Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 35

Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 35
KYNNING − AUGLÝSING Barnaafmæli27. SEPTEMBER 2013 FÖSTUDAGUR 7 Fyrirtækið Gokart.is í Garðabæ byggir á margra ára reynslu í rekstri gokart-brauta á Íslandi. Gokart.is hefur verið leiðandi á markaðnum um langt skeið og er í dag staðsett í stórskemmtilegu 5.400 fermetra húsi í Garðabæ. Auk þess setja starfs- menn fyrirtækisins upp brautir víðs vegar um land og bjóða þannig viðskiptavinum sínum upp á gokart allan ársins hring. Sindri Vest, starfsmaður fyrirtæk- isins, segir það vera markmið þeirra að blása lífi í þessa stórskemmtilegu íþrótt sem fer sífellt vaxandi hérlendis. „Gokart er líka draumur margra barna og unglinga og þá hjá bæði strákum og stelpum. Enda er mjög vinsælt að halda upp á afmæli hér hjá okkur. Margir sem halda upp á afmælið sitt hjá okkur koma aftur og aftur. Lágmarksfjöldi afmælishópa er fimm börn og hæðarviðmiðið er 140 cm, þótt við gerum undantekningar ef einhver er minni í hópnum. Við getum tekið á móti mjög stórum hópum en fjölmenn- asta afmælið sem við höfum séð um innihélt um 40 börn þannig að hér er nóg pláss.“ Skemmtileg veitingaaðstaða Vel er tekið á móti afmælisbarninu og gestum þess. „Við byrjum á því að fara yfir reglurnar með þeim svo aksturinn verði öruggur og skemmtilegur, auk þess sem allir fá hjálma og hálskraga. Afmælis akstrinum er stillt upp sem 2 x 9 mínútna keyrslu. Fyrri 9 mín- úturnar fara í að láta börnin fá tilfinningu fyrir bílnum. Þannig verður seinni hringurinn mun auð- veldari og skemmtilegri hjá börnunum enda eru þau farin að læra inn á bílana og brautina sjálfa.“ Þegar keppninni er lokið eru forráðamenn afmælis- barnsins búnir að stilla upp veitingum á þægilegum og skemmtilegum veitingastað hússins sem ber nafnið Diner-inn. „Veitingastaðurinn er á tveimur hæðum og þaðan er útsýni yfir brautina og öll aðstaða til fyrir- myndar. Algengast er að fólk komi með pítsur, gos eða afmælisköku en salurinn sjálfur tekur 40 manns í sæti.“ Veitingasalinn er líka hægt að leigja undir önnur tilefni, til dæmis veislur og afmæli fyrir eldra fólk. Myndatakan ómissandi Eftir veitingarnar stilla krakkarnir sér upp á verð- launapallinum og láta taka myndir af sér. „Mynda- tökur hér eru auðvitað stór hluti af veisluhöldunum. Margir krakkanna setja síðan myndir af sér og öðrum afmælisgestum á Facebook-síðu sína.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.gokart. is og á Facebook. Einnig má hafa samband í síma 771- 2221 eða senda tölvupóst á gokart@gokart.is. Skemmtum okkur í gokart Afmælisbörnum finnst mjög spennandi kostur að halda upp á afmælið í gokart með vinum sínum. Gokart.is í Garðabæ býður upp á glæsilega aðstöðu fyrir barnaafmælin þar sem börn og unglingar eiga góðan dag í skemmtilegu umhverfi. Eftir veitingarnar stilla börnin sér upp fyrir myndatöku. MYND/ÚR EINKASAFNI Sindri Vest og félagar hjá Gokart.is taka vel á móti afmælisbarninu og gestum þess. MYND/ÚR EINKASAFNI Afmælisbarnið skemmtir sér vel á gokart-brautinni með félögum sínum. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.