Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 14

Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 14
27. september 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Kveikjan að leikverkinu Maður að mínu skapi – stofuleikur var hvorki persóna Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar né samkynhneigð. Og þaðan af síður kyn- hneigð Hannesar Hólmsteins. Enda má vera ljóst, strax á fyrstu mínútum verks- ins, að Guðgeir Vagn, sá sem talinn er vera skopstæling á Hannesi Hólmsteini, líkist í engu þeirri meintu fyrirmynd, hvorki í útliti, látbragði né talsmáta. Og það má heita býsna frumstæð skynjun á leiktexta að jafn óljós fyrir- mynd og hér um ræðir sé það sem standi upp úr að leik loknum. Að ásaka höf- und um fordóma og fyrirlitningu í garð samkynhneigðs fólks hefur hugsanlega þann tilgang að draga athyglina frá efni leikritsins, en um leið gera slíkar ásak- anir lítið úr samkynhneigðum með því að gefa í skyn að ekki megi gera grín að þeim. Ein uppspretta verksins er bók með fleygum orðum sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman; bók sem mér fannst vera frjór jarðvegur til að vinna úr skáldskap og öllum er frjálst að nota að vild, jafnvel snúa út úr eða afbaka. Í leikritinu nota ég bók af sömu gerð, sem eins konar vopn í baráttunni sem fram fer á sviðinu; og eins og oft gerist þegar persónur í leik – og raunveru- legar manneskjur – grípa til vopna, þá snúast vopnin í höndum þeirra. Enda er líka hugsanlegt að vopnin hafi snúist í höndunum á mér, höfundi þessa leikrits; kannski eiga sumar persónur mínar sér samsvörun við ákveðin öfl í samfélaginu sem ekki þykir við hæfi að gagnrýna eða grínast með á stóra sviði Þjóðleik- hússins. Hingað til hef ég reynt að forðast að tjá mig um merkingu eða inntak skáldverka minna – slíkt er ekki hlut- verk höfundar – en þar sem umræðan um þetta tiltekna verk, Maður að mínu skapi, er farin að litast af rangfærslum, og alvarlegum ásökunum þeirra sem ekki hafa séð verkið, þá vil ég ítreka að þetta er skáldverk frá grunni, um skáld- aðar persónur; og fjalli það um eitthvað ákveðið í mínum huga, þá myndi það vera óheiðarleiki, afneitun og valdafíkn – og skáldskapur sem fer úr böndunum. Maður að mínu skapi MENNING Bragi Ólafsson rithöfundur ➜ Hingað til hef ég reynt að forðast að tjá mig um merkingu eða inntak skáldverka minna – slíkt er ekki hlutverk höfundar. S tærstu samtök vinnumarkaðarins í landinu eru ósam- mála ríkistjórninni um stefnuna í Evrópumálum. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa lýst því yfir að samtökin telji að klára eigi aðildarvið- ræðurnar við Evrópusambandið, ná eins hagfelldri niður- stöðu fyrir Ísland og kostur er og að samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er þvert á stefnu ríkis- stjórnarinnar, sem hefur gert ótímabundið hlé á viðræðunum, leyst upp samninganefndina og stefnir ekki að þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald viðræðna. SA, ASÍ og Viðskiptaráð hafa jafnframt óskað eftir samstarfi við ríkisstjórnina um úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna og hvaða áhrif hléið hafi á framvindu þeirra. