Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2013, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 27.09.2013, Qupperneq 29
BARNAAFMÆLI FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2013 Kynningarblað Bíó, Gokart, Laser Tag, hoppukastalar, hópefli, veitingar og leikir. GEYM IÐ BLAÐIÐ Smárabíó er eitt glæsilegasta kvik- myndahús landsins. Ekki er amalegt að færa afmæli sitt þangað og horfa á skemmtilega bíómynd með ættingjum og vinum. Jón Ei r í k u r Jóha n nsson rekstrar stjóri segir að sífellt fleiri nýti sér þetta skemmti- lega form á því að halda barnaaf- mæli. „Þetta hefur verið gríðarlega vinsælt og þeim fer stöðugt fjölg- andi sem koma hingað í Smárabíó og halda veislu. Börnin hafa verið einstaklega ánægð með svona af- mælisveislu. Til dæmis hafa mörg afmælisbörn komið með gesti á hina vinsælu mynd Aulinn ég sem við erum með í sýningu um þessar mundir. Ég á von á því að væntanlegar myndir á borð við Turbo, Skýjað með kjötbollum á köflum 2, Frozen og Risa eðlurnar, sem eru allar á leiðinni í sýningar hjá okkur á næstu vikum og mán- uðum, verði sömuleiðis mjög vin- sælar,“ segir Jón Eiríkur. Gestir geta valið úr þeim myndum sem eru í almennum sýningum. Algengt er að afmælishópar séu á bilinu 10-30 á aldrinum 5-14 ára en mögulegt er að taka á móti enn stærri hópum. „Við útbúum að- stöðu hjá okkur fyrir hvern hóp fyrir sig og leyfilegt er að koma með afmælisköku að heiman. Afmælisbarnið fær þá að blása á kerti og allir syngja afmælis- sönginn. Þar sem þarfir hvers ald- urs geta verið ólíkar ráðleggjum við fólki hvaða sýn ingar henta og hvernig best verði að þessu staðið fyrir hvern hóp. Aulinn ég hentar til að mynda gríðar lega vel því hún nær til breiðs aldurshóps og er með íslensku tali, en á hverjum tíma er nokkuð öruggt að Smára- bíó er með í sýningu barna- og fjölskyldumyndir sem henta vel í alls konar afmælisveislur. Að minnsta kosti tveir full orðnir þurfa að koma með börnunum. Yfirleitt kemur fólk með afmælis- köku en síðan fylgir popp og gos hverjum bíómiða. Veittur er sér- stakur hópafsláttur.“ Smárabíó í Smáralind hefur alltaf boðið upp á afmælissýn- ingar fyrir börn en undanfarið hefur þessi tegund afmælisveislu orðið gríðarlega vinsæl. Sýningar eru kl. 13 og 15 um helgar en í miðri viku kl. 16 og 18. Til að panta afmælissýningu þarf að fara inn á heimasíðuna www.smarabio.is þar sem sérstök beiðni er útfyllt og henni er síðan svarað innan 48 klukkustunda. Gott er að panta að minnsta kosti fimm dögum fyrir afmælið. Afmælisgestum boðið í bíó Smárabíó býður upp á skemmtilega tilbreytingu fyrir barnaafmæli. Afmælisbarnið býður gestum sínum í bíó og allir fá popp, gos og afmælissöng. Sífellt fleiri nýta sér þennan möguleika. Myndin Aulinn ég hefur verið afar vinsæl hjá afmælisbörnum og gestum þeirra. Turbo á eftir að slá í gegn hjá krökkunum en hún er væntanleg í sýningu fljótlega. Þægileg sæti eru í Smárabíói og þar fer vel um afmælisgesti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.