Fréttablaðið - 27.09.2013, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 27. september 2013 | SKOÐUN | 15
Hin vinsæla spurninga-
keppni framhaldsskól-
anna, Gettu betur, hóf
göngu sína fyrir 27 árum.
Menntaskólinn í Reykja-
vík hefur keppt öll árin og
unnið átján sinnum, oft-
ast allra skóla. Í þessi 27
skipti sem MR hefur tekið
þátt hefur aðeins ein stelpa
setið í liðinu. Af hverju
skyldi það vera? Er það
vegna þess að stelpur eru
einfaldlega bara heimskari
en strákar?
Í vor tók ég við embætti
inspector scholae, for-
manns Skólafélags MR.
Hluti af starfi mínu felst í
því að sjá um spurningalið
MR í Gettu betur. Eitt af
því fyrsta sem ég ræddi við
þjálfara liðsins var hvernig
við gætum hvatt stelpur til
að taka þátt í Gettu betur
án þess að nota kynja-
kvóta. Niðurstaðan var sú,
í samráði við rektor MR,
að halda forpróf sem lagt
yrði í haust fyrir alla nem-
endur skólans í kennslu-
stund. Mikil áhersla var
lögð á að auglýsa prófið vel og á
plakatinu stilltum við upp Gettu
betur liði með tveimur stelpum og
einum strák. Með því vildum við
höfða til stelpna og hvetja þær til
að taka þátt í prófinu. Áður hafði
forprófið verið misvel auglýst og
haldið eftir skóla þar sem þeir sem
vildu gátu þreytt prófið.
Aldrei hefur verið jafn góð þátt-
taka í forprófinu og í ár. Þrátt fyrir
það skoruðu strákar hæst og voru
þar af leiðandi valdir í liðið. Stað-
festir þetta að strákar séu einfald-
lega klárari en stelpur og að Gettu
betur sé bara karlasport?
Almennt er ég ekki hrifin af
kynjakvóta. Ég myndi til dæmis
ekki vilja gegna því embætti sem
ég er í af því að ég er stelpa, heldur
vegna eigin verðleika. Samt sem
áður studdi ég tillögu RÚV um
kynjakvóta í Gettu betur, því það
þarf að gera eitthvað meira, eitt-
hvað róttækara, til þess að hvetja
stelpur áfram. Kynjakvótinn er til-
raunaverkefni til tveggja ára. Ég
trúi því að það sé vel þess virði að
prófa hvort hann hafi jákvæð áhrif
því það hefur sýnt sig og sannað að
um leið og stelpur hafa kvenfyrir-
myndir eru mun meiri líkur á því
að þær sjái sig sjálfar í því hlut-
verki og ýtir það við þeim til að
komast þangað.
Þetta gæti verið nauðsynleg leið
til að stuðla að breytingum. Ekki
viljum við vera í sömu sporum
eftir önnur 27 ár og velta fyrir
okkur áfram þeirri fáránlegu
spurningu hvort stelpur séu virki-
lega heimskari en strákar.
➜Í þessi 27 skipti sem MR
hefur tekið þátt hefur aðeins
ein stelpa setið í liðinu. Af
hverju skyldi það vera?
Fjárhæðaskyn fólks er fyndið.
Þar sem fólk skilur lægri tölur
betur en hærri þá á það líka
auðveldara með að hneykslast á
þeim fyrrnefndu. Á að eyða einni
milljón? Það eru þriggja mánaða
tekjur! Á að eyða milljarði? Það
er … öm … bðe …
Tökum nýlegar breytingar á
Hofsvallagötu sem dæmi. Þar
voru málaðir hjólastígar á göt-
una. Við hlið þeirra var sett röð
af bílastæðum, fánastöngum,
fuglabúrum og einhverju svo-
leiðis. Allt þetta flipp var í ögn
meiri litum en Reykvíkingar eiga
að venjast. Sumt af þessu var
meira að segja hvorki grátt eins
og malbik né dökkgrænt eins og
kjarr. Og það varð allt brjálað.
