Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 2
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNMÁL „Það er ekki enn búið að finna lausn á því hvernig eigi að fækka körlum í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Evrópuráðsþingið gerði í sumar alvarlegar athugasemdir við skipan nefndarinnar og sagði hana ekki samræmast reglum um kynjakvóta. Í nefndinni sitja Karl Garðarsson, Brynjar Níelsson og Ögmundur Jónasson. Verulegur kynjahalli er í sumum nefndum Alþingis. Einar segir að ekki hafi komið fram neinar hugmyndir um að jafna kynjahlutföll í öðrum nefndum. - jme Ísland og Evrópuráðsþingið: Enn þrír karlar í nefndinni SAMFÉLAGSMÁL „Þetta er umhugs- unarvert auðvitað,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Lands- bjargar, en björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn lét börn á fermingaraldri stökkva ofan í höfnina án þess að klæða þau í flotbúninga. Um æfingu var að ræða á svokölluðu strumpanám- skeiði fyrir unglinga sem vilja komast í björgunarsveitina. Til- gangur æfingarinnar var sá að leyfa börnunum að finna fyrir kulda sjávar en börnin stukku ofan í sjóinn á þriðjudagskvöldið var. Niðurstaðan varð þó sú að eitt barnið, þrett- án ára stúlka, gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt vegna kuld- ans. Stúlkunni var ekið til for- eldra sinna eftir atvikið en henni varð ekki meint af volkinu. Annað foreldri hafði samband við fréttastofu og gagnrýndi að börnin hefðu ekki verið í flot- göllum, þótt þau hefðu verið í björgunarvestum þegar þau stukku út í sjóinn. Eitt foreldri meinaði meðal annars barni sínu að taka þátt í æfingunni. Þá stað- festir formaður björgunarsveitar- innar í Þorlákshöfn, Ásgeir Guð- mundsson, að leiðbeinendur hefðu verið í flotgöllum. Aðspurður hvers vegna börnin fóru ekki líka í flotgalla svaraði hann: „Ef það hefðu verið til gallar á þau hefðu þau auðvitað farið í þá.“ Ásgeir útskýrði fyrir frétta- manni að æfingin væri ekki óeðlileg. Hann benti einnig á að leiðbeinendur hefðu gætt að börn- unum á meðan þau stukku ofan í sjóinn, auk þess sem teppi hefðu verið á bakkanum. Hann sagði mikilvægt að börnin áttuðu sig á aðstæðum, „svo hafa þau bara gaman af þessu,“ bætti hann við. Hörður Már segir mikilvægt að það komi fram að börnin hafi stokkið ofan í sjóinn af fúsum og frjálsum vilja. „Og þarna voru menn við fullkomnar aðstæður, björgunar sveitar maður var í sjón- um og fleiri fylgdust með,“ bendir Hörður á. Spurður um áhyggjur foreldra svarar hann: „Ég skil afstöð- una, við viljum auðvitað forðast að stefna fólki í óþarfa hættu og höfum sérstakar siðareglur hvað það varðar.“ Hörður telur þó atvikið hafa verið innan marka. „En við munum auðvitað skoða verkferla og málið verður kannað gaum- gæfilega,“ bætir hann við. - vg Leiðbeinendur í flot- galla en börnin ekki Foreldri barns á fermingaraldri gerði athugasemdir við æfingu björgunarsveitar- innar í Þorlákshöfn. Börnin stukku ofan í sjó án flotgalla en leiðbeinendurnir voru í galla. Þrettán ára stúlka gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt. HÖRÐUR MÁR HARÐARSON ÞORLÁKSHÖFN Krakkarnir stukku út í sjóinn á þriðjudaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Þrítugur karl maður játaði vörslu á miklu magni af barnaklámi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft í sinni vörslu yfir fimm þús- und ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Þá hafði hann einnig undir höndum tíu stuttar kvikmyndir sem einnig sýndu börn á klámfenginn hátt. Maðurinn játaði sök skýlaust og var málið dómtekið í gær og er þess einnig krafist að tölva mannsins, auk myndefnisins, verði gerð upptæk. - vg Með fimm þúsund myndir: Játaði vörslu barnakláms Ástrós, ætlar þú að taka þetta skref fyrir skref? „Já, svo lengi sem bakhöndin klikkar ekki.“ Ástrós Erla Benediktsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri NN Make up School. Hún aðstoðaði við gerð bókarinnar „Förðun, skref fyrir skref“. VERÐLAUN Elma Rún Benediktsdóttir tók í gær við verðlaununum fyrir sigur í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins, sem bar yfirskriftina „Náttúra“. Mynd Elmu af tófu með marhnút í kjaftinum þótti skara fram úr. Elma segist hafa stundað ljósmyndun í um fimm ár og að áhuginn hafi kviknað við að skoða fuglamyndir frá öðrum. Fyrst hafi hún notað myndavél sem mað- urinn hennar á, en fljótlega fjárfest í betri tækjum. „Þetta vatt svo upp á sig,“ segir Elma sem ein- beitir sér að mestu að því að mynda flækingsfugla, sem getur oft verið mikil þolinmæðisvinna. „Ég var til dæmis einu sinni í fimm tíma að eltast við hettu- söngvara í tíu stiga frosti, en maður finnur ekkert fyrir kuldanum í svoleiðis aðstæðum.