Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 12
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
EFNAHAGSMÁL Áfrýjunarfrestur í
máli sem Lýsing tapaði í lok ágúst
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
rennur út í lok nóvember. Málið
er eitt nokkurra prófmála sem
höfðuð voru vegna gengislána.
Ólafur Hvanndal Ólafsson hér-
aðsdómslögmaður, sem fór með
mál Lýsingar á hendur Írisi Fann-
eyju Friðriksdóttur, segir ákvörð-
un um áfrýjun ekki liggja fyrir.
Þetta staðfestir Þór Jónsson, upp-
lýsingafulltrúi Lýsingar, og segir
ekkert hægt að segja um hvort
Lýsing kunni að nýta sér allan
áfrýjunarfrestinn.
Samkvæmt niðurstöðu dómsins
fékk Íris lækkaðar eftir stöðvar
bílaláns um tæpar 690 þúsund
krónur, frá endurútreikningi
Lýsingar sem breytt hafði eftir-
stöðvum úr tæpum 9,3 milljónum
króna í rúmar 5,2 milljónir. Þá
var henni dæmd 5,1 milljón króna
í málskostnað.
Málið tók hins vegar nokkrum
breytingum fyrir dómi og svarar
því færri álitamálum varðandi
úrlausn gengislána en að var
stefnt í upphafi. Í því fékkst
þó niðurstaða um að dráttur á
greiðslu afborgana ónýtti ekki
svokallaða „kvittanareglu“. Þá
hefðu skilmálabreytingar til þess
að létta greiðslubyrði skuldar
ekki þá þýðingu að lán væri
komið í vanefndir, líkt og Lýsing
vildi halda fram.
Sömuleiðis féllst dómurinn ekki
á að kvittanagjalddagar eldri en
fjögurra ára teldust fyrndir.
„Í þessu máli er ekkert sem
á að tefja endurútreikninga
lána hjá Lýsingu,“ segir Magn-
ús Hrafn Magnússon héraðs-
dómslögmaður sem flutti málið
fyrir Írisi Fanneyju. Formlega
segir hann ekki hafa verið tekna
ákvörðun um áfrýjun af hennar
hálfu. Áfrýjun væri hins vegar
mjög ólíkleg. „Hún fékk öllum
sínum kröfum framgengt.“ - óká
Frestur til að áfrýja mun renna út í lok nóvember:
Lýsing tapaði próf-
máli í héraðsdómi
BÍLAR Málalok gengislána fyrir dómstólum eru meðal óvissuþátta í rekstri íslenskra
banka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KATAR, AP Aðstæður verkamanna,
sem vinna við byggingar og annan
undirbúning heimsmeistaramóts-
ins í knattspyrnu árið 2022, eru það
erfiðar að þúsundum þeirra er lífs-
hætta búin.
Sharan Burrow, framkvæmda-
stjóri Alþjóðasambands verkalýðs-
félaga (ITUC), segir að hundruð
manna láti lífið á ári hverju vegna
erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru
margir látnir vinna í steikjandi
hita langan vinnudag á litlu kaupi
og réttindalausir.
Nú þegar séu um 1,2 milljónir
erlendra verkamanna í Katar og
þeim muni fjölga mjög þegar hafist
verður handa við að reisa íþrótta-
velli, hótel og aðrar byggingar fyrir
heimsmeistaramótið 2022.
Búast megi við því að fjögur þús-
und verkamannanna hið minnsta
falli í valinn fram til ársins
2022, þegar halda á mótið, verði
ekki gerðar breytingar á vinnu-
aðstæðum þeirra.
Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknatt-
spyrnusambandinu (FIFA) í gær
segir að sambandið hafi miklar
áhyggjur af fréttum um erfiðar
vinnuaðstæður og réttindaleysi
verkamanna sem vinna við undir-
búning heimsmeistarakeppninnar
í Katar.
Í viðtali við breska blaðið The
Guardian, sem birti í gær ítarlega
frásögn af aðstæðum erlendra
verkamanna í Katar, segir Jim
Boyce, varaforseti FIFA, að sam-
bandið verði að kanna þetta án
tafar.
