Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGBarnaafmæli FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 20132 „Hingað í Krakkahöllina eru allir krakkar frá tveggja ára til tíu ára velkomnir með forráðamönnum en þetta er fjórða árið okkar hér á Korputorginu,“ segir Jóhann Tóm- asson, eigandi Krakkahallarinnar. Í Krakkahöllinni er leikpláss upp á þúsund fermetra og fjöldi skemmtilegra hoppukastala. „Hér fá allir frábæra útrás í leik og því tilvalið að halda af- mælisveislur hjá okkur en við getum tekið við allt að 80 börnum í afmæli. Verðið er einungis 1.200 krónur á barn og innifalið er pitsa og drykkir og kandíflos. Hægt er að velja um margarítu, pepperóní eða skinku. Við sjáum um allt og göngum frá á eftir,“ segir Jóhann. Einnig er hægt að koma með eigin veitingar í afmælið og kostar veislan þá 900 krónur á barn. Gott er að panta afmæli með viku fyrir- vara í gegnum heimasíðu, tölvu- póst eða síma. „Hér eru næg bílastæði og krakkar einnig velkomnir inn af götunni. Aðgangseyrir er 800 krónur og fær systkini helmings- afslátt. Það er líka velkomið að taka með sér nesti hingað inn.“ Fá alvöru útrás Krakkahöllin á Korputorgi er frábær staður fyrir krakka. Leiksvæðið er þúsund fermetrar með fjölda hoppukastala og frábær aðstaða er fyrir afmælisveislur. Frábær aðstaða fyrir afmæli. Verð á barn er 1.200 krónur með veitingum. Allir krakkar á aldrinum 2 til 10 ára eru velkomnir með forráða- mönnum. Leiksvæðið í Krakkahöllinni er eitt þúsund fermetrar. MYND/DANÍEL Hrefna með börnum sínum, Áslaugu Lilju og Sigurjóni Kára, sem fá hinar ýmsu hug- myndir fyrir afmæli sín sem móðir þeirra spreytir sig á. Sonur minn bað eindregið um sjóræningjaafmæli síðast. Fékk þá þessa hugmynd á netvafri. Mig minnir að ég hafi skoðað Youtube-myndband og útfært svo minn eigin sjóræningja. Hugmyndirnar að kökunum koma yfirleitt frá börnunum. Þau stinga upp á einhverju og ég reyni að uppfylla væntingarnar. Ég held að það hafi oftast tekist nema þegar dóttir mín bað um þyrluköku. Þá sagði ég pass,“ segir Hrefna glaðlega. Hún notar yfirleitt góða skúffukökuuppskrift í kök- urnar en tvöfaldar hana ef kakan er stór. „Eða ef ég sé fram á að þurfa talsvert af byggingarefni.“ Hrefna hefur notað aðrar kökutegundir eins og appelsínu- og gulrótarköku en súkkulaðikakan er alltaf vinsælust. Hrefna segir auðvelt að leita að útfærslum á net- inu en einnig koma blöð og uppskriftabækur að góðum notum. „Oft fæ ég hugmyndir úr ýmsum áttum og flétta þær svo saman eins og mér hentar. Svo dettur manni líka ýmislegt í hug og útfæri ég þá hlutina eftir eigin höfði,“ segir Hrefna sem lítur á kökugerðina sem skemmtilegt föndur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Þetta er skapandi og ómetanlegt að sjá svipinn á krílunum þegar kakan er til.“ Skellibjalla og ævintýrið um Pétur Pan var þemað og þá lá vel við að gera fjársjóðs- kistu. Nóg nammi fyrir alla og afar drjúg kaka. Í raun eru þetta bara tveir helmingar af skúffuköku sem þurfti að sníða aðeins til að gera hallann. Setti síðan stall undir lokið svo það héldi. Hug- myndina fann ég á netinu. Ég fékk skýrar leiðbeiningar frá dóttur- inni um prinsessukastalann. Hann átti að vera bleikur. Ég notaði reyndar aðra uppskrift og gerði appelsínuköku. Ég skoðaði ýmsa kastala í blöðum og á netinu og mixaði svo þennan. Sniðugt er að nota súkkulaðifingur í hengibrú, ískex í glugga o.fl. Svo má nota matarlit í ýmislegt, til dæmis til að lita ískexið. Dóttir mín bað um himnaköku og þá voru góð ráð dýr. Á endanum gerði ég bara skúffuköku og bakaði svo eina köku í hringlaga formi, skar út miðju með glasi, skar hringinn í tvennt og lagði saman í regnboga með kremi og skreytti. Sykur- púðarnir voru fín ský. Þessi kaka var svo matarmikil að hún dugði í tvö afmæli. Dóttir mín vildi ólm fá krókódíl. Ég bakaði köku í hringformi, skar miðjuna úr með hringlaga glasi og skar svo hringina í tvennt. Svo er þeim raðað í S og miðju- hringurinn notaður að hluta í hausinn og lappirnar. www.krakkahollin.is krakkahollin@krakkahollin.is SÍMI: 860 0091 Hugmyndir koma frá börnunum Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, uppfyllir drauma barna sinna með listilegri kökusmíð á afmælisdögum þeirra. Fátt er henni ofviða, sjóræningjar, prinsessukastalar og regnbogar hafa prýtt veisluborðin. App sem þú þarft Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann Nú er komið app fyrir Fréttablaðið: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall- símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.