Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 27. september 2013 | FRÉTTIR | 13
SÝRLAND Þrettán hópar sýr-
lenskra íslamista afneita í sam-
eiginlegri yfirlýsingu öllum
tengslum við Sýrlenska þjóðar-
bandalagið, samtök sýrlenskra
stjórnarandstæðinga sem
Vestur lönd hafa stutt.
„Engir hópar sem stofnaðir
voru erlendis og hafa ekki snúið
aftur til landsins eru fulltrúar
okkar,“ segir í yfirlýsingunni.
Þeir hvetja sýrlenska upp-
reisnarmenn jafnframt til
að sameinast undir merkjum
íslams.
Herskáir íslamistar hafa orðið
æ meira áberandi meðal upp-
reisnarmanna í Sýrlandi og eru
nú taldir skipta tugum þúsunda.
Sumir þeirra eru með tengsl við
Al-Kaída. - gb
Íslamistahópar í Sýrlandi:
Hafna Þjóðar-
bandalaginu
VOPNAEFTIRLIT SNÝR AFTUR Mun
hafa umsjón með eyðingu efnavopna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Beatrice Ask, dóms-
málaráðherra Svíþjóðar, hefur
beðið rómafólk afsökunar fyrir
hönd Svíþjóðar vegna gagna-
grunnsins sem
lögreglan á
Skáni hélt yfir
fjögur þúsund
einstaklinga á
öllum aldri.
Sænskir fjöl-
miðlar greina
frá því að ráð-
herrann ætli að
funda á mánu-
daginn með fulltrúum róma-
fólks. Beatrice Ask sagði í við-
tali í gær að það væri mat sitt
að kynþáttahatur lægi að baki
gagnagrunninum. Hún kvaðst
líta brot lögreglunnar mjög
alvarlegum augum og tók fram
að hún hefði fullan skilning á
líðan rómafólks vegna málsins.
-ibs
Fundar með rómafólki:
Dómsmálaráð-
herrann biðst
afsökunar
BEATRICE ASK
LONDON, AP Fyrirhugaðar breyt-
ingar á nafni þorps eins í suður-
hluta Wales hefur framkallað
sannkallað fýlukast meðal íbúa.
Talsmenn þess að staðinn sé
vörður um velska tungu hafa
lagt til að nafninu Varteg verði
breytt í Y Farteg, í samræmi
við velskan rithátt, enda er
Varteg enskur ritháttur. Íbúar
óttast hins vegar að þorpið verði
aðhlátursefni.
Einn þorpsbúanna, Sioned
Jones, sagði í samtali við Wales
Online: „Ímyndaðu þér bara að
hafa „fart“ í þorpsnafninu.“
Bæjarstjórnin sagði fyrr í
vikunni að velska tungumála-
stofnunin hefði stungið upp á
nýja nafninu og að engar breyt-
ingar yrðu gerðar án samþykkis
íbúanna. - þj
Íbúar þorps eins í Wales:
Í fýlukasti
vegna Y Farteg
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is
2014
S ki
Íslandskort í Garm
in GP tæ
Routeable TOPO Ic
eland for Garmin G
PS
Landakort fyrir Gar
min GPS tæ
ásamt götukorti af
bæjarfélögum me
ð heimilisföngum,
40.000 örnef
áhugaverðum stöð
um, landlíkani (DE
M) og hæðarlínum
með 20 metra mil
libili.
Topographic map o
f Iceland for Garm
in GPS units with r
outable roads and
street
maps of cities and
towns with addres
ses, 40.000 geogra
phic points, over 5
.000
Points of Interest a
nd elevation lines
every 20 meters.
ki með leiðsöguhæ
fum vegakortum fy
rir allt landið
num, yfir 5.000
GPS Kort
NÝTT ÍSLANDSKORT
FYRIR GARMIN GPS TÆKI
OKTÓBER TILBOÐ
Allir sem eiga GPS Kort geta uppfært í október,
sama hversu gamalt það er! Frítt fyrir þá sem keyptu
GPS Kort 2012 eftir 1. ágúst.
Fullt verð: 12.900
Uppfærsluverð: 7.900
Nýtt í 2014: Nýjar hæðarlínur á jöklum.
Lengd vega og slóða eykst um 272 km.
Lengd gönguleiða og stíga eykst um 2.008 km.
1.497 nýir áhugaverðir staðir (POI).
Nýtt vatnafar, lagfærðar hæðarlínur,
hæðarlíkan og strandlína.
Rafmagnslínur og margt fleira.
Sjá nánar á www.garmin.is
ENGLAND Snarpar umræður urðu
um endurheimtur úr þrotabúum
íslensku bankanna á sveitar-
stjórnar fundi Wyre Forest í Worces-
terskíri á Englandi á miðvikudag.
Á fréttavef The Shuttle kemur
fram að Nigel Knowles, fulltrúi
Verkamannaflokksins, hafi hart
deilt á John Campion, sveitar-
stjórnarformann og oddvita
Íhaldsflokksins. Sakaði hann Cam-
pion um værukærð þegar kæmi að
heimtum úr þrotabúunum.
Þessu hafnaði Campion og sagðist
taka á málinu persónulega ábyrgð.
Í yfirferð hans kom fram að Wyre
Forest hefði fyrir hrun lagt níu
milljónir punda (1,7 milljarða
króna) inn í íslenska banka. Þrjár
milljónir voru lagðar inn í Lands-
bankann, fimm í Kaupthing Singer
& Friedlander og ein í Heritable-
bankann (sem Landsbankinn átti).
Þegar hefðu verið endurheimtar
6,45 milljónir punda (tæplega 1,3
milljarðar króna), eða rétt undir
72 prósentum. Vonir stæðu til að
megnið af innstæðum sveitar-
félagsins fengjust endurgreiddar.
- óká
SEÐLAR Sum sveitarfélög í Bretlandi
eru illa brennd af viðskiptum við
íslenska banka. NORDICPHOTOS/AFP
Wyre Forest í Bretlandi hefur endurheimt 72 prósent innstæðna sinna:
Oddviti sakaður um værukærð
ÍTALÍA Líkamsleifar hafa fundist
um borð í ítalska skemmtiferða-
skipinu Costa Concordia, sem
strandaði við strendur Toskana-
héraðs í Ítalíu í byrjun síðasta
árs. Kafarar fundu tvö lík í gær
og nú verður kannað hvort þarna
séu komin lík þeirra tveggja far-
þega sem saknað hafði verið frá
því skipið strandaði.
Alls fórust 32 með skipinu, sem
brátt verður dregið burt og rifið
í brotajárn. Skipstjóri skipsins er
nú fyrir dómi, sakaður um van-
rækslu á skyldum sínum. - gb
Leit í Costa Concordia:
Kafarar fundu
tvö lík í viðbót