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt frá því að viðræður standi yfir um að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér þá úttekt sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í á stöðu aðildar- viðræðnanna. Mat samtaka vinnumarkaðarins er að þessar úttektir fari vel saman en vilji ríkisstjórnin ekki samstarf, muni þau engu að síður ráðast í úttekt á eigin vegum. Ríkisstjórnin ætti að sjálfsögðu að þiggja boðið um samstarf. Niðurstöður úttektarinnar verða einfaldlega trúverðugri ef samtök meirihluta fyrirtækja í landinu og stærsts hluta launþegahreyfing- arinnar taka þátt í að móta spurningarnar sem svara þarf í úttekt- inni. Sumar þeirra eru útlistaðar í minnisblaðinu sem fylgir bréfi samtakanna til forsætisráðherra, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar kemur til dæmis fram nauðsyn þess að „kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja hér á landi til lang- frama stöðugleika í gengis- og peningamálum, verðlagi og festu í stjórn efnahagsmála og um leið hvernig unnt sé að skapa umgjörð fyrir öflugt atvinnulíf og búa heimilunum lífskjör í fremstu röð.“ Þetta er lykilatriði, því að þótt ríkisstjórnin vilji henda út um gluggann möguleikum Íslands á að eignast nýjan gjaldmiðil, búa við alþjóðlegan aga í peninga- og ríkisfjármálum og að losa um gjaldeyrishöftin í samstarfi við Evrópusambandið, hefur hún ekki sett fram trúverðuga valkosti sem ættu að koma í staðinn. Hverjir gætu þeir verið? Í upphafi stjórnarsáttmálans segir að ríkisstjórnin vilji „eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum“. Með viðræðuhléinu hefur hún einmitt aukið á óvissuna. Í sömu efnisgrein segist stjórnin stefna að „víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbygg- ingu til framtíðar“ og að það sé „forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi.“ Lítið hefur farið fyrir viðleitni til að ná fyrra markmiðinu og því síðara er alveg augljóslega ekki þjónað með því að hætta viðræðunum við ESB. Samstarf ríkisstjórnarinnar og samtaka vinnumarkaðarins um úttekt á stöðu ESB-viðræðnanna myndi bæði efla traustið þarna á milli og stuðla að því að úttektin yrði vönduð og tæki hagsmuni íslenzks atvinnulífs með í reikninginn. Viðbrögð forsætisráðherrans við bréfi samtakanna benda hins vegar til þess að honum sé nákvæmlega sama. Það er áhyggjuefni, svo ekki sé meira sagt. Vinnumarkaðssamtök bjóða samstarf í ESB-málum: Sigmundi er sama Á skjön Gísli Marteinn Baldursson er hættur í borgarstjórn, sem frægt er orðið, meðal annars vegna þess að hann var dálítið á skjön við marga félaga sína í flokknum. Þessi togstreita kom síðast í ljós í gær, þegar greidd voru atkvæði í borgarráði um byggingu 97 stúdentaíbúða í Brautarholti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði, téður Gísli Mar- teinn og Hildur Sverrisdóttir, höfðu þar greitt atkvæði með málinu, en þegar málið kom til kasta borgarráðs var annað uppi á teningnum. Borgarráðsfulltrúarnir tveir úr röðum Sjálf- stæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, greiddu atkvæði gegn málinu. Vegna þessa ágreinings þarf málið að fara fyrir borgarstjórn og það verður for- vitnilegt að sjá hvernig sjálfstæðis- menn taka á því þar. Miðilshæfileikarnir Meira um Gísla Martein. Hann lýsti því yfir í bréfi sem hann sendi á póst- lista sinn í gær að yfirmaður hans gamla vinnustaðar, RÚV, hefði sýnt miðilshæfileika með því að hringja í hann einmitt á því augnabliki sem hann var byrjaður að kveljast yfir því hversu hamingjusnauðir næstu mánuðir yrðu í starfi. Þetta er áhuga- verð yfirlýsing hjá Gísla. Samkvæmt henni er ríkisfjölmiðilinn farinn að hafa samband við kjörna fulltrúa, bjóða þeim að hætta í pólitík og koma frekar að vinna hjá sér. Ætli það sé það sem koma skal? Ekki gefið upp Ríkisútvarpið sagði frétt af því í gær að ekki fengist gefið upp hvar fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar væri prentað. Þar hlýtur að vera maðkur í mysunni. Getur verið að al- menningur eigi ekki heimt- ingu á upplýsingum um það við hvaða prentsmiðju hið opinbera skiptir? stigur@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.