Fréttablaðið - 23.09.2013, Page 36

Fréttablaðið - 23.09.2013, Page 36
KYNNING − AUGLÝSINGGólfefni MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 20138 ÞURRKAÐU AF FÓTUNUM Upp á ensku er dyramotta oft kölluð „welcome mat“ eða motta sem býður fólk velkomið. Það er ekki skrítið þar sem mottan er yfirleitt það fyrsta sem mætir gestum þegar komið er á heimilið. Dyramottur eru auk þess besti vinur þess sem sér um þrifin á heimilinu þar sem stór hluti af sandi og skít verður eftir í grófu mynstri mottunnar. Dyramottur má fá í hinum ýmsu útgáfum með mismunandi og oft fyndnum áletrunum og jafnvel með myndum af því sem einkennir húsráðendur, til dæmis hundum og hestum. Árið 1995 fann Ralph Baer upp dyramottuna Chat-Mat en með henni er hægt að taka upp skila- boð sem eru spiluð þegar stigið er á mottuna. Skemmtileg leið til að taka á móti gestum. SKÍNANDI HREINT Ekki er sama hvernig parkett er þrifið en huga þarf að því af hvaða gerð parketið er. Lakkað parkett er best að sópa og rykmoppa eftir þörfum. Gólfið skal þvo með mildu sápuvatni en best er að þurrvinda moppuna. Varast ber að láta vætu liggja á lökkuðu parkettgólfi. Nota má vatnsuppleysanlegt bón eða vaxbón en ekki er gott að bóna slík gólf oft. Ef lakkið er orðið slitið þarf að pússa gólfin upp og lakka að nýju. Olíu- eða vaxborið parkett er gott að rykmoppa reglulega. Best er að nota grænsápu, þar til gerða parkettsápu eða sápu sem er feit, því fitan mettar gólfborðin. Nauðsynlegt er að olíu- eða vaxbera gólf nokkuð reglulega, annars vilja þau þorna og verða mislit. Plastparkett má ekki bleyta of mikið. Ef þarf að skúra á að nota volgt vatn en þurrka það jafn- óðum. Best er að strjúka yfir með þurri moppu eða ryksuga. VATNSSKYNJARI GÓÐ LAUSN Það er óskemmtilegt að verða fyrir vatnstjóni. Vatnsskynjarar hafa bjargað mörgum frá miklu tjóni. Gott er að hafa þá á gólfi í þvottahúsi, eldhúsi og baðherbergi, sérstaklega ef niðurfall er ekki til staðar. Hægt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi. Vatnsskynjari er ekki dýrt stykki en ákaflega góð öryggisvörn. Í flestum nýrri húsum eru niðurföll í baðherbergjum og þvottahúsum en þeim þarf að halda hreinum til að koma í veg fyrir tjón. Ef niðurfallið stíflast gerir það lítið gagn ef flæðir á gólf. Ástæður vatnstjóna geta verið margar, lagnir geta gefið sig eða fólk gleymir óvart að skrúfa fyrir krana. Á veturna getur gert asahláku með þeim afleiðingum að það flæðir inn í hús. Óhöppin gera sjaldnast boð á undan sér og því er mjög gott að vera vel varinn. Ekki er gott að gleyma að skrúfa frá krana. Nánar um átakið og upplýsingar um sölustaði á aallravorum.is og facebook.com/aallravorum.is F ÍT O N / S ÍA SÖFNUNARSÍMI Hringdu í síma 903 1000 og gefðu 1000 kr. Hringdu í síma 903 3000 og gefðu 3000 kr. Hringdu í síma 903 5000 og gefðu 5000 kr. Í ár ætlar Á allra vörum að hjálpa þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða og safna fyrir nýrri geðgjörgæsludeild á Landspítalanum með aðstoð þjóðarinnar. Með því að hringja í söfnunarnúmerin eða kaupa Á allra vörum gloss frá Dior leggur þú þitt á vogarskálarnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.