Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 4
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SKIPULAGSMÁL Eigendur jarð- arinnar Selskarðs á Álftanesi eru ósáttir við vinnubrögð Vegagerðar- innar vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg. Landeigendur segja að vegurinn muni kljúfa og ónýta verð- mætt byggingarland. Þeir segja Vegagerðina brjóta 40 ára samning við þá og neita að ganga til nýrra samninga. Til greina kemur að fá lögreglu til að stöðva vegafram- kvæmdirnar. Á annan tug einstaklinga eru eigendur að Selskarði. Landamerki jarðarinnar eru frá jaðri Gálga- hrauns, milli Lambhúsatjarnar og Skógtjarnar og nánast að heimreið- inni að Bessastöðum. Nýr vegur kemur til með að kljúfa jörðina í tvennt. Landeigendur telja ekki augljóst að almenn þörf krefjist þess að nýr vegur liggi þar sem hann er skipu- lagður og segja að ekki hafi verið haft samráð við jarðeigendur um aðalskipulag. Þeir hafa lagt til að vegurinn verði færður niður í fjöru þar sem annars ónýtist verðmætt byggingarland, en eigendur hafa látið skipuleggja 400 íbúða byggð á jörðinni. Það skipulag hefur ekki verið samþykkt af bæjaryfirvöldum í Garðabæ en eigendur telja sig hins vegar hafa fullan lagalegan rétt til að skipuleggja eign sína. Í minnisblaði sem þeir sendu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan ríkisráðherra fyrir nokkrum dögum segir að eigendum jarðar- innar sé orðið nokkuð ljóst að vega- gerðarmenn muni fara með eignir jarðarinnar Selskarðs á ólöglegan hátt og án leyfis nema þeir verði skikkaðir af þar til bærum stjórn- AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Gálgahraun Skógtjörn Bessastaðir Selskarð Lambhúsatjörn SELSKARÐ 65 golfvellir eru á Íslandi sem þýðir að einn golf- völlur er til staðar á hverja 5.000 íbúa. Iðkendur á Íslandi eru um 17.000 talsins, en iðkendur innan ÍSÍ eru aðeins fleiri í knattspyrnu – en þeir eru um 20.000 talsins. Nýr Álftanesvegur kljúfi verðmætt byggingarland Eigendur jarðarinnar Selskarðs segja að nýr Álftanesvegur kljúfi jörð þeirra í tvennt og valdi þeim fjárhags- tjóni. Þeir segja Vegagerðina ekki halda gerða samninga. Vegagerðin hafnar ásökunum landeigenda. UMDEILT LAND Álftanesvegur á að liggja um Selskarð. Landeig- endur eru ósáttir og telja að verðmætt byggingarland ónýtist. Þeir vilja að vegurinn verði fluttur niður í fjöru frá þeirri staðsetningu sem gert er ráð fyrir og sést á kortinu. Málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu fjögurra umhverfissamtaka um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dóm- stólsins um það hvort sam- tökin hafi lögvarða hagsmuni í lögmannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar fór fram í gær. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að nú sé beðið úrskurðar dómara í málinu. Hann segist vonast til að úrskurðurinn liggi fyrir innan skamms. HRAUNAVINIR Í HÉRAÐSDÓMI VIÐSKIPTI Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar, Icelandic Glacial Water, hyggst hefja dreifingu á vatnsflöskum fyrirtækisins í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Dreifingin verður í samstarfi við fyrirtækið M&F Liquor b.v. Vatninu er þegar dreift í Bandaríkjunum. Fyrirtæki Jóns hefur verið far sælt á erlendum mörkuðum en fyrir skömmu ákvað Dior að nota vatnið við framleiðslu á snyrtivörum. - vg Hyggja á landvinninga: Selja íslenskt vatn í Evrópu T-61270AC Barkalaus þurrkari Sparneytinn 7 kílóa barkalaus eðal- þurrkari frá AEG með fullkomnum rakaskynjara og fjölmörgum þurrk- kerfum, stafrænum skjá og hljóðmerki. Hljóðlátur og vandaður í alla staði. Fullt verð kr. 137.900. GILDIR FÖSTUDAG & LAUGARDAG 99.900 SPARAÐU 38.000 Verð föstudag & laugardag kr. völdum til að afla sér heimilda hjá löglegum eigendum. Í minnisblaði sem sent var ráð- herra í vikunni segir svo að