Götumyndin þarf að vera grá eða
græn. Allt hitt er ógn við full-
veldið.
Svo kom í ljós hvað þetta kost-
aði mikið: 20 milljónir! Algjört
bruðl. Hvaða fávita datt þetta
í hug? Og svo á að setja annan
hjólastíg á Sæmundargötu. Hann
mun kosta 90 milljónir! Níutíu
milljónir króna!
Í raun sýna þessar tölur okkur
hve ódýrt það er að koma upp
góðu hjólastíganeti. Í þeim til-
fellum sem götur eru nægi-
lega breiðar dugar bara að
mála stíganetið á. Svo þegar
reynsla er komin á stíginn má
gera upphækkaðar hjólabrautir
að dönskum sið. (Væri nú ekki
gaman ef hægt væri að mála mis-
læg gatnamót Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar fyrir 20
milljónir, til reynslu, og spúla þau
síðan af?)
„Milljónaútgjöld“ og
„milljarðafjárfestingar“?
Það er fínt að menn gagnrýni
útgjöld. Það er ekkert að því. En
það er bara pinku fyndið að þeir
sem sjá á eftir hverri krónu í
lagningu hjólastígs sem kostar
20-100 milljónir eiga í engum
vandræðum með að heimta mörg
hundruð sinnum hærri upphæðir
í gerð risastórra umferðarmann-
virkja fyrir bíla. Það er pinku
fyndið.
Árið 2007 var áætlaður kostn-
aður við að gera mislæg gatna-
mót hjá Kringlunni níu millj-
arðar og eitthvað hefur nú verið
að krauma í verðbólgupottinum
síðan. Segjum að þetta myndi
kosta 13 milljarða í dag. Sam-
kvæmt borginni kostar 130 millj-
ónir að fullklára Hofsvallagötuna
sem flotta borgargötu. Það mætti
því taka í gegn hundrað svona
Hofsvallagötur í stað þess að
byggja ein gatnamót.
Við erum að tala um ein gatna-
mót. Stað þar sem ein gata hittir
aðra.
Truflaðir af litum
Ég hjólaði um daginn á Hofsvalla-
götunni. Stígarnir gáfu manni
pláss og það var enginn sem
flautaði til að láta mann vita að
maður ætti að vera uppi á gang-
stéttinni. Fólk fer ekki út að hjóla
í massavís ef það þarf að vera
með einhverja yfirlýsingu þegar
það gerir það. Fólk vill að sér líði
vel. Það er ekki tilviljun að þau
lönd í Evrópu þar sem best er að
hjóla, Holland og Danmörk, eru
með þétt og yfirgripsmikið net
hjólastíga. Til að byggja upp slíkt
net þarf að láta eitthvað af þeim
helmingi borgarlandsins sem fer
undir samgöngumannvirki nýtast
öðrum en bílum. Og þegar maður
er á bíl fer þessi stefna stundum í
taugarnar á manni.
Margt hefur verið sagt um
þessa Hofsvallagötuframkvæmd.
Til dæmis að hún dragi úr öryggi
því fólk verði utangátta við að
horfa á bleikt fuglabúr og klessir
frekar á. Það hljómar eins og vís-
indaleg tilgáta þótt ég hafi ekkert
fundið sem styður hana. Ég veit
hins vegar að hjólastígar draga
úr slysum í þeim götum þar sem
þeir koma, ég veit að lækkandi
umferðarhraði dregur úr slysum
og ég veit að flest slys af völdum
truflunar ökumanna stafa af því
að fólk er að skrifa sms eða leika
sér í einhverju raftæki. Ekkert
virðist benda til að menn truflist
við að horfa á bleikt fuglabúr í
hvert skipti sem þeir keyra fram
hjá því. Kommon, við erum ekki
einhverjir kanarífuglar.
Sparað til eyða enn meiru?
