Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 6

Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 6
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Fiskikóngurinn Sogavegi 3 • www.fiskikongurinn.is HJÁLPARSTARF Liður í umfangsmiklu starfi UNI- CEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi er verkefni sem miðar að því að koma 1 milljón barna aftur í skóla, að sögn Sigríðar Víðis Jóns- dóttur, upplýsingafulltrúa UNICEF á Íslandi. „Þetta er risavaxið verkefni en frá því á síðasta skólaári hafa nær tvær milljónir barna í Sýrlandi á aldrinum 6 til 15 ára orðið að hætta skólagöngu vegna átakanna í landinu. Mörg hafa ekki verið í skóla í tvö ár.“ Tæplega fjögur þúsund skólar, eða einn af hverjum fimm, hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Sumir eru bráðabirgðahúsnæði fyrir fjölskyldur á flótta. Sigríður leggur áherslu á að það skipti ekki bara máli að sitja inni í skólastofu og læra. „Þetta snýst líka um að hitta aðra krakka og leika, hafa rútínu og einhvern ramma utan um lífið. Það er mikil- vægt að halda sér virkum, fara heim með verk- efni og hafa eitthvað að snúa til daginn eftir. Þar sem neyðarástand ríkir veitir það börnum öryggi að halda menntun sinni áfram. Fyrir utan að vera lykillinn að framtíð þessara barna er menntunin þannig sálrænt mikilvæg. Þetta eru því afar gleði- legar fréttir.“ - ibs Umfangsmikið verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi: Ein milljón barna aftur í skóla AFTUR Í SKÓLANN Skólabörn í Sýrlandi með skólatöskur og námsgögn frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. MYND/UNICEF 1. Hvað vantar mörg störf á Íslandi að mati Samtaka atvinnulífsins? 2. Hverjir endurskoða verklag vegna kattarins Nuk? 3. Hvar varð til ný eyja í jarðskjálfta í vikunni? SVÖR: STÓRBÆTTU LÍF ÞITT með breyttu mataræði! Sannkölluð fróðleiksnáma fyrir alla þá sem vilja bæta líf sitt með aukinni vitund um mataræði og sjúkdóma og taka upp hollari lífshætti. „Jóhanna hefur skrifað merkilegt rit um leiðir til betra lífs og hvet ég fólk til að lesa bókina og íhuga efnið.“ SIGMUNDUR GUÐBJARNAS ON FYRRVERANDI REKTOR HÍ 1. SÆTI METSÖLULISTA EYMUNDSSON ALLAR BÆKUR 21.08.13 til 27.08.13 1. Átta þúsund. 2. Starfsmenn Tollstjóra. 3. Skammt undan strönd Pakistans. STJÓRNMÁL „Ég skil varla hvað hann var að gera þarna,“ segir Elías Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Gló, um ræðu Sigurðar Inga Jóhannsson- ar landbúnaðarráðherra, sem hélt erindi á morgunverðarfundi Amer- ísk-íslenska viðskiptaráðsins í síð- ustu viku. Þar var rætt um lífræna framleiðslu hér á landi og mögu- leika íslenskra afurða í Bandaríkj- unum. Meðal gesta voru Julia Obic, framkvæmdastjóri Whole Foods í Bandaríkjunum, og John Blair Gor- don frá Natway. Ræða ráðherra á fundinum hefur verið gagnrýnd af ýmsum fulltrú- um lífrænnar matvælaframleiðslu. Oddný Anna Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Yggdrasils, birti grein á Face book og segir meðal annars: „Skemmst er frá því að segja að hann […] bull- aði bara eitthvað og sagði sögu af bóndakonu sem hefði boðið fólki í mat og allt hrá- efnið hefði verið ræktað á staðn- um og talaði m.a. mikið um (villta) sveppi sem hún hefði fengið úr garðinum hjá sér og notað í máltíð- ina. Sögunni og erindinu lauk með þeim orðum að hann efaðist um að slíkur sjálfsþurftarbúskapur gæti fætt þjóðina.