Fréttablaðið - 23.09.2013, Page 56

Fréttablaðið - 23.09.2013, Page 56
23. september 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 28 Pepsi deildin 2013 KR 20 16 1 3 47-23 49 FH 21 13 5 3 43-22 44 Stjarnan 21 13 4 4 34-21 43 Breiðablik 21 10 6 5 34-25 36 Valur 21 7 9 5 40-31 30 ÍBV 21 8 5 8 25-26 29 Keflavík 21 7 3 11 31-44 24 Fylkir 21 6 5 10 30-32 23 Fram 21 6 4 11 25-35 22 Þór 21 5 6 10 29-43 21 Víkingur Ó. 21 3 8 10 21-30 17 ÍA 20 2 2 16 25-52 8 D-vítamínbættur Mörkin: 0-1 Gary Martin (15.), 0-2 Gary Martin (26.), 1-2 Jonas Grönner, sm (30.). Valur (5-4-1): Fjalar Þorgeirsson 6 - Jónas Tór Næs 6 Arnar Sveinn Geirsson 5 (72. Matthías Guðmundssonm 5), Magnús Már Lúðvíksson 6, Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 (83. Haukur Ás- berg Hilmarsson -), Matarr Jobe 4, Sigurður Egill Lárusson 5 - Kristinn Freyr Sigurðsson 6, Andri Fannar Stefánsson 5, Lucas Ohlander 4 - Indriði Áki Þorláksson 4. KR (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 7 - Haukur Heiðar Hauksson 6, Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6, Jonas Grönner 5, Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 - Atli Sigurjónsson 7 (66. Brynjar Björn Gunnars- son 6), Bjarni Guðjónsson 7, Jónas Guðni Sævars- son 5, Óskar Örn Hauksson 6 - Gary Martin 8 * (76. Kjartan Henry Finnbogason -), Emil Atlason (78. Þorsteinn Már Ragnarsson -). Skot (á mark): 2-9 (2-6) Horn: 6-3 Varin skot: Fjalar 4 - Hannes 2 Aukaspyrnur: 1-3 2-1 Hlíðarendi Guðmundur Ársæll (7) Mörkin: 0-1 Tómas Óli Garðarsson (9.), 1-1 Veigar Páll Gunnarsson (21.), 2-1 Halldór Orri Björnsson (24.), 3-1 Halldór Orri Björnsson (34.), 3-2 Árni Vilhjálmsson (48.). Stjarnan (4-3-3): Ingvar Jónsson 6 - Jóhann Laxdal 7, Martin Rauschenberg 6, Daníel Laxdal 7, Hörður Árnason 6 (81. Tryggvi Bjarnason) - Michael Præst 6, Robert Johann Sandnes 7, Veigar Páll Gunnarsson 8 - Ólafur Karl Finsen 5 (33. Kennie Knak Chopart 5), *Halldór Orri Björnsson 8, Garðar Jóhannsson 6. Breiðablik (4-4-2): Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Þórður Steinar Hreiðarsson 6 (45. Viggó Kristjáns- son 5), Elfar Freyr Helgason 5, Sverrir Ingi Ingason 6, Kristinn Jónsson 6(79. Olgeir Sigurgeirsson) - Gísli Páll Helgason 5, Finnur Orri Margeirsson 6, Andri Rafn Yeoman 5, Tómas Óli Garðarsson 7 - Ellert Hreinsson 4 (45. Elfar Árni Aðalsteinsson 6), Árni Vilhjálmsson 7. Skot (á mark): 9-13 (7-5) Horn: 5-8 Varin skot: Ingvar 3 - Gunnleifur 3 Aukaspyrnur: 11-15 2-3 Samsungvöllur 1273 áhorfendur Þorvaldur Árnason (8) FÓTBOLTI KR varð í gær Íslands- meistari í Pepsi-deild karla eftir, 2-1, sigur á Val á Vodafone-vell- inum. Liðið hefur því tryggt sér titilinn fyrir lokaumferðina en KR-ingar eru með 49 stig. Vestur- bæjarveldið á samt sem áður tvo leiki eftir af tímabilinu og geta því farið vel yfir 50 stiga múrinn. Þetta var í 26. skipti sem KR verð- ur Íslandsmeistari í knattspyrnu karla. Gary Martin gerði bæði mörk KR í leiknum og komu þau í fyrri hálfleiknum. „Það var í raun aðeins meiri ró yfir liðinu í dag, meira stress fyrir leikinn gegn Blikum á fimmtudag- inn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „Liðið lék virkilega vel í fyrri hálfleiknum í dag og lagði grun- inn að þessum sigri þá. Ég var ekki sáttur þegar Valsmenn minnkuðu muninn og þetta stóð nokkuð tæpt á tíma, þar sem Vals- menn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum.“ KR hefur verið með besta liðið í allt sumar og sýnt á köflum frá- bæra spilamennsku. Liðið er vel mannað og hefur Rúnar gríðar- lega breiðan hóp leikmanna. Mögnuð liðsheild „Það sem leggur grunninn að þessum titli er ótrúleg liðsheild. Menn eru alltaf tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Það þurfa alltaf einhverjir góðir leikmenn að sitja á varamannabekknum og fá færri tækifæri en aðrir og menn þurfa bara að bíta í það súra epli. Það hefur alveg komið upp að leikmenn verði pirraðir en svona breiður hópur er að skila KR Íslandsmeistaratitlinum í ár.