og gæði í 25 ár
Mikil reynsla, gæðaefni og fyrsta flokks tækjakostur einkennir starfsemi Parketmeistarans. Sérhæfing fyrirtækisins liggur í
yfirborðsmeðhöndlun gólfa og það sinnir jöfnum höndum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum.
Friðrik Már Bergsveinsson, framkvæmdastjóri Parketmeistarans, annar frá hægri ásamt starfsmönnum. MYND/VILHELM
Mörgum finnst dýraskinn setja hlýlegan svip á heimilið. Hadda Gestsdóttir hjá Hvítlist segir að dýraskinn séu mjög eftirsótt um þess-
ar mundir. „Alls kyns skinn eru vinsæl hjá okkur, dá-
dýraskinn, kálfaskinn, nautshúðir og eiginlega allar
gerðir skinna. Það er misjafnt eftir hverju fólk er að
leita og hvar það ætlar að hafa skinnið. Sumir kaupa
skinn í sumarbústaðinn en aðrir fyrir stofuna eða
sjónvarpsrýmið. Það er mjög einstaklingsbundið
hvað fólk vill,“ segir Hadda. Hvítlist selur einnig ekta
sebraskinn. „Það er mjög algengt að fólk kaupi skinn
í bústaðinn, enda passar það vel í slíku umhverfi. Ís-
lenska gæran er einnig mjög vinsæl og við seljum mest
af henni. Bæði Íslendingar og útlendingar kaupa gær-
una,“ segir Hadda en íslenska gæran er seld um allan
heim. „Gæran hefur verið vinsæl tækifærisgjöf.“
Ekki allir hrifnir
Þótt dýraskinn hafi verið mikið í tísku um allan heim
eru ekki allir sáttir við að þau séu notuð á þennan
hátt. Það vakti til dæmis mikla athygli þegar einka-
safn auðkýfings var selt á uppboði í Melbourne í Ástr-
alíu fyrr á þessu ári. Meðal dýrgripa sem þar var að
finna var safn dýraskinna. Gólfmotta úr skinni af tígr-
isdýri seldist fyrir tólf hundruð þúsund, skinn af ljóni
fyrir rétt tæpa milljón, skinn af hlébarða, fjallaljóni
og sebrahesti fóru fyrir tæpar fjögur hundruð þúsund
hvert.
Mörgum kom á óvart þessi mikla skinnaeign og var
sala þeirra ákaflega umdeild. Ekki átti að geta um selj-
andann en einhverjir komust að því að skinnin hefðu
verið í eigu Emmanuels Margolin, sem er einn rík-
asti maður í Ástralíu og hefur alla tíð þótt sérvitring-
ur. Margolin kom til Ástralíu árið 1951 með tvær hend-
ur tómar en auðgaðist meðal annars á nautgriparækt.
Hann hafði mikla ástríðu fyrir sjaldgæfum dýrum og
dýrum í útrýmingarhættu.
Þeir voru margir sem vildu eignast skinnin. Einn
kaupandinn sagðist hafa keypt skinn af tígrisdýri þar
sem dóttur hans hafði lengi dreymt um að hafa slíkt
skinn á baðherberginu sínu.
Dýraskinn vinsælt á gólfið
Íslenska gæran hefur verið gríðarlega eftirsótt undanfarið og hefur unnið sér sess á heimilum á nýjan leik. Dýraskinn hafa reyndar
verið vinsæl undanfarin ár sem gólfmottur. Sérstaklega á það við um kýr- og hrosshúðir, auk sebraskinns.
Skinn af sebrahesti þykir fallegt en það er dýrt.
Íslenska gæran hefur aldrei verið vinsælli. Bæði Íslendingar og
útlendingar hafa fallið fyrir henni.
Nautshúð er vinsæl og getur sett fallegan svip á heimilið.