“ Varðandi sigurmyndina segir Elma að hún hafi ekki þurft að sitja lengi um tófuna. Þau hafi verið í útilegu í Veiðileysufirði á Hornströndum þar sem þau sáu tófuna vera að rótast í fjörunni. Elma var svo fljót að grípa myndavélina þegar hún sá lágfótu koma aftur upp og náði þessu sérstaka augnabliki. Næsta ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins er þegar hafin. Hun ber yfirskriftina „Útivist“ og stendur til miðnættis 2. október. Þátttakendur geta hlaðið upp myndum á ljosmyndakeppni.visir.is og á Facebook-síðu Fréttablaðsins. - þj Áhugaljósmyndarinn Elma Rún Benediktsdóttir hlýtur verðlaun: Sigraði í ljósmyndasamkeppni MEÐ SIGURLAUNIN Elma Rún Benediktsdóttir varð hlut- skörpust í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins. Hún hlaut að launum glæsilega Nikon-myndavél frá Heimilistækjum sem hún tekur hér á móti frá Ólafi Þ. Stephensen ritstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KIRKJUMÁL Bandaríski predikar- inn Franklin Graham kom ásamt fylgdarliði sínu við á biskups- stofu í gær þar sem hann heils- aði stuttlega upp á Agnesi M. Sig- urðardóttur biskup. Hún segir frá þessu á vefsíðu kirkjunnar og skýrir frá við- ræðum þeirra. Meðal annars segist hún hafa tekið eftir því að auglýsinga- herferð fyrir hina umdeildu Hátíð vonar, sem haldin verður í Laugar dalshöll um helgina, hefur verið afar áberandi undanfarið: „Ég tjáði honum að ég væri óvön slíkum auglýsingaherferðum á sviði kirkjumála,“ segir biskup. Hún uppfræddi Graham enn fremur um afstöðu kirkju sinnar til samkynhneigðra, en Graham hefur ítrekað lýst því yfir að samkynhneigð sé að hans mati syndsamleg. Trúfélög geti því ekki lagt blessun sína yfir sam- kynhneigð án þess að rísa gegn guði. „Kirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra, fjöl- skyldum og hjónabandi,“ segir Agnes og minnir á að fjölskyldu- form á Íslandi séu af ýmsu tagi í dag: „Þjóðkirkjan vill standa vörð um fjölskyldurnar allar, hvert svo sem form þeirra er, og einnig stuðla að og standa vörð um velferð þeirra.“ Agnes var töluvert gagnrýnd fyrir það í sumar að ætla að ávarpa hátíðina en ítrekar að hún hafi þegið boð um það fyrir mörgum mánuðum og muni gera það á laugardagskvöldið. - gb Predikarinn Franklin Graham leit í heimsókn til Agnesar M. Sigurðardóttur á biskupsstofu: Biskup lýsti stuðningi við samkynhneigða FRANKLIN GRAHAM AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR N O RD IC PH O TO S/ G ET TY FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N MENNING Leikhópur Húss Bernhörðu Alba færði sig í gærmorgun um set því að þrátt fyrir að Borgarleikhúsið setji sýninguna upp verður hún sýnd í Gamla bíói. „Þetta er sögufrægt hús og ótrúlega fallegt,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir en hún fer með eitt hlutverkanna í sýning- unni. „Það er rosalega góður hljómburður þarna og ég hef aldrei leikið þarna áður,“ útskýrir hún. Um 40 konur taka þátt í sýningunni, þar af 20 söngkonur úr kórnum Vox feminae. Ástæðan fyrir því að verkið er flutt í Gamla bíó er plássleysi en Stóra sviðið er nú upptekið vegna sýninga á Mary Poppins og Músum og mönnum. Hús Bernhörðu Alba verður frumsýnt 18. október. - nej Æfingar hafnar á Húsi Bernhörðu Alba í Gamla bíói: 40 konur fluttar vegna plássleysis KÁTAR KONUR Söng- og leikkonur í verkinu Hús Bernhörðu Alba láta plássleysi í Borgarleikhúsinu ekki á sig fá. MYND/GVA SPURNING DAGSINS Höfum bæ tt við hús næði. Einnig up plagt gey mslupláss fyrir bíla og báta. Upplýsingar í síma 458 8269 eða á ferdavagnageymsla@gmail.com Bjóðum upp á góða ferðavagnageymslu yfir veturinn, í upphituðu húsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Svæðið er girt af og vaktað. Við geymum vagninn í vetur Ég skil afstöðuna, við viljum auðvitað forðast að stefna fólki í óþarfa hættu og höfum sérstakar siða- reglur hvað það varðar. Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.