Fréttablaðið - 23.09.2013, Side 62

Fréttablaðið - 23.09.2013, Side 62
23. september 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 34 MÁNUDAGSLAGIÐ „Ég þarf aldrei að hugsa mig um þegar einhver vill kynnast Íslandi í gegnum skáklistina, okkar göf- ugu þjóðaríþrótt,“ segir skákmað- urinn og rithöfundurinn Hrafn Jökulsson, sem mun leiða sænska leikstjórann Lukas Moodysson um slóðir Bobby Fischer hér á landi. Moodysson er heiðurs gestur kvik- myndahátíðarinnar RIFF í ár og hafði sérstakan áhuga á að heim- sækja slóðir skákmeistarans á meðan á heimsókninni stóð. „Mínir góðu vinir í RIFF sögðu mér að leikstjórinn hefði áhuga á því að fara á söguslóðir skákar- innar. Það er sérlega skemmtilegt að einn besti og snjallasti leik- stjóri heims skuli hugsa um skák þegar hann kemur til Íslands og sýnir hvílíkt stórveldi við erum í skákheiminum,“ útskýrir Hrafn, sem kveðst hafa lært manngang- inn um það leyti er Fischer vann heimsmeistaratitilinn í Reykjavík árið 1972. Hann hyggst fara með leikstjór- ann að leiði Fischers í Laugardæla- kirkjugarði og heimsækja Fischer- setrið á Selfossi. „Svo endar þetta vonandi með því að við setjumst að tafli og kannski fæ ég að spyrja hann svolítið um hans mörgu meistaraverk. Æskileg niðurstaða væri síðan sú að hann gerði bíó- mynd um skák á Íslandi, ég held að það steinliggi alveg.“ Aðspurð- ur segist Hrafn þekkja nokkuð til verka Moodyssons, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Fuck- ing Åmål, Tillsammans og Ett hål i mitt hjärta. „Það er virkilega gaman að hann skuli vera að koma á RIFF og heiðra okkur með nær- veru sinni, þessi mikli snillingur,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Leiðir Moodysson um slóðir Fischers Hrafn Jökulsson, skákmaður og rithöfundur, leiðir sænska leikstjórann Lukas Moodysson um slóðir skákmeistarans Bobby Fischer hér á landi. ÁHUGAMAÐUR UM FISCHER Sænski leikstjórinn Lukas Moodysson er mikill áhugamaður um Bobby Fischer. Hrafn Jökulsson mun leiða leikstjórann um slóðir skákmeistarans. NORDICPHOTOS/GETTY „Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Ver- tíð og fjallar um listahátíðir sem haldnar voru úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alex- andra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvik- myndagræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafn- framt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndar- innar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vin- konur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og mynd- list. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stopp- aði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Fanga stemningu listahátíða Myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir frumsýnir heimildarmyndina Vertíð. LEIKSTÝRIR HEIMILDARMYND UM LISTAHÁTÍÐIR Dóra Hrund Gísladóttir leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd sem fjallar um listahátíðir úti á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Félagarnir Atli Snær Keranson, Magnús Þór Gunnarsson og Franz Gunnarsson eru að setja saman vefsíðu þar sem allar bæjarhátíðir og tónlistarhátíðir á Íslandi eru samankomnar undir einum hatti. Um er að ræða endurbætta vefsíðu á sömu slóð og hefur áður verið notuð, Hatid.is. „Þetta eru hátíðir úti um allt land. Við erum ekki bara að einbeita okkur að menningarnótt, 17. júní eða Iceland Airwaves,“ segir Franz. „Þetta verður algjör gagnagrunnur fyrir allar hátíðir á Íslandi.“ Vefsíðan, sem verður bæði á ensku og íslensku, fer líkast í loftið í október eða nóvember. Vefsíðan byggir á Hátíðahandbókinni sem þeir Franz, Atli Snær og Magnús Þór gáfu í fyrsta sinn út síðastliðið vor. Henni var dreift um allt land í 25 þúsund eintök- um og mæltist framtakið vel fyrir. Sú handbók verður gefin aftur út fyrir næsta sumar. „Næsta skref er að vinna Hátíða- handbókina á ensku sem verður aðeins veglegri. Hún kemur út í febrúar og er aðallega stíluð á útlendinga sem eru að koma hingað og vilja kíkja á viðburði.“ Sú handbók verður unnin í sam- starfi við Icelandic Music Export, sem mun aðstoða við að dreifa henni á erlend- ar hátíðir og senda á erlenda tengiliði. - fb Allar hátíðir undir einum hatti Þrír félagar undirbúa vefsíðuna Hatid.is þar sem allar hátíðir eru samankomnar. HÁTÍÐIR UNDIR EINUM HATTI Franz Gun- narsson og félagar setja endurbættu vefsíðuna Hatid.is í loftið á næstunni. ➜ Handbækurnar og vefsíðan Hatid.is eru fjármagnaðar með sölu á auglýsingum. ➜ Bobby Fischer lést þann 17. janúar árið 2008, Lukas Moodysson fæddist sama dag árið 1969. Ljósmynda- keppni Fréttablaðsins LUMAR ÞÚ Á GÓÐRI ÚTIVISTARLJÓSMYND? Hefst í dag og lýkur á miðnætti miðvikudaginn 2. október. Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins, þú gætir unnið glæsilega Nikon-myndavél og fengið myndina þína birta í Fréttablaðinu. Þema keppninnar er „Útivist“. Ef þú átt góða útivistarmynd frá því í sumar skaltu einfaldlega fara inn á www.ljosmyndakeppni.visir.is þar sem hægt er að hlaða upp myndinni. Innsendar myndir birtast á Vísi og á Facebook-síðu Fréttablaðsins þar sem lesendur geta kosið bestu myndina. Bestu myndirnar verða birtar í Fréttablaðinu síðar í haust. Ef þú átt frábæra mynd sem fangar skemmtilega útivistarstemningu hvetjum við þig til að taka þátt! Keppnin stendur yfir frá 23. sept. til 2. okt. „Mánudagslagið sem kemur mér í rétta gírinn fyrir vikuna er Latch med Disclosure - Feat. Sam Smith.“ Fannar Þór Arnarsson, nemi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.