“ Oddný segir þetta sjónarmið lýsa töluverðu skilningsleysi á lífrænni ræktun. „Ég efast um að maðurinn hafi nokkra hugmynd um hvað líf- rænn búskapur eða lífræn matvæli eru […],“ bætti hún svo við en svo virðist sem ráðherrann hafi ruglað saman sjálfþurftarbúskap og líf- rænni framleiðslu. „Það er óhætt að segja að ræðan hans hafi valdið mér nokkrum vonbrigðum,“ segir dr. Gunnar Á. Gunnarsson um ræðu ráðherrans. Hann er framkvæmdastjóri Vott- unarstofunnar Túns, sem er ein helsta þjónustustofnun við fram- leiðendur lífrænna afurða á Íslandi. Hann tekur í sama streng og Elías og segir lengi hafa ríkt skilnings- leysi hér á landi á þýðingu líf rænnar þróunar í matvælaframleiðslu. „En það hafa alltaf verið menn sem hafa talað fyrir lífrænni þróun með myndarlegum hætti, þótt þeir hafi ekki megnað að breyta stefnu stjórnvalda,“ bætir hann við. Þess má geta að innan við eitt prósent af íslenskum bændum er með vottun frá Túni og rúmlega eitt prósent alls nytjalands er vott- að lífrænt, sem þýðir að lífræn framleiðsla á matvælum á Íslandi er með því minnsta sem gerist í samanburði við önnur Evrópulönd að sögn Gunnars. valur@frettabladid.is Undrandi á ræðu um lífrænan iðnað Forsvarsmenn í lífrænni matvælaframleiðslu eru undrandi á ræðu landbúnaðar- ráðherra á fundi um möguleika íslenskra afurða á Bandaríkjamarkaði. Fulltrúar lífræns iðnaðar segist mæta litlum skilningi stjórnvalda hér á landi. ELÍAS GUÐMUNDSSON Hér er hluti úr ræðu Sigurðar Inga, sem var flutt á ensku. Það voru einu sinni þrír veiðimenn sem sátu í eldhúsinu hjá bænda- hjónum á Norðurlandi. Einn þeirra hældi súpu með lerkisveppum sem húsmóðirin bar fram. Veiðimaðurinn spurði: „Hvaðan eru þessir sveppir?“ „Úr garðinum okkar,“ svaraði hún og benti á nokkur sterkleg lerkitré þar sem sveppirnir sáust vaxa. Þegar húsmóðirin var spurð frekar út í uppruna góðgætisins sem á borð var borið kom í ljós að allt sem á borðum var hafði verið ræktað eða útbúið á býlinu, kartöflurnar, kjötið, sultan, salatið og jafnvel kryddið, sem hún hafði ræktað af umhyggju í blómapottum á veröndinni við bæinn. Síðan bætti hún við: „Reyndar er það svo á Íslandi að á haustin þurfum við ekki að kaupa neinn mat. Við borðum bara það sem á boðstólum er!“ Ég veit ekki hvort hin útsjónarsama bóndakona hafði slíka gnótt lerkisveppa að hún gæti þjónað stærri markaði en sinni nánustu fjölskyldu, en hún hafði greinilega nóg fyrir hana! AF VEIÐIMÖNNUNUM OG BÓNDAKONUNNI GAGNRÝNA RÆÐU Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- ráðherra á fund- inum umtalaða. MYND/ATVINNUVEGA- RADUNEYTI.IS SVÍÞJÓÐ Þetta árið koma „hin Nóbels verðlaunin“ í hlut fjögurra einstaklinga, sem allir hafa unnið að því að bæta heiminn með ein- hverjum hætti. Bandaríkjamaðurinn Paul Wal- ker hefur barist fyrir útrýmingu efnavopna, Palestínumaðurinn Raji Súrani er lögfræðingur sem hefur unnið að mannréttinda- málum Palestínumanna, Kongó- maðurinn Denis Mukwege er kvensjúkdómalæknir sem hefur aðstoðað tugi þúsunda kvenna sem hefur verið nauðgað í Kivu-héraði í Kongó og svissneski jarðræktar- fræðingurinn Hans Rudolf Her- ren hefur aðstoðað bændur víða um heim við að útrýma hungri, fátækt og sjúkdómum. Hver um sig fær jafngildi tæpra tíu millj- óna íslenskra króna í sinn hlut. Þessi verðlaun nefnast Right Livelihood Award og var til þeirra stofnað árið 1980 af þýsk- sænska rithöfundinum Jakob von Uexküll. Tilgangurinn var sá að vekja athygli á starfsemi sem hann telur fram hjá gengið við veitingu Nóbels verðlaunanna. - gb Right Livelihood-verðlaunin veitt fólki sem hefur unnið að góðum verkum: Umbun fyrir að bæta heiminn DENIS MUKWEGE Læknir í Kongó sem hefur aðstoðað um 40 þúsund fórnar- lömb nauðgana. MYND/STINA BERGE VERÐLAUN Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu vann Connected COPS-verðlaunin fyrir að skara fram úr í notkun samfélagsmiðla. Verðlaunin voru afhent í Bandaríkjunum í gær. Lögreglan stofnaði Facebook-síðu í árslok 2010 og tæplega 44 þúsund manns eru nú fylgjendur síðunnar. Twitter, Instagram, Flickr og Youtube eru líka miðlar sem lög- reglan notar í þeim tilgangi að efla enn frekar upplýsingamiðlun til almennings. -ebg Lögreglan verðlaunuð: Skarar fram úr á Facebook VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.