Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 4
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SKIPULAGSMÁL Eigendur jarð- arinnar Selskarðs á Álftanesi eru ósáttir við vinnubrögð Vegagerðar- innar vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg. Landeigendur segja að vegurinn muni kljúfa og ónýta verð- mætt byggingarland. Þeir segja Vegagerðina brjóta 40 ára samning við þá og neita að ganga til nýrra samninga. Til greina kemur að fá lögreglu til að stöðva vegafram- kvæmdirnar. Á annan tug einstaklinga eru eigendur að Selskarði. Landamerki jarðarinnar eru frá jaðri Gálga- hrauns, milli Lambhúsatjarnar og Skógtjarnar og nánast að heimreið- inni að Bessastöðum. Nýr vegur kemur til með að kljúfa jörðina í tvennt. Landeigendur telja ekki augljóst að almenn þörf krefjist þess að nýr vegur liggi þar sem hann er skipu- lagður og segja að ekki hafi verið haft samráð við jarðeigendur um aðalskipulag. Þeir hafa lagt til að vegurinn verði færður niður í fjöru þar sem annars ónýtist verðmætt byggingarland, en eigendur hafa látið skipuleggja 400 íbúða byggð á jörðinni. Það skipulag hefur ekki verið samþykkt af bæjaryfirvöldum í Garðabæ en eigendur telja sig hins vegar hafa fullan lagalegan rétt til að skipuleggja eign sína. Í minnisblaði sem þeir sendu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan ríkisráðherra fyrir nokkrum dögum segir að eigendum jarðar- innar sé orðið nokkuð ljóst að vega- gerðarmenn muni fara með eignir jarðarinnar Selskarðs á ólöglegan hátt og án leyfis nema þeir verði skikkaðir af þar til bærum stjórn- AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Gálgahraun Skógtjörn Bessastaðir Selskarð Lambhúsatjörn SELSKARÐ 65 golfvellir eru á Íslandi sem þýðir að einn golf- völlur er til staðar á hverja 5.000 íbúa. Iðkendur á Íslandi eru um 17.000 talsins, en iðkendur innan ÍSÍ eru aðeins fleiri í knattspyrnu – en þeir eru um 20.000 talsins. Nýr Álftanesvegur kljúfi verðmætt byggingarland Eigendur jarðarinnar Selskarðs segja að nýr Álftanesvegur kljúfi jörð þeirra í tvennt og valdi þeim fjárhags- tjóni. Þeir segja Vegagerðina ekki halda gerða samninga. Vegagerðin hafnar ásökunum landeigenda. UMDEILT LAND Álftanesvegur á að liggja um Selskarð. Landeig- endur eru ósáttir og telja að verðmætt byggingarland ónýtist. Þeir vilja að vegurinn verði fluttur niður í fjöru frá þeirri staðsetningu sem gert er ráð fyrir og sést á kortinu. Málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu fjögurra umhverfissamtaka um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dóm- stólsins um það hvort sam- tökin hafi lögvarða hagsmuni í lögmannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar fór fram í gær. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að nú sé beðið úrskurðar dómara í málinu. Hann segist vonast til að úrskurðurinn liggi fyrir innan skamms. HRAUNAVINIR Í HÉRAÐSDÓMI VIÐSKIPTI Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar, Icelandic Glacial Water, hyggst hefja dreifingu á vatnsflöskum fyrirtækisins í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Dreifingin verður í samstarfi við fyrirtækið M&F Liquor b.v. Vatninu er þegar dreift í Bandaríkjunum. Fyrirtæki Jóns hefur verið far sælt á erlendum mörkuðum en fyrir skömmu ákvað Dior að nota vatnið við framleiðslu á snyrtivörum. - vg Hyggja á landvinninga: Selja íslenskt vatn í Evrópu T-61270AC Barkalaus þurrkari Sparneytinn 7 kílóa barkalaus eðal- þurrkari frá AEG með fullkomnum rakaskynjara og fjölmörgum þurrk- kerfum, stafrænum skjá og hljóðmerki. Hljóðlátur og vandaður í alla staði. Fullt verð kr. 137.900. GILDIR FÖSTUDAG & LAUGARDAG 99.900 SPARAÐU 38.000 Verð föstudag & laugardag kr. völdum til að afla sér heimilda hjá löglegum eigendum. Í minnisblaði sem sent var ráð- herra í vikunni segir svo að