eig- endum jarðarinnar finnist lág- mark að ráðuneytið geri þá kröfu til Vegagerðarinnar að hún sýni fram á eignarrétt sinn á jörðinni ef ein- hver sé eða önnur þau réttindi sem hún telur sig hafa til að fara í fram- kvæmdir á jörðinni. Landeigendur ætla að biðja ráðherra að gefa Vega- gerðinni þau fyrirmæli að hún afli sér fullra heimilda og leyfa fyrir lagningu nýs þjóðvegar á landi Selskarðs, að öðrum kosti verði væntan legar framkvæmdir stöðv- aðar. Jónas Snæbjörnsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni, segir að Vegagerðin telji sig ekki standa í neinum deilum við landeigendur. „Vegagerðin telur sig í fullum rétti að leggja veginn um Selskarð þar sem ekki er verið að breyta vegstæðinu frá því sem samþykkt er í gildandi skipulagi,“ segir Jónas. johanna@frettabladid.is Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur 8-13 m/s NV-til, annars hægari. KÓLNAR Í dag verður heldur þungbúið norðan til með rigningu eða slyddu og slyddu eða snjókomu til fjalla. Vindur verður fremur hægur en það hvessir af suðri norðvestan- og vestanlands eftir hádegi á morgun. Kólnar heldur í veðri. 2° 5 m/s 5° 4 m/s 7° 6 m/s 9° 7 m/s Á morgun Hvessir NV- og V-til eft ir hádegi. Gildistími korta er um hádegi 8° 6° 5° 5° 4° Alicante Aþena Basel 29° 29° 25° Berlín Billund Frankfurt 14° 15° 18° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 24° 13° 13° Las Palmas London Mallorca 28° 18° 29° New York Orlando Ósló 22° 29° 13° París San Francisco Stokkhólmur 25° 21° 11° 7° 2 m/s 7° 7 m/s 4° 3 m/s 4° 4 m/s 3° 3 m/s 3° 6 m/s -1° 3 m/s 6° 4° 4° 4° 3° LÖGREGLUMÁL Fimmtán erlendir karl- menn voru handteknir í kjölfar umfangsmikillar húsleitar lögreglu í gær. Hald var lagt á þýfi, fíkniefni og eggvopn sem talin eru brjóta í bága við vopnalöggjöf. Mennirnir eru flestir Albanar, þar á meðal nokkrir sem skiluðu sér ekki í flug heldur urðu eftir hér á landi eftir landsleik Albana og Íslendinga í fótbolta fyrir hálfum mánuði. Þeir eru allir með stöðu hælisleitenda. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðinni eða um 30 talsins. Í hópnum voru meðal annars sérsveitarmenn og fulltrúar frá fíkniefnalögreglunni sem komu með fíkniefnahunda á svæðið. Nokkrum mannanna var sleppt úr haldi strax í gær og þótti lögreglu lík- legt að hinum yrði einnig sleppt fljót- lega í kjölfarið. Einn þeirra játaði eignarhald á fíkniefnunum og að sögn lögreglu telst sá hluti málsins upplýstur. Reykjanesbær leigir húsnæðið, sem er í Auðbrekku í Kópavogi, fyrir hælisleit- endur. Þar hafa fjórtán manns dvalið en fjölgað hefur í hópnum síðustu daga. -nej Húsleit lögreglu leiddi í ljós ólögleg eggvopn, lítilræði af fíkniefnum og þýfi hjá hælisleitendum: Albönunum sleppt úr haldi eftir húsleit VARÐSTAÐA Lögreglumenn vakta húsnæðið í Auðbrekku þar sem húsleitin var gerð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FJÁRMÁL Á fundi stjórnskip unar- og eftirlitsnefndar Al þingis í gærmorgun lagði Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, fram greinargerð um skýrslu Íbúða lánasjóðs. Þar segir að hann sé sammála sumu sem fram kemur en einnig gagnrýnir hann skýrsl- una harðlega. Dregur Guð mundur hæfi og hlutleysi starfsmanna nefndarinnar í efa. Í greinargerðinni segir meðal annars að hann telji mikið af röngum fullyrðingum og staðhæf- ingum í rannsóknarskýrslunni. Ómaklegar ásakanir og pólitískar dylgjur sem lagðar eru til grund- vallar við útleggingu á ýmsum efnisatriðum nefndarinnar geri skýrsluna ótrúverðuga. -hh Fyrrverandi forstjóri ÍLS: Efins um hlutleysi skýrslu VATNSVERKSMIÐJA Icelandic Glacial er framleitt á Suðurlandi. Vegagerðin telur sig í fullum rétti að leggja veginn um Selskarð þar sem ekki er verið að breyta vegstæðinu frá því sem samþykkt er í gildandi skipulagi. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.