Burrow sakar hins vegar FIFA
um þátttöku í samsæri með stjórn-
völdum í Katar um að viðhalda
óbreyttu ástandi. Hún segir að á
fundi í nóvember árið 2011 hafi
FIFA lofað að gera eitthvað innan
hálfs árs varðandi vinnuaðstæður
verkamanna. Ekki hafi verið staðið
við þau loforð.
„Ef FIFA er í raun alvara myndi
ákvörðunarvald þeirra um að
annað hvort verði heimsmeistara-
mótið haldið við mannsæmandi
aðstæður eða hætt verði við duga
til þess að fá Katarbúa til að setj-
ast niður til að ræða málin,“ segir
Burrow.
Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur
verði haft samband við stjórnvöld
í Katar. Málið verði einnig rætt á
fundi framkvæmdastjórnar FIFA í
næstu viku. gudsteinn@frettabladid.is
Þúsundir í lífshættu
vegna HM í Katar
Undirbúningur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Katar árið 2022 gæti kostað
þúsundir byggingarverkamanna lífið. Útlendir verkamenn í Katar eru réttlitlir og
margir látnir vinna við afar erfiðar aðstæður langan vinnudag í steikjandi hita.
EMÍRINN
AF KATAR
Sheikh
Tamim bin
Hamad Al
Thani í ræðu-
stól á alls-
herjarþingi
Sameinuðu
þjóðanna
í vikunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Hagnaður Haga eftir
skatta fyrir tímabilið mars
til ágúst 2013 var rúmlega 1,9
milljarðar króna, samkvæmt
drögum að hálfsársuppgjöri.
Fram kemur í tilkynningu til
Kauphallar að stjórn Haga hafi
farið yfir drögin á fundi í gær.
Afkoman er sögð betri en á
sama tímabili í fyrra og umfram
áætlanir félagsins. Birta á
sex mánaða uppgjör Haga 24.
október næstkomandi. „Fram-
legðarhlutfall, það er álagning
félagsins, er óbreytt á milli ára,
en ástæður betri afkomu eru
veltuaukning, lægra kostnaðar-
hlutfall, lægri afskriftir og
lægri fjármagnsgjöld,“ segir í
tilkynningunni. - óká
Drög að uppgjöri birt:
Afkoma Haga
fram úr vonum
HAGAR Í KAUPHÖLL Frá skráningu
Haga í Kauphöllina undir árslok 2011.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Páll
Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar,
takast í hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAGSMÁL Hjartaheill og
Neistinn biðla til landsmanna
um að leggja fé til söfn un arinnar
„Styrkjum hjartaþræðina“.
Safnað er fyrir nýju hjarta þræð-
ingar t æki á hjartadeild Land-
spítala.
Gestur Þorgeirsson, yfir-
læknir á hjartadeild Landspítal-
ans, segir aðeins tímaspursmál
hvenær elsta tækið sem nú er
í notkun gefur sig. „Úti í heimi
eru menn að nota þessi tæki í
6-8 ár, en okkur hefur tekist
að nýta þetta tæki í sextán ár,“
útskýrir Gestur. Hann segir
nauðsynlegt að endurnýja það
sem fyrst. Fjölskyldur í landinu
hafa fengið valgreiðslu í heima-
banka og verða söfnunarnúmer
opinberuð í vikunni. - nej
Söfnunarátak Hjartaheilla:
Safna fyrir tæki
á hjartadeild
HJARTAÞRÆÐIRNIR Einar Guðmunds-
son, grafískur hönnuður, skapaði verkið
„Styrkjum hjartaþræðina“ sem tákn
söfnunarinnar. Með honum eru starfs-
menn Hjartaheilla. MYND/GVA
Hún fékk öllum
sínum kröfum framgengt.
Magnús Hrafn Magnússon
héraðsdómslögmaður
milljónir
erlendra verka-
manna vinna í Katar.
1,2