“ „Það verður að segjast alveg eins og er að þetta er mjög góð til- finning,“ segir Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Síðari hálfleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður og við náðum ekki að spila okkar leik. Valsmenn áttu alveg mögu- leika á því að jafna en sem betur fer hafðist það ekki.“ KR-ingar voru í raun lakari aðilinn í síðari hálfleiknum og heppnir að Valsmenn náðu ekki að jafna. „Liðið byrjaði strax í nóvember að búa sig undir þetta tímabil og markmiðin voru skýr, við ætluð- um okkur Íslandmeistaratitilinn.“ „Það sem kemur fyrst upp í huga manns er mikill léttir,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðar- son, leikmaður KR, eftir sigurinn í gær. KR gat með sigri á Breiðablik á fimmtudaginn tryggt sér Íslands- meistaratitilinn en liðið tapaði illa 3-0 fyrir Kópavogsliðinu og þurfti því að hafa sig allt við til að landa titlinum í gær. „Það var virkilega pirrandi að tapa svona illa gegn Blikum á fimmtudaginn og við ætlum svo sannarlega að gera betur í dag.“ KR og Valur hafa í gegnum ára- tugina verið miklir erkifjendur og því var ekki leiðinlegt fyrir KR- inginn að klára Íslandsmeistara- titilinn á þeirra heimavelli. „Það er auðvitað alltaf gaman að klára svona titil en KR og Valur eru miklir erkifjendur og því sérstaklega gaman hér.“ stefanp@365.is KR Íslandsmeistari í 26. sinn KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær eft ir sigur á Val 2-1. Liðið á enn tvo leiki eft ir af tíma- bilinu og geta leikmenn liðsins nú andað léttar. Gary Martin gerði bæði mörk KR í leiknum. MEISTARAR Bjarni Guðjónsson fer hér í gegnum ákveðna athöfn eftir alla sigurleiki. Stemningin var mögnuð eftir leik KR og Vals í gær. Íslandsmeistarar árið 2013 dönsuðu sigurdans með stuðningsmönnum Vesturbæinga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Þetta er alveg ný til- finning fyrir mig og ótrúlega sætt að vinna þennan titil,“ segir Gary Martin, leikmaður KR, eftir sigur- inn í gær. KR varð Íslandsmeistari í Pepsi- deild karla eftir flottan útisigur á Val, 2-1, í gær og gerði Englendingurinn bæði mörk KR í leiknum. „Þetta er fyrsta heila tímabilið mitt hjá félaginu og þvílíkt tímabil. Það er erfitt að lýsa þessari til- finningu. Eftir alla þessu vinnu og hvernig liðið hefur alltaf staðið saman sem ein heild er ótrúlegt að ná loks markmiðum sínum.“ Martin hefur verið magnaður undanfarnar vikur og hefur nú skorað 11 mörk fyrir KR-inga á þessu Ís- landsmóti. „Við lögðum alla þessa vinnu á okkur fyrir þetta andartak. Mér fannst við vera besta liðið á Íslandi á síðustu leiktíð en náðum að kasta frá okkur titlinum. Núna er hann okkar og við verðum að njóta þess.“ Framherjinn telur að reynsla og liðsheild hafi skilað þessum titli. „Við fengum Brynjar Björn [Gunn- arsson] fyrir tímabilið og hann er sennilega einn mesti reynsluboltinn í íslenskum fótbolta.“ - sáp Unnum fyrir þessu andartaki SÁTTIR Gary Martin fagnar hér ásamt Hannesi Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stjörnumenn gulltryggðu farseðil í Evrópukeppni á næsta ári með 3-2 sigri á Blikum á Samsung-vellinum í gær. „Þetta er stórkostlegt, við settum okkur markmið að ná Evrópusæti og við náðum því. Við unnum Blika sem Stjarnan hefur verið í basli með undanfarið,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við höfum unnið bug á ýmsum draugagangi sem hefur verið í Garðabæ, bæði hjá okkur og gegn öðrum liðum. Þetta er vonandi búið í bili og það er frábært.“ Þetta var þriðja árið í röð sem liðin mætast undir lok móts upp á Evrópusæti. „Ég vill ekki kalla þetta hefndarhug, við för- um í alla leiki til að vinna og menn nálguðust þetta af miklum eldmóði. Við héldum þetta út og erum ánægðir með það.“ Stjarnan loksins í Evrópukeppnina SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.