eig- endum jarðarinnar finnist lág- mark að ráðuneytið geri þá kröfu til Vegagerðarinnar að hún sýni fram á eignarrétt sinn á jörðinni ef ein- hver sé eða önnur þau réttindi sem hún telur sig hafa til að fara í fram- kvæmdir á jörðinni. Landeigendur ætla að biðja ráðherra að gefa Vega- gerðinni þau fyrirmæli að hún afli sér fullra heimilda og leyfa fyrir lagningu nýs þjóðvegar á landi Selskarðs, að öðrum kosti verði væntan legar framkvæmdir stöðv- aðar. Jónas Snæbjörnsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni, segir að Vegagerðin telji sig ekki standa í neinum deilum við landeigendur. „Vegagerðin telur sig í fullum rétti að leggja veginn um Selskarð þar sem ekki er verið að breyta vegstæðinu frá því sem samþykkt er í gildandi skipulagi,“ segir Jónas. johanna@frettabladid.is Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur 8-13 m/s NV-til, annars hægari. KÓLNAR Í dag verður heldur þungbúið norðan til með rigningu eða slyddu og slyddu eða snjókomu til fjalla. Vindur verður fremur hægur en það hvessir af suðri norðvestan- og vestanlands eftir hádegi á morgun. Kólnar heldur í veðri. 2° 5 m/s 5° 4 m/s 7° 6 m/s 9° 7 m/s Á morgun Hvessir NV- og V-til eft ir hádegi. Gildistími korta er um hádegi 8° 6° 5° 5° 4° Alicante Aþena Basel 29° 29° 25° Berlín Billund Frankfurt 14° 15° 18° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 24° 13° 13° Las Palmas London Mallorca 28° 18° 29° New York Orlando Ósló 22° 29° 13° París San Francisco Stokkhólmur 25° 21° 11° 7° 2 m/s 7° 7 m/s 4° 3 m/s 4° 4 m/s 3° 3 m/s 3° 6 m/s -1° 3 m/s 6° 4° 4° 4° 3° LÖGREGLUMÁL Fimmtán erlendir karl- menn voru handteknir í kjölfar umfangsmikillar húsleitar lögreglu í gær. Hald var lagt á þýfi, fíkniefni og eggvopn sem talin eru brjóta í bága við vopnalöggjöf. Mennirnir eru flestir Albanar, þar á meðal nokkrir sem skiluðu sér ekki í flug heldur urðu eftir hér á landi eftir landsleik Albana og Íslendinga í fótbolta fyrir hálfum mánuði. Þeir eru allir með stöðu hælisleitenda. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðinni eða um 30 talsins. Í hópnum voru meðal annars sérsveitarmenn og fulltrúar frá fíkniefnalögreglunni sem komu með fíkniefnahunda á svæðið. Nokkrum mannanna var sleppt úr haldi strax í gær og þótti lögreglu lík- legt að hinum yrði einnig sleppt fljót- lega í kjölfarið. Einn þeirra játaði eignarhald á fíkniefnunum og að sögn lögreglu telst sá hluti málsins upplýstur. Reykjanesbær leigir húsnæðið, sem er í Auðbrekku í Kópavogi, fyrir hælisleit- endur. Þar hafa fjórtán manns dvalið en fjölgað hefur í hópnum síðustu daga. -nej Húsleit lögreglu leiddi í ljós ólögleg eggvopn, lítilræði af fíkniefnum og þýfi hjá hælisleitendum: Albönunum sleppt úr haldi eftir húsleit VARÐSTAÐA Lögreglumenn vakta húsnæðið í Auðbrekku þar sem húsleitin var gerð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FJÁRMÁL Á fundi stjórnskip unar- og eftirlitsnefndar Al þingis í gærmorgun lagði Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, fram greinargerð um skýrslu Íbúða lánasjóðs. Þar segir að hann sé sammála sumu sem fram kemur en einnig gagnrýnir hann skýrsl- una harðlega. Dregur Guð mundur hæfi og hlutleysi starfsmanna nefndarinnar í efa. Í greinargerðinni segir meðal annars að hann telji mikið af röngum fullyrðingum og staðhæf- ingum í rannsóknarskýrslunni. Ómaklegar ásakanir og pólitískar dylgjur sem lagðar eru til grund- vallar við útleggingu á ýmsum efnisatriðum nefndarinnar geri skýrsluna ótrúverðuga. -hh Fyrrverandi forstjóri ÍLS: Efins um hlutleysi skýrslu VATNSVERKSMIÐJA Icelandic Glacial er framleitt á Suðurlandi. Vegagerðin telur sig í fullum rétti að leggja veginn um Selskarð þar sem ekki er verið að breyta vegstæðinu frá því sem samþykkt er í gildandi skipulagi. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.