Það er ekkert að því að vilja
spara. Í stað þess að leggja hjóla-
stíg má vissulega greiða niður
skuldir eða lækka skatta. Það
er afstaða sem má skilja. En að
menn vilji slaufa milljóna hjóla-
stígum og byggja í staðinn millj-
arða-gatnaslaufur? Það finnst
mér svolítið rugl.
20 milljónir! 20 milljónir!
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Í raun sýna þessar
tölur okkur hve ódýrt
það er að koma upp góðu
hjólastíganeti.
Eru stelpur heimskari en strákar?
JAFNRÉTTI
Birna Ketilsdóttir
Schram
inspector scholae
og fulltrúi MR í
stýrihópi Gettu
betur 2013-2014
Allir á Íslandi sem tengj-
ast netinu í gegnum
íslenskar netveitur hafa
sér að kostnaðarlausu
aðgang að fjölbreyttu efni
í gegnum áskriftir Lands-
aðgangs að rafrænum
gagnasöfnum, tímaritum
og rafbókum – http://hvar.
is/. Meðal efnis er alfræði-
ritið Encyclopedia Britan-
nica sem er á ensku.
Sumir lesendur muna
ef til vill eftir prentaðri
útgáfu ritsins sem áður fyrr var
til á mörgum bókasöfnum. Síð-
asta prentaða útgáfa alfræðirits-
ins kom út árið 2010 en í dag er
Encyclopedia Britannica aðeins
gefin út í rafrænu formi. Efni
hennar er uppfært daglega og við
heimildaöflun, skrif og ritstjórn
vinna sérfræðingar og fræða-
fólk hver á sínu sviði og þannig
er leitast við að tryggja áreiðan-
leika efnisins eftir bestu getu.
Hægt er að komast í tvær
útgáfur ritsins í gegnum áskrift
Landsaðgangs, það er
fræðilega hlutann (Aca-
demic edition) http://www.
britannica.com/ sem nýt-
ist sérstaklega nem-
endum á framhalds- og
háskólastigi, og sérstaka
skólaútgáfu (School edi-
tion) http://school.eb.co.
uk/ sem ætluð er nem-
endum á grunnskólaaldri.
Í skólaútgáfunni er hægt
að velja um þrjú þyngdar-
stig á texta sem er sniðinn
að aldri og lestrarfærni lesend-
anna. Báðar útgáfurnar eru að
sjálfsögðu opnar og aðgengilegar
fyrir allan almenning hvar sem er
á Íslandi.
Hægt er að skoða fjöldann allan
af ljósmyndum og skýringar-
myndum, streyma myndefni og þá
er lesendum vísað áfram í annað
ítarefni á netinu. Allt myndefni í
Encyclopedia Britannica má nota
í ritgerðir og við verkefnavinnu í
skólastarfi. Á undanförnum árum
hafa vinsældir alfræði ritsins
aukist jafnt og þétt en á síðasta
ári sóttu Íslendingar 409.093
greinar í alfræðiritið.
Rafræn útgáfa Encyclopedia
Britannica er aðlöguð öllum
gerðum tölva, hvort sem um er að
ræða borðtölvur, fartölvur, spjald-
tölvur, lesbretti eða snjallsíma.
Einnig er í boði að nota leitar-
vél sem sniðin er að snjallsímum
og spjaldtölvum og hægt er að
sækja á slóðinni http://m.eb.com.
Hefur þú leitað í Encyclopedia
Britannica í dag?
Encyclopedia Britannica í
snjallsímann og spjaldtölvuna
MENNTUN
Birgir
Björnsson
umsjónarmaður
Landsbókasafni
➜ Hægt er að skoða
fjöldann allan af ljós-
myndum og skýringar-
myndum, streyma myndefni
og þá er lesendum vísað
áfram í annað ítarefni á
netinu. Allt myndefni í
Encyclopedia Britannica má
nota í ritgerðir og við verk-
efnavinnu í skólastarfi .