Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 43
NATHAN OG OLSEN KYNNIR Zendium-tannkrem hefur verið á íslenskum markaði í áraraðir. Zendi- um er milt tannkrem sem hjálpar til við náttúrulega hreinsun munnhols og tanna. Náttúrulegar varnir gegn tann- skemmdum og sýkingum í munnholi velta á réttum eiginleikum og sam- setningu munnvatnsins. Í munnvatni eru náttúruleg hreinsiefni en freyð- andi og bragðsterkt tannkrem getur dregið úr virkni þeirra. Freyðiefnið SLS (sodium laureth sul- fate) er ekki notað í Zendium en það er algengt í öðru tannkremi og er einnig mikið notað í sápur. SLS er ekki gott fyrir munnholið, það er sterkt og getur haft ertandi áhrif. Í Zendium er notað freyðiefnið Steareth-30 sem freyðir lítið en virkar vel. Styrkir heilbrigða munnvatnsflóru Í Zendium-tannkremi eru ensím, prótein og sink sem hjálpa til við að styrkja heilbrigða munnvatnsflóru. Ensímtannkrem vinna gegn bakteríum í munnholi en rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eiga það til að fá munnangur fá lækningu við notkun ensímtann- krema. Zendium vinnur ágætlega með munnskoli sem sótthreinsar og hjálpar slímhúð í munni að gróa. Breitt vöruval Í vöruali Zendium eru tannkrem með mismunandi flúorinnihaldi. Flúor- innihald í Zendium-tannkremum er á bilinu 1.000 ppm (milljónustu hlutar) til 1.450 ppm, en 1.450 ppm er hámarksmagn flúors sem mælt er með að tannkrem innihaldi. Zendium Classic er merkt norræna umhverfismerkinu Svaninum en það er gæðastimpill sem vottar eftir- sóknar verða vörueiginleika og sýnir að Zendium er: MILD TANNKREM SEM STYRKJA HEILBRIGÐA MUNNVATNSFLÓRU Zendium-tannkremin eru mild og án sápuefna. Þau innihalda ensím, prótein og sink sem hjálpa til við að styrkja heilbrigða munnvatnsflóru. Brynja Georgs- dóttir er vöru- merkjastjóri Nathan og Olsen sem flytur inn Zendium-tann- kremin. Hún segir það ekki koma á óvart að fagmenn í umhirðu tanna og munnhols, tannlæknar, tannfræð- ingar og sam- tök þeirra mæli með Zendium- tannkremi. Mótaður eftir áhöldum tannlækna Ultra Reach tannburstinn er nýj- ung frá Zendium. Burstinn er mót- aður eftir áhöldum tannlækna. Hann er með langan og mjóan háls sem gerir það að verkum að auðvelt er að ná vel til öftustu jaxlanna. Tannburstinn er gerður úr málmi sem gerir hann þyngri og auð- veldari í notkun. Hann er með þéttan burstahaus svo hárin komist auð- veldlega á milli tannanna. Zendium-tannburstar fást bæði fyrir börn og fullorðna. Barnatann- burstinn Pósturinn Páll er ætlaður börnum á aldrinum 0-5 ára. Burst- inn er með lítið burstahöfuð með mjúkum burstahárum sem fara blíðlega um barnatennurnar. Tann- burstinn er með sogskálum, þann- ig stendur hann auðveldlega og er einnig hannaður þannig að ef hann dettur í gólfið þá lendir hann alltaf með bursta hausinn upp. Munnskol og tannþráður/tannstönglar Zendium-munnskol inniheldur sink sem kemur jafnvægi á efnasambönd sem valda andremmu. Það inni heldur ensím sem virkja náttúrulegar varnir í munnvatni og xylitol sem dregur úr sýru- myndun. Tannburstar ná ekki alltaf að hreinsa á milli tannanna og því er mikilvægt að nota tann- þráð reglulega. Zendium-tannþráðurinn er flatur og gerður úr næloni með vaxhimnu þannig að hann fari auðveldlega á milli tann- anna. Þar sem tannþráðurinn er gerður úr næl- oni slitnar hann hvorki né trosnar við notkun. Úrval Zendium-tannkrema er ríkulegt. Sum eru hugsuð fyrir börn, önnur fullorðna og enn önnur fyrir þá sem glíma við vandamál á borð við tannkul, glerungseyðingu og munnangur. MYND/PJETUR Sápuefni eins og SLS í tannkremi geta haft ertandi áhrif á viðkvæma slímhúð í munnholi. Fagmenn mæla því iðulega með sápulausu tannkremi í slíkum tilfellum. Fjórir af hverjum fimm tannlæknum í Danmörku mæla með Zendium. Félag íslenskra tannfræðinga mælir einnig með því. ● gott fyrir heilsuna ● gæðavara ● jafngott eða betra en annað tann- krem ● með vistvænni kostum á tannkrems- markaðnum Zendium Enamel Protect er tann- krem sem virkar vel gegn glerungseyð- ingu, sem getur átt sér stað við ofneyslu gosdrykkja. Flúorinnihaldið er 1.450 ppm en það inniheldur auk þess prótein sem vernda glerung og draga úr hættu á að sýklum fjölgi um of. Zendium Sensitive hefur milt myntu- bragð, inniheldur kalíumnítrat og xylitol. Það er gott gegn tannkuli og blettum á tönnum. Flúorinnihaldið er 1.450 ppm. Zendium Fresh White og Zendium Cool Mint innihalda sink sem virkar vel gegn andremmu. Auk þess inni- halda tannkremin xylitol, sem er bakteríudrepandi efni. Úrval barnatannkrema Fyrsta tönn (Pósturinn Páll) er ætlað börnum frá 0-6 ára. Flúorinnihaldið er 1.000 ppm. Tannkremið er milt og fer vel með tannholdið. Junior (Scooby Doo) er ætlað börnum á aldrinum 6-12 ára. Það hentar vel fyrir barna- og fullorðinstennur og inniheldur xylitol. Flúormagnið er 1.000 ppm. Zendium Enamel Protect 7+ er ætlað börnum frá 7 ára aldri. Það inni heldur meira flúormagn en önnur Zendium- barnatannkrem eða 1.450 ppm. Það verndar glerung sérstaklega vel þar sem það inniheldur prótein sem kemur jafnvægi á sýrustig munnsins. Barnatannkremin eru blönduð og samansett samkvæmt ráðleggingum frá evrópskum tannlæknum og tann- læknastofum. Zendium-tannkrem fást í öllum helstu apótekum og matvöruverslunum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.